Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 Lækjarbakki í Flóahreppi Til sölu 160ha jörð í u.þ.b. 70 km fjarlægð frá Reykjavík. Á jörðinni er stórt íbúðarhús, fjós og hlaða í sæmilegu standi. Jörðin er sléttlend og algróin. Austurmörk 4, Hveragerði www.byrfasteign.is sími 483 5800 Nánari upplýsingar á skrifstofu Byr fasteignasölu í síma 483 5800. Bridsfélag Siglufjarðar Mánudaginn 13. febrúar var spil- aður einmenningur, eitt kvöld. Til leiks mættu 28 spilarar. Úrslit urðu þessi: Anton Sigurbjörnsson 166 stig Bogi Sigurbjörnsson 148 stig Sigurður Hafliðason 141 stig Ólöf Ingimundardóttir 141 stig Hreinn Magnússon 140 stig Þriggja kvölda tvímenningur, sem jafnframt var firmakeppni félagsins, hófst síðan 20. febrúar, með þátt- töku 46 félaga, stofnana og einstak- linga í rekstri. Sigurvegarar firma- keppninnar urðu: KPMG ehf 647,7 stig (Friðrik – Jón, Anton – Bogi, Jón Tryggvi – Ingvar Páll) Inkasso ehf. 615,7 stig (Anton – Bogi, Jón Tryggvi – Ingvar, Þor- steinn – Guðlaug) Vídeóval ehf. 613,7 stig (Þorsteinn – Sigurbjörn, Anton – Bogi, Hreinn – Jón) Þessi þrjú efstu firmu munu ríku- lega verðlaunuð á lokahófi félagsins. Stjórn félagsins færir hér með öll- um bestu þakkir fyrir stuðninginn. Lokaúrslit tvímenningsins urðu þessi – prósentskor: Anton Sigurbjss. – Bogi Sigurbjss. 63,0 Jón T. Jökulss. – Ingvar P. Jóhannss. 61,9 Hreinn Magnúss. – Jón A. Jónsson 57,6 Gústaf Þórarinss. – Sæmundur Anders. 57,5 Þorst. Ásgeirss. – Sigurbj. Þorgeirss. 53,0 Nú fer að líða að lokum Siglufjarð- armótsins í sveitakeppni, en aðeins er eftir að spila tvö kvöld, eða fjóra 12 spila leiki. 11 sveitir taka þátt í mótinu. Hart er nú sótt að Siglunesjaxl- inum Hreini Magnússyni og hans sveitarfélögum, sem freista þess að verja titilinn í áttunda skiptið. Staða efstu sveita fyrir lokaátökin er nú þessi: Sv. Hreins Magnússonar 361 stig Sv. Ingvars Páls Jóhannssonar 352 stig Sv. Guðlaugar Márusdóttur 328 stig Sv. Hákons Sigmundssonar 326 stig Sv. Björns Ólafssonar 300 stig Spiluð eru forgefin spil og er bötl- erstaða efstu spilara eftir 18 leiki þessi: Anton Sigurbjörnsson 1,73 Bogi Sigurbjörnsson 1,70 Hreinn Magnússon 1,16 Jóhannes Jónsson 1,14 Hákon Sigmundsson 1,14 Ingvar Páll Jóhannsson 1,13 Austurlandsmótið í sveitakeppni Austurlandsmótið í sveitakeppni fór fram á Reyðarfirði 30.-31. mars sl. Lokastaðan: Haustak, 96 stig. Guttormur Kristmannsson, Jón Þór Krist- mannsson, Þorsteinn Bergsson og Magnús Ásgrímsson. Hafþór, 86 stig. Hafþór Guð- mundsson, Sigurjón Stefánsson, Jónas Ólafsson og Óttar Ármanns- son. Gistiheimilið Borg, 79 stig. Skúli Sveinsson, Bjarni Sveinsson, Kári Borgar og Magnús Valgeirsson. Brimberg, 68 stig. Síldarvinnslan, 66 stig. Slökkvitækjaþjónusta Austur- lands, 55 stig. Sextán borð í Gullsmára Spilað var á 16 borðum í Gull- smára mánudaginn 2. apríl. Úrslit í N/S: Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 300 Jónína Pálsd. - Þorleifur Þórarinsson 294 Leifur Kr. Jóhanness. - Guðm. Magnúss. 293 Kristín Óskarsd. - Gróa Þorgeirsd. 289 Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðars. 289 A/V: Þorsteinn Laufdal-Páll Ólason 341 Sigurður Njálsson-Pétur Jónsson 331 Ármann J. Láruss. - Guðl. Nielsen 320 Ágúst Vilhelmss.-Kári Jónsson 291 Gunnar M. Hansson-Hjörtur Hanness. 284 Spilað verður næst á fimmtudag eftir páska. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, mánudaginn 2. apríl. Spilað var á 15 borðum. Með- alskor: 312 stig. Árangur N-S: Björn Árnason - Auðunn Guðmundss. 365 Jón Þór Karlsson - Oddur Jónsson 352 Magnús Oddsson - Oliver Kristóferss. 346 Sigurður Tómasson - Guðjón Eyjólfss. 338 Árangur A-V: Örn Ingólfsson - Örn Isebarn 390 Bergur Ingimundars. - Axel Lárusson 388 Albert Þorsteinsson - Bragi Björnsson 377 Hrafnhildur Skúlad. - Guðm. Jóhannss. 364 Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn fyrsta apríl var spil- aður Barómeter. Spilað var á 10 borðum. Úrslit urðu þessi. Sólveig Jakobsd. - Ingib. Guðmundsd. 279 Garðar V. Jónss. - Þorgeir Ingólfss. 265 Sigurjóna Björgvinsd. - Gunnar Guðmss. 259 Oddur Hanness. - Árni Hannesson 255 Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldss. 255 Karólína Sveinsd. - Sveinn Sveinsson 239 Ekki verður spilað á páskadag. Næst verður spilað sunnudaginn 15/4. Þá verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum klukkan 19. Eldri borgarar Hafnarfirði Föstudaginn 30. mars var spilað á 16 borðum hjá FEBH með eftirfar- andi úrslitum í N/S: Auðunn Guðmss. – Sigtryggur Sigurðs. 354 Magnús Jónsson – Óskar Ólafsson 351 Ólafur Ingvarss. – Þorsteinn Sveinss. 348 Katarínus Jónsson – Jón Sigvaldason 345 Albert Þorsteins. – Björn Árnason 344 A/V: Hrólfur Guðmunds. – Oddur Jónsson 374 Skarphéðinn Lýðsson – Stefán Ólafsson 354 Dagur Ingimundars. – Skafti Þórisson 353 Svanhildur Gunnarsd. – Magnús Láruss. 352 Júlíana Sigurðard. – Kristján Björnss. 348 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Því miður er það svo að þrátt fyrir fag- leg rök, þá mætum við læknar mikilli nei- kvæðni, þar sem við höfum vissar efasemd- ir um gæði frumvarps yðar um breytingar á ávísanaheimild lyfja- laga. Fagleg rök víkja fyrir tilfinningaríkum skrifum sem draga at- hyglina frá innihaldinu. Benda má á nýlega grein Elsu B. Friðfinnsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í Fréttablaðinu hinn 26. mars sem gott dæmi um þau rök sem notuð eru. Þar er talað út frá tilfinningu um aðgengi að getnaðarvörnum, án faglegrar greiningar eða könnunar. Það mega allir tala um sínar til- finningar. Til dæmis getur und- irritaður bent á reynslu af kyn- fræðslu ungmenna í gegnum Ástráð, forvarnastarf læknanema, sem starfað hefur frá aldamótum. Undirritaður hefur mikla reynslu af að ræða við ungmenni í þeirri fræðslu, en hefur nánast aldrei rætt við ungmenni sem telja vandamál að þurfa að leita til lækn- is til að nálgast pilluna. Þau kvarta um ýmislegt annað; verð á smokk- um/pillum, vesen við að hugsa fram í tímann, vandræðalegt að ræða málið við bólfélaga, aukaverkanir af pillunni, óþægindi af smokka- notkun o.s.frv. Úr starfi mínu af Kvennadeild LSH hef ég auk þess reynslu af fóstureyðingarmóttöku, en þar er það svo að oft á tíðum hafa konur sem koma í fóstureyð- ingu notað getnaðarvarnir, en eitt- hvað borið út af við notkun þeirra eða þær ekki dugað. En svo vikið sé aftur að faglegu rökunum: Fæðingum hefur stór- fækkað hjá unglingsstúlkum. Fæð- ingar ungra stúlkna eru nú um 10% af því sem þær voru fyrir 30 árum. Heildarhlutfall þeirra af fæðingum er um 1%. Hversu lágt stefnum við? Má engin kona undir 20 ára verða þunguð á Íslandi? Það gleymist oft í umræðunni að í eldri árgöngum þessa yngsta hóps eru konur sem komnar eru í fast samband, jafnvel sam- búð. Eru 21 árs konur betri mæður en 19 ára? Er rétt að miða við að koma í veg fyrir allar þessar þunganir? Varðandi fóstureyð- ingar er áhugavert að skoða hve margar, eða raunar fáar, þær eru. Á Íslandi er næstlægsta hlutfall fóstureyðinga samanborið við fæðingar (193/1000 fædd) á Norðurlöndunum. Mesti fjöldinn er í Svíþjóð, en þar eru umræddar ávísanaheimildir við lýði. Fóstureyðingum á Íslandi fer fækkandi og hefur þeim fækkað mjög í yngsta aldurshópnum, eru nú 12/1000, en voru 21/1000 fyrir 10 árum. Ef litið er á tölur frá 2010 voru fóstureyðingar stúlkna undir 15 ára fimm talsins, en um 170 hjá aldurshópnum 15-19 ára. Því er ljóst að fóstureyðingar eru sjald- gæfar hjá stúlkum á grunnskóla- aldri. Þessar stúlkur dreifast á marga árganga yfir allt landið og alla skóla landsins, auk þeirra sem ekki eru í skóla. Hvar eiga þessir hjúkrunarfræðingar að vera stað- settir? Eiga þeir að vera í öllum skólum? Á að endurmennta hvern einasta hjúkrunarfræðing sem kemur nálægt unglingi til að laga þessa meintu óábyrgu hegðun? Til þess þarf að mennta marga tugi hjúkrunarfræðinga á höfuðborg- arsvæðinu, og annað eins á lands- byggðinni. Hvað skyldi það kosta? Eitt er það sem gleymst hefur í umræðunni, ágæti ráðherra; kyn- sjúkdómar. Tíðni þeirra er að aukast aftur, eftir að hafa náð góð- um árangri í þeim málum upp úr aldamótum. Rúmlega 2000 manns greinast með klamydíu ár hvert, lekandi er farinn að greinast aftur, gríðarleg aukning hefur orðið í kynfæravörtusmitum, sérstaklega hjá ungu fólki. Allt þetta má koma í veg fyrir með því að nota smokk- inn. Hins vegar hafa tölur sýnt að notkun hans minnkar með aukinni notkun annarra getnaðarvarna, t.d. hormónagetnaðarvarna. Í ljósi þessa hlýtur það að teljast var- hugavert að umræddu frumvarpi sé ætlað að auka notkun pillunnar frekar en smokksins. Bæði veita jafngóða getnaðarvörn, en smokk- urinn verndar að auki fyrir kyn- sjúkdómum, sem eru stórt heilsu- farslegt vandamál fyrir ungt fólk. Við teljum að ef raunverulegur vilji er fyrir að bæta þau vandamál sem bent er á í umræddri fimm ára gamalli skýrslu þurfi aðra nálgun en fram kemur í frumvarpinu. Bæta þarf forvarnir um kynheil- brigði, lækka verð eða gera getn- aðarvarnir ókeypis líkt og gert hef- ur verið t.d. í Noregi og stefnt er á að auka enn frekar, opna unglinga- móttökur eða taka upp skólatengda læknisþjónustu og opna umræðu um kynlíf og forvarnir. Sumt af þessu var einmitt minnst á í skýrsl- unni, en ekki litið til við gerð frum- varpsins. Við læknar erum meira en til í að vinna með hverjum þeim sem er reiðubúinn að vinna af al- vöru að þessu sameiginlega mark- miði okkar; að tryggja að allir geti skipulagt sínar barneignir, fækka óæskilegum unglingaþungunum og fóstureyðingum, en auk þess að út- rýma kynsjúkdómum. Það gleður okkur einnig að sjá að minnst er á mörg af þessum efnum í þings- ályktunartillögu frá velferðarnefnd um bætta heilbrigðisþjónustu og heilbrigði ungs fólks. Ágæti ráðherra! Forðumst órök- studdar skyndilausnir til að leysa langtímavandamál. Reynum heldur að nýta þann árangur sem náðst hefur og byggja ofan á það sem þegar hefur verið vel gert. Höldum okkur við fagleg rök í umræðu um fagleg mál, án þess munum við aldrei ná raunverulegum árangri í starfi okkar. Opið bréf til velferðarráðherra Eftir Ómar Sigurvin »Reynum að nýta þann árangur sem náðst hefur og byggja ofan á það sem þegar hefur verið vel gert. Ómar Sigurvin Höfundur er formaður Félags almennra lækna og sérnámslæknir í fæðingar- og kvensjúkdómalækn- ingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.