Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 Texti: Helgi Bjarnason Myndir: Ragnar Axelsson G rundartangi er vinnu- staður hátt í þúsund manna. Iðnaðar- og at- hafnasvæðið hefur því mikla þýðingu fyrir fjölda heimila á Akranesi, í Hval- fjarðarsveit og Borgarfirði og á höf- uðborgarsvæðinu. Stóru framleiðslu- fyrirtækin, Norðurál og Elkem, eru grunnurinn en þar hafa byggst upp og eru að koma nokkur fyrirtæki sem þjóna stóriðjunni og önnur minni framleiðslufyrirtæki. Unnið er skipulega að enn frekari aukningu. Kísiljárnverksmiðja Elkem var byggð á Grundartanga undir lok átt- unda áratugarins og samhliða var fyrsti áfangi Grundartangahafnar gerður. Síðan hefur mikið vatn runn- ið til sjávar. Álver Norðuráls tók til starfa fyrir fjórtán árum og er nú langstærsta fyrirtækið á svæðinu. Fyrsta skipið kom í höfnina 1978. Þangað til álverið tók til starfa sigldu þangað innan við 100 skip á ári. Skipakomur hafa aukist ár frá ári og á síðasta ári fóru yfir 300 skip um höfnina. Grundartangahöfn var upphaflega í eigu sveitarfélaga og sýslunefnda í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum og Akraneskaupstaðar. Höfnin er nú hluti af Faxaflóahöfnum þar sem Reykjavíkurborg á meirihluta. Nýjum fyrirtækjum vel tekið Nokkrar vélsmiðjur og önnur fyr- irtæki sem þjóna Norðuráli og El- kem hafa komið sér upp aðstöðu á Grundartanga, sérstaklega vél- smiðjur. Nefna má Héðin, Stálsmiðj- una, GTT, Meitil og Hamar. Hamar er að ljúka smíði húss fyrir starfsemi sína og þar verður glæsileg aðstaða. Önnur fyrirtæki veita mikilvæga þjónustu, til dæmis við löndun, ör- yggisgæslu, rekstur mötuneytis. Loks má nefna að eitt algerlega óskylt fyrirtæki hóf þar framleiðslu á árinu 2010, Lífland sem rekur fóð- urverksmiðju á hafnarsvæðinu. Starfsmenn fleiri fyrirtækja vinna mikið á Grundartanga þótt þau hafi þar ekki starfsstöðvar. Stálsmiðjan áformar að koma þarna upp slipp, þegar kemur að endurnýjun Slippsins í Reykjavík- urhöfn. Nýjustu sprotarnir eru tvö endur- vinnslufyrirtæki sem bæði tengjast áliðnaði. Það eru GMR Endur- vinnslan sem er að reisa verksmiðju til að endurvinna stál frá álverum og brotamálm frá söfnunarfyrirtækjum og Kratus sem hyggst endurvinna álgjall. Miðað við þau áform sem þekkt eru má áætla að fjárfest verði fyrir 20 milljarða króna á Grundartanga á árunum 2007 til 2013. „Þetta er besta iðnaðarsvæði landsins. Hér er öflug grunnþjónusta sem á eftir að aukast,“ segir Arthur Garðar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri GMR, þegar hann er spurður um ástæður þess að fyr- irtækið ákvað að byggja endur- vinnslustöðina þar. Hann bætir við að á Grundartanga séu öflugir tengi- möguleikar við raforkukerfið og góð höfn með reglubundnum skipaflutn- ingum. Afurðir úr stálinu sem unnið er fyrir álverin er skilað aftur til fyr- irtækjanna þar sem það er nýtt aft- ur. Arthur segir að afurðir úr endur- unnum brotamálum verði fluttar út. Um 20 störf verða í endurvinnslu- stöð GMR sem áætlað er að hefji framleiðslu í byrjun næsta árs. Fimm til sex starfsmenn til viðbótar verða hjá Kratusi sem er að reisa endurvinnslustöð fyrir álgjall skammt frá lóð GMR og tekin verður í notkun í sumar. Álendurvinnslan vinnur fyrir álverksmiðjurnar og skilar afurðunum þangað. „Okkur hefur verið vel tekið og gaman að sjá þessa uppbyggingu,“ segir Arnar Jónsson, verkefnisstjóri við báðar endurvinnslustöðvarnar. Stækkuð höfn og athafnasvæði Hvalfjarðargöngin, sem tekin voru í notkun 1998, gjörbreyttu aðstöðu til uppbyggingar á Grundartanga. Iðn- aðarsvæðið varð raunverulega hluti af stærsta atvinnusvæði landsins. Faxaflóahafnir eiga töluvert land- rými til að stækka höfnina og at- hafnasvæðið. Unnið hefur verið að skipulagningu í nokkur ár. Hafnargerð er hagkvæm við Grundartanga, að sögn Gísla Gísla- sonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna. Dýpi er hæfilegt og auðvelt að koma upp aðstöðu fyrir djúprist skip. Þá er landið kjörið til framkvæmda. Viðlegukantar hafnarinnar eru alls 650 metrar að lengd og möguleikar á að tvöfalda þá og rúmlega það. Gísli segir að ákveðið hafi verið að lengja kantana nú um 120 til 130 metra. Skipulagðar hafa verið 80-90 lóðir á nýja iðnaðarsvæðinu. „Innviðirnir eru nógu sterkir til að taka við frek- ari uppbyggingu. Við erum komnir í þá stöðu að við getum leitað eftir fyr- irtækjum sem við teljum falla vel að framtíðaráætlunum okkar. Það eru minni framleiðslufyrirtæki sem hafa þörf fyrir hafnarstöðu og skapa störf og umsvif í kringum sig en valda lág- marksröskun á umhverfinu,“ segir Gísli og nefnir Lífland og endur- vinnslufyrirtækin sem dæmi um það. Hann tekur fram að stóriðjan verði áfram kjölfestan á iðnaðar- svæðinu en ekki sé áformað að fjölga svo plássfrekum fyrirtækjum. Ekki hefur tekist að landa mörg- um samningum um erlenda fjárfest- ingu hér á landi á undanförnum ár- um. Gísli segir að athafnasvæðið sé kynnt í samstarfi við Íslandsstofu. Margir hafi komið til að skoða en ekki sé verið að auglýsa það sér- staklega. „Við reynum að velja þá kosti sem við teljum henta okkur,“ segir hann. „Stærsta breytingin fyrir okkur er að við erum ekki lengur „sveitar- félagið Grundartangi“ heldur hluti af starfseminni hér,“ segir Einar Þor- steinsson, forstjóri Elkem Ísland, um fjölgun fyrirtækja á Grund- artanga. Hann segir að unnt sé að samnýta ákveðna þjónustu með öðr- um fyrirtækjum og nýju fyrirtækin bæti þjónustuna og auki lífið á svæð- inu. Tækifæri í orkunni Einn af kostum Grundartanga- svæðisins er að þar er öflugur tengi- punktur við raforkukerfið og Lands- net er að undirbúa styrkingu háspennuvirkja sem auka munu öryggi við afhendingu orku. „Raf- orkan er grundvallaratriði. Hún þarf að vera fyrir hendi,“ segir Gísli þegar hann er spurður um ógnanir við upp- byggingu á Grundartanga. Nokkuð er af ónotaðri orku í kerfinu eins og er en sífellt verið að fækka mögu- leikum til að virkja til atvinnu- uppbyggingar á Suðvesturlandi. Til- lögur um að skipa rennslisvirkjunum í neðrihluta Þjórsár í biðflokk í stað nýtingarflokks eru dæmi um það. „Í orkunni eru fólgin tækifæri til atvinnusköpunar. Ég get vel skilið að það þurfi að ganga af hófsemd um orkuauðlindirnar en orkan er ígildi atvinnu. Ef við viljum vinna á at- vinnuleysinu þurfum við að virkja þessa auðlind,“ segir Gísli. Grundartangi er í Hvalfjarðarsveit sem nýtur góðs af uppbyggingunni þar. Akranes er þó kannski skýrasta dæmið um stað sem byggir tilveru sína að verulegu leyti á atvinnu sem þangað er sótt. „Við eigum mikið Fjölbreytt- ari flóra á Tanganum  Ný fyrirtæki byggja sig upp á Grundartanga í skjóli stóriðjuveranna  Hafnargarðurinn lengdur og skipulagðar 80 til 90 lóðir  Hafnarstjórinn vill fá minni framleiðslufyrirtæki með hafnsækna starfsemi sem valda lágmarksröskun á umhverfinu Ný verksmiðja Hús GMR Endurvinnslunnar potast upp úr jörðinni. Hún á að taka til starfa með um 20 starfs- mönnum í upphafi næsta árs. Unnið verður úr teinum úr álverum og brotamálmi frá söfnunarfyrirtækjum. Faxaflóahafnir eru að undirbúa endurheimt Katanestjarnar sem var við Grundartanga. Hún var ræst fram og hvarf að mestu um miðja síðustu öld. Tjörnin er fræg fyrir Katanesdýrið sem sást í tjörn- inni á síðari hluta nítjándu aldar. Vorið 1876 sögðu smaladrengir frá bæjunum Katanesi og Galt- arholti frá einkennilegu kvikindi sem þeir urðu varir við og líktu við stóran hund. Eftir því sem tíminn leið og fleiri töldu sig sjá dýrið breyttust lýsingar og dýrið varð að einkennilegri ófreskju með marg- breytt útlit. Það sást helst í ljósa- skiptunum og þá í flóanum norðan Katanestjarnar. Fólk varð hrætt og vildi ekki fara þarna um nema ríðandi. Bændur óskuðu eftir stuðningi landshöfð- ingja við að vinna á dýrinu og réðu góðan skotmann, Andrés Fjeldsted frá Hvítárvöllum, til þess. Ekkert dýr fannst og lengi á eftir var leitað að skýringum á því hvað þarna hafi verið á ferðinni. Ekki er vitað til þess að Katanesdýrið hafi hrellt starfsmenn álvers Norðuráls sem eru næstu nágrannar tjarnarinnar. Katanestjörn var upphaflega 20 hektarar. Bændur grófu skurð til sjávar í viðleitni sinni við að ná dýr- inu og smám saman var tjörnin ræst fram. Þar er nú deiglendi með nokkrum litlum tjörnum. Frárennslisskurðum verður lok- að í þeim tilgangi að endurheimta tjörnina. Vonast er til að það glæði fuglalíf sem þarna er þó nokkurt. Reynt að endurheimta Katanesdýrið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.