Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 ✝ Guðrún Sigríð-ur Þorsteins- dóttir fæddist að Strönd í Vest- mannaeyjum 6. ágúst 1931. Hún lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 27. mars 2012. For- eldrar Guðrúnar voru þau Þorsteinn Kristinn Gíslason skipstjóri, f. 5. maí 1902, d. 25. maí 1971 og Guðrún Lilja Ólafsdóttir frá Strönd, f. 30. júlí 1911, d. 2. apríl 1993. Systkini Guðrúnar voru Gísli Guðni, f. 1932, d. 1933, Erna, f. 1936, d. 2012, Hulda, f. 1940, Þorsteinn Gísli, f. 1943 og Ólafur Diðrik, f. 1951, d. 1997. Þann 27. september 1952 gift- ist Guðrún Finnboga Hafsteini Ólafssyni netagerðarmeistara frá Kirkjuhól í Vestmanna- eyjum, f. 25. september 1928, d. 31. mars 2011. Foreldrar Finn- boga voru Ólafur Beck Bjarna- son, verkamaður frá Vest- ursson, f. 12. nóvember 1962. Börn Ingibjargar og Sigurðar Páls Guðjónssonar, f. 14. apríl 1962: a) Jóna Sigrún Sigurð- ardóttir, f. 1990 og b) Berglind Dúna Sigurðardóttir, f. 1994 og fóstursonur Ingibjargar: c) Vikt- or Pétur Jónsson, f. 1985. Guðrún Sigríður Þorsteins- dóttir fæddist í húsi ömmu sinn- ar og afa að Strönd í Vest- mannaeyjum og fluttist þaðan nokkurra mánaða gömul með foreldrum sínum að Vatnsdal. Hún var tveggja ára gömul þeg- ar fjölskyldan fluttist að Arn- arfelli við Skólaveg sem varð síð- an framtíðarheimili þeirra. Guðrún starfaði víða, s.s. við Apótek Vestmannaeyja, bóka- búðina við Heiðarveg og þrif í Iðnskólanum og Hamarsskóla. Guðrún gekk í Oddfellowstúk- una árið 1981 og var virkur fé- lagi þar á meðan heilsa leyfði. Guðrún og Finnbogi byggðu myndarlegt heimili að Heið- arvegi 62 þar sem þau bjuggu til ársins 1991 þegar þau fluttu að Áshamri 23. Í maí 2010 fluttu þau á dvalar- og hjúkrunarheim- ilið Hraunbúðir. Jarðarför Guðrúnar verður gerð frá Landakirkju í dag, 7. apríl 2012 og hefst athöfnin kl. 11. mannaeyjum, f. á Seyðisfirði 28. nóv- ember 1898, d. 9. mars 1971 og Dag- mey Einarsdóttir, verkakona frá Vest- mannaeyjum, f. á Grænhól á Álftanesi 10. janúar 1904, d. 12. september 1993. Börn Guðrúnar og Finnboga eru: 1) Lilja Guðrún, f. 17. maí 1952. Maki Gunnar Marinó Sveinbjörnsson, f. 7. nóvember 1954. Sonur þeirra er Finnbogi, f. 1973. Maki: Elínborg María Tryggvadóttir, f. 1968. 2) Þor- steinn, f. 14. apríl 1959. Maki: Hulda Berglind Skarphéð- insdóttir, f. 27. september 1959. Börn þeirra eru: a) Guðrún Sig- ríður, f. 1979. Maki: Logi Garðar Fells Ingólfsson, f. 1973. Sonur þeirra er Hafsteinn Ingi, f. 2006. b) Helena Björk, f. 1987. Maki: Þórir Ólafsson, f. 1981 og c) Bjarki Þór, f. 1987. 3) Ingibjörg, f. 9. júlí 1961. Maki: Jón Pét- Kæra Dúna. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért horfin á braut. Tíminn sem við áttum saman var alltof stuttur. Mikið vildi ég hafa komið fyrr inn í fjöl- skyldu þína og notið fleiri góðra stunda saman með þér og þínum. Þegar við Ingibjörg dóttir þín kynntumst fyrir um áratug tókstu mér opnum örmum. Þú varst höfuð fjölskyldunnar og hlýja þín og viðmót gerðu mér og syni mínum auðvelt að falla inn. Syni mínum tókstu eins og þín- um og barst hag hans fyrir brjósti eins og þú gerðir gagn- vart öllum öðrum í fjölskyldunni. Barnabörnunum sinntir þú af kostgæfni og áttu þau sitt annað heimili hjá ykkur Boga. Ömmu- hlutverkið ræktaðir þú af alúð. Gestrisni ykkar Boga yljaði manni og ég á eftir að sakna þeirra fjölmörgu góðu fjöl- skyldustunda sem við áttum saman. Það var stutt í glettnina hjá ykkur báðum. Síðustu ár eru búin að reyna á styrk fjölskyld- unnar. Veikindi Finnboga og frá- fall hans fyrir ári var öllum erfitt og í upphafi þessa árs misstir þú systur. Styrkur þinn og jákvæðni þrátt fyrir mótlætið var okkur hinum innblástur. Þegar þú svo veiktist af ólæknandi meini brást þú ekki út af vananum. Þú varst góð fyrirmynd og nærvera þín fyllti okkur öryggi og styrk. Ég vil þakka þér alla þá umhyggju og ástúð sem þú veittir. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Jón Pétursson. Elsku besta amma Dúna mín, hvernig gat það gerst að þú og afi Bogi mynduð kveðja á tæpu ári? Þar sem síðari helmingur síðastliðins árs var svo góður hjá þér. Ekki hugkvæmdist mér að þetta mein, „æxlið“, eins og þú orðaðir það, myndi taka þig frá okkur öllum. En svona er víst líf- ið, óútreiknanlegt. Hér að neðan fara orð að sönnu um þig, elsku amma mín og nafna, úr sálmi 271, eftir Valdimar Briem. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Við áttum margar góðar stundir saman. Ég var mikið hjá þér og afa í veikindum Bjarka og bjó nánast hjá ykkur á tímabili á meðan á veikindum hans stóð. Þó svo að ég hafi búið hjá ykkur um tíma datt mér ekki í hug að láta þig um að þvo af mér svo ég bað mömmu að senda mér með faxi leiðbeiningar um hvernig ég ætti að þvo í þvottavélinni heima. En ég svaf alltaf þar á skóladögum og afi hringdi í mig á morgnana til að ræsa mig. Svo var ég meira og minna hjá ykkur um helgar. Svo má ekki gleyma öllum „dönskutímunum“. Þú varst svo svaka sleip í dönsku eftir að hafa lesið öll dönsku blöðin. Það er því þér að þakka að ég náði dönsk- unni í skóla. Við sátum saman heilu kvöldin að þýða danska texta yfir á íslensku og þér fannst það alveg sjálfsagt að hjálpa mér með þessi leiðindi. Ekki má gleyma að minnast á hannyrðirnar, en við áttum það sameiginlegt að hafa áhuga á að prjóna og hekla. Það er eiginlega óhætt að segja að það sem ég kann fyrir mér í þeim efnum sé það sem þú kenndir mér og á ég enn margt ólært sem ekki gafst tími til að læra. Eitt var það sem þér tókst ekki að kenna mér; að lykkja saman undir höndum, ég þóttist alltaf vera búin að læra það hjá þér, en alltaf endaði það þannig að þú gerðir það fyrir mig af því ég áttaði mig ekki á hvernig ætti að gera það. Þegar þið bjugguð í Áshamr- inum sat ég oft hjá þér tímunum saman, spjölluðum við um allt milli himins og jarðar og þú sagðir mér mikið frá gamla tím- anum. Á meðan var afi alltaf í einhverjum skreppitúrum á bíln- um, fór á bryggjurnar og var að sendast fyrir þig. Þú passaðir alltaf að það færi enginn svangur frá þér, það voru alltaf einhverj- ar kræsingar á borðum í þrjú- kaffinu og þú hafðir miklar áhyggjur af því að maður væri ekki búinn að fá nóg að borða. Þú passaðir mikið upp á „lúkkið“, vildir alltaf vera vel til- höfð, fórst reglulega í lagningu, varst yfirleitt með naglalakk, púðruð í framan og með varalit. Meira að segja eftir að þú fórst á „elló“ varstu alltaf að kaupa þér föt, alveg eins og unglingur. Og þegar þú varst orðin svona mikið veik komst fátt annað að en að vera með útlitið í lagi. Já, þetta er bara brotabrot af öllum þeim góðu minningum sem ég á um þig og minningin um þig verður mér alltaf dýrmæt perla. Þín alnafna og barnabarn, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir. Elsku amma Dúna. Ég trúi því varla að þú sért farin frá okkur. Ég á eftir að sakna þess svo mikið að geta ekki kíkt á þig eftir vinnu eða kíkt á þig á kvöldin og spjallað endalaust við þig um alla heima og geima eins og við vorum van- ar að gera. Ég var svo mikið hjá ykkur afa þegar ég var yngri þegar mamma og pabbi voru með Bjarka í veikindunum, frá þeim tíma á ég svo mikið af góð- um minningum um þig og afa. Það var alltaf svo gott að vera hjá ykkur í ömmu- og afadekri. En ég veit að ég gat nú líka verið frekar erfið við ykkur. Eitt skipt- ið þegar ég var hjá ykkur þurfti ég að fara til tannlæknis vegna þess að ég var komin með tann- pínu, ég neitaði auðvitað að fara nema ég fengi að hafa mömmu með mér sem var ekki hægt þar sem hún var með Bjarka á spít- alanum í Reykjavík. Þú fórst með mig grútfúla til tannlækn- isins þar sem ég settist í stólinn og greip fyrir munninn á mér þannig að hann komst ekki að. Frekjan í mér sigraði að lokum og það var farið með mig heim, þar sem maður fékk auðvitað skammir og svo fór ég með þér stuttu seinna og var alveg eins og ljós, þar sem ég var nú búin að lofa því. Ég fékk nú líka oftar en ekki að gista hjá ykkur og þá var ég sko heppin, þá var sko stjanað við mig. Ég man líka eft- ir öllum skiptunum sem við horfðum á leikritið Þrek og tár saman sem var í svo miklu uppá- haldi hjá okkur. Þú varst alltaf til í að horfa með mér. Svo fór ég að eldast og þroskast og auðvitað hélst þú áfram að fylgjast með mér og gefa mér góð ráð eins og þér einni var lagið. Orðið „lek- kert“ og „að slá sér upp“ kemur líka upp í huga minn þegar ég hugsa til þín. Það sem ég gat stundum hlegið að orðavali þínu þegar ég var unglingur. Svo átt- um við líka alltaf svo góðan tíma saman fyrir jólin þegar ég hjálp- aði þér að skrifa á öll jólakortin þín og við pöntuðum okkur pitsu saman og líka þegar ég kom til þín og litaði þig. Þér fannst þú alltaf vera að biðja mig um svo mikið og vera að eyða tíma mín- um en mér þótti bara vænt um þennan tíma og sagði þér það alltaf og þá brostir þú bara. Öll spjöllin og já bara allt, amma mín. Ég á eftir að geyma þessar minningar í hjarta mínu um ókomna tíð. Ég elska þig, sakna þín og mun aldrei gleyma þér, elsku amma mín. Ég vil enda þetta með laginu sem okkur þótti alltaf svo fallegt. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Þín ömmustelpa, Helena Björk. Elsku amma Dúna. Ég á eftir að sakna þín svo mikið. Allar stundirnar sem við áttum saman. Ég elska þig svo mikið, það var svo gott að vera hjá þér og afa í Áshamrinum. Ég var svo heppin að fá að vera svona mikið hjá ykkur en það var svo skemmtilegt. Ég man hvað það var gott að fara til ykkar í hádegismat og eftir skóla. Líka var voða þægilegt að fá að gista hjá ykkur, jafnvel eftir að ég varð nógu gömul til þess að vera ein heima. Þú varst alltaf svo glöð og fyndin, ég á svo margar góðar minningar um þig. Það lýsir þér mjög vel þegar ég og mamma sátum með þér á elliheimilinu að skrifa minningagreinina þína og hvaða lög þú vildir hafa í jarð- arförinni þinni, þetta átti sko allt að vera eins og þú vildir hafa það. Þegar mamma spurði þig að því hvort þú vildir hafa kirkju- kórinn eða Stuðlana, þá sem sungu hjá afa, sagðir þú að auð- vitað yrði það kirkjukórinn því Stuðlarnir yrðu löngu hættir að syngja saman þegar þú loks fær- ir. Þú varst svo yndisleg. Það lík- aði öllum vel við þig og þú fannst alltaf það góða í fólki. Takk fyrir allar þessar stund- ir, takk fyrir allar sögurnar sem þú sagðir mér, takk fyrir góða matinn sem þú eldaðir fyrir okk- ur, takk fyrir að vilja alltaf spila við mig þegar mér leiddist, horfa á Fornbókabúðina með mér eða bara tala við mig. Mest vil ég samt þakka þér fyrir að vera allt- af til staðar fyrir mig, hvernig sem þér leið eða hversu veik þú varst. Þú hugsaðir alltaf um alla aðra áður en þú hugsaðir um sjálfa þig. Sjáumst seinna, elsku amma. Berglind Dúna. Elsku amma. Ég get ekki komið því al- mennilega niður á blað hversu mikið ég á eftir að sakna þín. Eftir að hafa verið hjá þér síð- ustu dagana veit ég að þetta var þér fyrir bestu. Ég veit að þú ert á betri stað og að þér líður betur. En einhvern veginn get ég ekki annað en óskað þess innst inni að hafa þig hér hjá okkur aðeins lengur. Því þó svo að þú værir rúmliggjandi virtist það ekki hafa mikil áhrif á skap þitt. Þú fullvissaðir okkur um að þetta myndi lagast og að þú værir ekk- ert að fara frá okkur alveg á næstunni. Þú hughreystir alla þá sem í kringum þig voru þó svo þeir væru þar komnir til að veita þér stuðning. Alltaf var hægt að treysta á þig að styðja við bakið á mér og ekkert var betra en að vera í fangi ömmu sem virtist aldrei þurfa að sleppa af manni takinu. Það skipti ekki máli hversu miklu álagi maður var undir, yfir hlutum sem skipta í rauninni ekki svo miklu máli, það var alltaf hægt að róa hugann hjá þér. Þú varst yndisleg kona, amma, meira get ég ekki sagt, meira þarf ég ekki að segja, því ég veit að þeir sem þig þekktu eru alveg hjartanlega sammála. Ég þakka fyrir alla hlýjuna sem þú sýndir mér og alla þolinmæð- ina. Hvíldu í friði, elsku amma. Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur, og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Jóna Sigrún. Nú er jarðvist Dúnu frænku minnar lokið. Við Dúna vorum systradætur. Hún var ein af mín- um uppáhaldsfrænkum og í huga mér nánast eins og eldri systir. Ég sakna hennar sárt. Til átta ára aldurs ólst ég upp hjá ömmu minni og afa á Strönd í Vest- mannaeyjum. Þar af leiðandi hafði ég náið samband við Dúnu og hennar fjölskyldu á Arnarfelli og hafa þau samskipti aldrei rofnað. Ég minnist þessara ára með mikilli hlýju. Nú bý ég í Kópavogi en þar sem hún bjó í Vestmanneyjum hittumst við ekki mjög oft, en þeim mun oftar töluðum við saman í síma. Það var svo gott að spjalla við Dúnu. Hún var mjög fróð og skemmti- leg kona og alltaf var gott að leita ráða hjá henni. Dúna sýndi mér og minni fjölskyldu mikla vináttu og umhyggju. Hún og Finnbogi maður hennar voru höfðingjar heim að sækja. Alltaf var vel tekið á móti okkur þegar við komum til Eyja. Margar ógleymanlegar stundir áttum við saman. Síðustu ár voru Dúnu erfið, en alltaf var hún jákvæð. Nú er hún komin í Sumarlandið sem við töluðum stundum um og Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, fyrrum sambýlismaður, afi og langafi, SIGURÐUR LYNGBERG MAGNÚSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Rojales á Spáni mánudaginn 2. apríl. Útför verður auglýst síðar. Guðlaug Lyngberg, Páll Ingi Hauksson, Andrés Björn Lyngberg, Anna Valdimarsdóttir, Magnús L. Sigurðsson, Ólafía K. Bjarnleifsdóttir, Sigurður Lyngberg, Helga Sigurðardóttir, Hafþór Lyngberg, Gerður Ruth Sigurðardóttir, Kolbrún Lorange, Hulda B. Þrastardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURVIN GUÐBRANDSSON frá Veiðileysu í Árneshreppi, andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði laugar- daginn 31. mars. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 11. apríl kl. 13.00. Guðrún S. Aðalbjörnsdóttir, Jónína Ingibjörg Sigurvinsdóttir, Baldur A. Sigurvinsson, Guðný Guðjónsdóttir, Ragnheiður S. Sigurvinsdóttir, Bjarni Árnason og barnabörn. MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðs- lógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minning- argreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær út- förin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um for- eldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.