Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Kristinn Afköst Jóhanna Engilráð fór mikinn í máluninni og var ekki fyrr búin að mála eitt þegar hún vildi annað. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ævintýrið byrjaði á því að húsráð-andi fékk að heimsækja hænsna-kofa í bakgarði í öðru húsi í Aust-urbænum og spjalla þar aðeins við einkar vinalegar og vel aldar hænur og fá góðfúslegt leyfi til að taka undan þeim nokkur egg. Hænurnar vissu sem var að páskar nálgast og létu sig hafa það að sjá á eftir eggjunum. Með fangið fullt af sérdeilis lífrænum haug- hænueggjum hélt húsráðandi heim og boðaði tvær vinkonur til kaffifundar og bað þær hafa börnin smáu með sér. Þær Hafdís Hrund Gísla- dóttir og Elín Agla Briem brugðust skjótt við og voru komnar með krakkaskarann áður en við var litið. Hafdís hafði tvö yngri börnin sín með í för, þau Hrafn Flóka bráðum fimm ára og Kríu Solveigu sem verður tveggja ára í haust. Með Elínu kom einkadóttirin Jóhanna Engilráð sem var með fagurgult blóm í fanginu og tók strax skýrt fram að það væri ekki handa húsráðanda, heldur páskagjöf handa henni Hafdísi. Og ekki Börnin blása, mála og skemmta sér Hún var einlæg gleðin sem skein úr augum barnanna þriggja sem komu í heimsókn í hús í Aust- urbænum til að leggja sitt af mörkum til páskaskrauts. Þau blésu úr hænueggjum, máluðu þau og skreyttu eftir eigin höfði. Einbeittar Kría og Jóhanna vönduðu sig mikið. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 Lambakjöt er uppáhald margra enda er það viðeigandi við flest tilefni. Það á ekki síst við um páskahelgina. Á vefsíðunni lambakjöt.is má finna fjöldann allan af uppskriftum þar sem lambakjöt er í forgrunni. Meðal annars má þar finna uppskrift að lambahrygg að hætti mömmu. Það hentar þeim sem vilja halda í hefð- irnar. Aðrir vilja eitthvað nýtt og geta ekki hugsað sér sama gamla hrygg- inn með sömu gömlu brúnu sósunni ár eftir ár. Þeir geta fundið upp- skriftir á borð við hægeldað lamba- læri í smjöri með hvítlauk, krydd- jurtum og kryddjurta-bearnaisesósu eða lambaframhryggjarsneiðar með kanil, kummin og smjörbaunum í tómatkjötsósu. Hvort sem fellur bet- ur að smekk fólks er ljóst að sælkerar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á þessari vefsíðu. Vefsíðan www.lambakjot.is Endalausir möguleikar Hægt er að elda lambakjöt á ýmsa vegu. Lambakjöt að hætti mömmu Margir nota páskana til þess að fara í ferðalag, í sumarbústað eða á skíði. Aðrir vilja vera heima í róleg- heitum í faðmi fjöskyldunnar. Fyrir þá er tilvalið að fara að orðum Mugisons og grípa í spil um páskana. Gott er að hrista hópinn saman í góðri samverustund með spil við hönd. Í spilum kemur gjarn- an fram hið sanna eðli fólks sem lætur grímuna falla í leik. Fátt veld- ur meiri kátínu en að sjá pabba með kjánalæti eða mömmu leika hest. Hægt er að finna spil sem all- ir fjölskyldumeðlimir hafa gaman af. Jafnvel spurningaspil sem inni- heldur misþungar spurningar eftir aldri fjölskyldumeðlima. Eins geta allir haft gaman af gamla góða ól- sen-ólsen. Endilega … … Spilið spil um páskana Morgunblaðið/Ernir Spil Gaman getur verið að grípa í spil og allir geta verið með. Gullsmiðirnir Erling Jóhannesson og Þorbergur Halldórsson taka þátt í leiðsögn um Rætur, sýningu á ís- lenskri samtímaskartgripahönnun, í Hafnarborg í dag, laugardag 7. apríl kl. 15. Sýningin gefur innsýn í heim íslenskrar skartgripahönnunar og þær ólíku rætur sem gullsmiðir og skartgripahönnuðir leita í varðandi hugmyndir, efnisval og aðferðir. ,,Skartgripahönnun snýst að miklu leyti um fagurfræði. Við reynum að leiða gesti sýningarinnar í gegnum þetta. Fólk sem sýnir verk sín þarna hefur fjölbreyttan bakgrunn og það gefur fólki sem kemur tækifæri til að kynnast hönnun skartgripa frá ólík- um sjónarhornum. Sumir eru mennt- aðir gullsmiðir af gamla skólanum en svo eru aðrir sem eru iðnhönnuðir,“ segir Þorbergur. Erling og Þorbergur lærðu gull- smíði við Iðnskólann í Reykjavík og skartgripahönnun við Scuola Lorenso de Medici á Ítalíu. Þorbergur er einn- ig útskrifaður frá Gullsmíðaháskól- anum í Kaupmannahöfn en Erling hefur sótt ýmis framhaldsnámskeið við Institut for Ædelmetal í Kaup- mannahöfn. Báðir hafa þeir áralanga reynslu af starfi við gullsmíði. Sýning á samtímaskartgripahönnun Leiðsögn um skartgripi Morgunblaðið/Golli Skartgripir Til sýnis í Hafnarborg. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Meirapróf Næsta námskeið byrjar 11. apríl 2012 Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.