Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Bétveir Bétveir, barnabókSigrúnar Eldjárn um tví-höfða furðuveru, komfyrst út árið 1986. Bókin
hefur nú verið endurútgefin með
spánnýjum myndum höfundarins.
„Það er góð tilfinning að endur-
vekja góðan vin og hressa upp á
hann,“ segir Sigrún. „Þessi endur-
útgáfa er þó eiginlega fremur endur-
vinnsla því að ég gerði alveg nýjar
myndir í bókina og lagaði textann að-
eins til, stytti og gerði hnitmiðaðri.
Þetta er bók sem fjallar um það hvað
bækur eru merkilegar. Því þessi
furðuvera, hann Bétveir, kemur utan
úr geimnum til að kynna sér fyrir-
bæri sem hann veit ekki til hvers er
og hefur bara séð í gegnum stóran
kíki á stjörnunni sinni. Fyrirbæri þar
sem mörg blöð með táknum og
myndum eru föst saman og fólk flett-
ir af mikilli ánægju og virðist
skemmta sér svo vel við að skoða.
Bétveir er kominn til jarðarinnar til
að kynna sér hvað þarna er á ferð-
inni. Hann hittir krakka og konu sem
skrifar stundum bækur, kynnist ull-
arsokkum og kakói en aðallega þó
bókum. Þetta er grímulaus bóka-
áróður.“
Skipti þessi bók máli fyrir þinn
feril?
„Já, ég held það jafnvel. Ég hef
allavega rekist á það núna þegar hún
er að koma út aftur að margir muna
vel eftir henni og að fólk sem er orðið
fullorðið núna las hana í æsku og man
vel eftir sögunni. Þegar bókin kom út
á sínum tíma markaði hún á vissan
hátt tímamót í barnabókaútgáfu því
hún var prentuð í fjórlit, sem þótti
mikið í lagt fyrir barnabók. Ég gerði
svo síðar aðra bók um Bétvo sem
heitir Axlabönd og bláberjasaft. Þar
fer strákurinn Áki og heimsækir
Bétvo á plánetuna hans og kynnir sér
hans heim. Hittir meðal annars
systkini hans sem heita Efimm og
Kánía.
Ég fór nýlega á bókamessuna í
Leipzig meðal annars með bókina um
Bétvo. Áður var ég búin að gera hekl-
aða útgáfu af geimverunni sem er
svona 60 cm á hæð með þreifurum.
Þessi dúkka kom með mér til Þýsla-
lands og gerði lukku. Heklaði Bétveir
fékk svo að fara áfram þaðan á barna-
bókamessuna í Bologna, án mín. Nú
er hann kominn heill heim.“
Sigrún er í hópi 34 teiknara sem
sýndu á sýningunni Phobophobia í
Bíó Paradís. Þeir sem misstu af sýn-
ingunni geta skoðað fóbíumyndirnar
á vefsíðunni muses.is þar sem þær
eru bæði til sýnis og sölu. Sýningin
var gerð í tengslum við Hönnunar-
mars og teiknararnir unnu vegg-
spjöld sem sýna ógnvænlegan og
stundum kómískan heim fóbíunnar.
„Við völdum okkur þetta þema af því
að það er til ógnarlangur listi yfir alls
konar fóbíur sem fólk er haldið og
margar hverjar kalla á skemmtilegt
myndefni,“ segir Sigrún. „Allir gátu
fundið eitthvað á listanum sem höfð-
aði til þeirra og útkoman er stór-
skemmtileg og fjölbreytt. Ég valdi
mér fóbíu sem heitir hexakosioihex-
ekontahexaphobia og er óttinn við
töluna 666, sem er víst tala djöfulsins
eða tala dýrsins. Ég veit að margir
eru hræddir við þessa tölu en ég er
það nú reyndar ekki. Það má segja að
þetta val hafi gefið mér færi á að á
búa til hálfgerða hryllingsmynd.“
Hvað ertu að gera þessa dag-
ana?
„Núna er ég að vinna í þriðju
bókinni í Safnaseríunni svokölluðu.
Fyrri bækurnar heita Forngripa-
safnið og Náttúrugripasafnið og þessi
á að heita Listasafnið. Þar gerist auð-
vitað ýmislegt dularfullt og snúið sem
tengist myndlist, gömlum listaverk-
um og uppátækjasömum samtíma-
listamönnum. Mér finnst gaman að
skrifa seríubækur. Þegar maður hef-
ur skapað persónur sem maður er
sáttur við og ánægður með þá er gott
að geta leyft þeim að lifa áfram og
þróast og dafna.“
Þú myndskreytir bækur þínar
sjálf. Þannig að þú vinnur fjölbreytta
vinnu með því að vinna bæði með
texta og myndir.
„Það finnst mér einmitt svo
skemmtilegt. Að geta gert hvort
tveggja og láta það fléttast saman í
sköpunarferlinu. Myndirnar skreyta
textann og textinn skreytir mynd-
irnar. Ég hef alltaf litið svo á að texti
og myndir séu jafnrétthá í mínum
bókum, að minnsta kosti í myndabók-
um eins og Bétveim þar sem textinn
er ekki mjög langur. Í Safnaseríunni
og fleiri bókum sem ég hef gert er
textinn hlutfallslega mun meiri en
myndirnar en samt legg ég áherslu á
að hafa mikið myndefni þar líka. Í
Safnabókunum eru til dæmis fjöl-
margar blýantsteikningar. Það hafa
fjölmargir foreldrar sagt mér að
börnin þeirra hafi náð tökum á lestr-
arkúnstinni í mínum bókum og þar
hafi myndirnar létt undir og haldið
áhuganum á textanum lifandi.
Fyrir utan alla þessa bókagerð
er ég svo líka alltaf að vinna við ann-
ars konar myndir, teikningar, mál-
verk og annað, sem ekki tengjast
bókum nokkurn skapaðan hlut heldur
eru sjálfstæð myndverk.“
Það er stöðugt verið að ræða um
börn og bækur. Hefurðu áhyggjur af
því að börn lesi minna og skilji æ
minna í því sem þau lesa?
„Sem betur fer er mikið talað um
þetta þessa dagana. Það hafa komið
fram ískyggilegar tölur um minnk-
andi lestur og við verðum sífellt að
vera á varðbergi. Fullorðið fólk, for-
eldrar og aðrir þurfa að vera af-
skaplega vakandi fyrir þessu og sýna
gott fordæmi. Ef fyrirmyndirnar lesa
ekki þá er eins víst að krakkarnir lesi
ekki heldur. Ég veit samt að það er til
fullt af krökkum sem lesa alveg heil-
mikið sér til gagns og gamans en svo
eru líka aðrir sem ná aldrei almenni-
lega tökum á að lesa sér til ánægju og
fróðleiks sem er sorglegt, því góður
lesskilningur er frábær og mik-
ilvægur grundvöllur fyrir svo margt í
lífinu. Við þurfum að gæta þess vel að
vera góðar fyrirmyndir fyrir krakk-
ana, lesa bækur, skrifa bækur og
hvetja þau til að lesa.“
Grímulaus
bókaáróður
Barnabók Sigrúnar Eldjárn, Bétveir Bétveir, hefur
verið endurútgefin. Sigrún gerði nýjar myndir fyrir
þessa nýja útgáfu. Hún vinnur nú að bókinni Lista-
safnið sem er þriðja bókin í Safnaseríu hennar.
Það hafa fjölmargir for-
eldrar sagt mér að börn-
in þeirra hafi náð tökum
á lestrarkúnstinni í mín-
um bókum og þar hafi
myndirnar létt undir og
haldið áhuganum á text-
anum lifandi.
Sigrún Eldjárn Myndirnar
skreyta textann og textinn
skreytir myndirnar. Ég hef allt-
af litið svo á að texti og myndir
séu jafnrétthá í mínum bókum.
Ótti Ég valdi mér fóbíu sem heitir
hexakosioihexekontahexaphobia og
er óttinn við töluna 666.
Um páskana eru síðustu forvöð að sjá
sýninguna Hjálmar R. Bárðarson í
svarthvítu sem stendur í Myndasal
Þjóðminjasafns Íslands. Hjálmar var
afkastamikill áhugaljósmyndari og
gaf út fjölda bóka með myndum af
landi og þjóð. Á sýningunni getur að
líta svarthvítar myndir úr safni hans,
bæði landslagsmyndir og listrænar
myndir. Safnið er opið á skírdag,
föstudaginn langa og laugardaginn 7.
apríl kl. 11-17 en lokað er á páskadag
og annan í páskum. Ljósmyndaferill
Hjálmars R. Bárðarsonar, fyrrverandi
siglingamálastjóra, spannaði tæp
áttatíu ár. Hann lifði þrjú skeið í ljós-
myndatækni; svarthvítar myndir, lit-
myndir og stafrænar myndir. Í safni
hans eru um 70 þúsund svarthvítar
myndir frá tímabilinu 1932 til 1988 en
nýjar eftirtökur hafa nú verið gerðar
eftir úrvali þessara mynda. Samhliða
sýningunni kom út sýningarskrá með
úrvali mynda af sýningunni.
Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu
Afkastamikill áhugaljósmyndari
Aska Þúsundir mynda eru í safni
Hjálmars R. Bárðarsonar.
Grindavíkurbær og Bláa lónið bjóða
upp á menningar- og sögutengda
gönguferð fyrir alla fjölskylduna
mánudaginn 9. apríl, á annan í
páskum. Gangan hefst kl. 11.00 á
bílastæði Bláa lónsins.
Í ferðinni er ætlunin að leiðsögu-
maðurinn Guðbjörg Ásgeirsdóttir
fari yfir náttúru og sögu svæðisins.
Gengið verður frá Rauðhóli, fram
með Skipstíg og haldið austur að
norðurhlíðum Þorbjarnarfells og
inn á Baðsvelli. Margir hellar og
skútar eru á þessari leið, þar á
meðal Dýrfinnuhellir. Sagt er að
Dýrfinna hafi falið sig þar með
börn sín af ótta við Tyrki. Baðs-
vellir eru í neðanverðu fjallinu Þor-
birni og tengjast þeir sögu um
þjófagengi sem þar baðaði sig og
hélt til í Þjófagjá í fjallinu. Endar
gangan í Bláa Lóninu.
Menningar- og sögutengd gönguferð í Grindavík
Morgunblaðið/Eggert
Gönguferð Gott er að hvíla lúin bein í Bláa Lóninu eftir gönguferð.
Gengið um söguslóðir
Stundum flott stundum
bara eitthvað rugl.....
Taktu mynda-
vélina alltaf
með þér hvert
sem þú ferð
Lomo truflar
ekki líf þitt,
Lomo er hluti
af lífinu
Notaðu hana
alltaf á nóttu
sem degi
Prófaðu að
taka mynd frá
mjöðminni
Ekki hugsa
rassgat um af
hverju þú ert
að taka mynd
Ekki hafa
áhyggjur af
einhverjum
reglum