Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 12-36 mánaða binditími Engin útborgun Ábyrgðar- og kaskótrygging Bifreiðagjöld 20.000 km á ári Sumar- og vetrardekk Þjónustuskoðanir og smáviðhald Leigð´ann Eigð´ann Nýlegir bílar Allir í toppástandi Fara í gegnum gæðaskoðun AVIS Þriggja daga reynsluakstur www.avisbilar.is S. 5914000 ... og krækja sér í bíl á frábæru verði! til þess að fara inn á avisbilar.is 11 ástæður Nýttu svalirnar allt árið um kring idex.is - sími: 412 1700 - merkt framleiðsla Skjól Lumon svalagler veitir skjól gegn rigningu og roki. Mjög einfalt er að opna svalaglerið og renna því til og frá. Hljóð- og hitaeinangrun Svalaglerin veita hljóð- og hita- einangrun sem leiðir til minni hljóðmengunar innan íbúðar og lægri hitakostnaðar. Óbreytt útsýni Engir póstar eða rammar hindra útsýnið sem helst nánast óbreytt sem og ytra útlit hússins. Auðveld þrif Með því að opna svalaglerið er auðvelt að þrífa glerið að utan sem að innan. Stækkaðu fasteignina Með Lumon svalaglerjum má segja að þú stækkir fasteignina þína þar sem þú getur nýtt svalirnar allan ársins hring. hefur svalaglerin fyrir þig! Hrunið allt í fangið fékk. Flúðu lyddur argar. Situr einn á sakabekk. Saknar Ingibjargar. Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum notið meiri lýðhylli en sam- bærilegir flokkar ann- ars staðar á Norð- urlöndunum. Óvenjulegir yfirburðir í blaðaútgáfu eiga þar ef- laust drjúgan þátt, svo og nafnið, sem er tengt frelsis- og sjálfstæð- isbaráttu þjóðarinnar og fangar því ungar og ómótaðar sálir – það þekki ég sjálfur. Bros- leg foringjadýrkun hef- ur löngum þótt loða við flokksfólk og svokölluð „hjúameðvirkni“, sem oft hefur verið spilað á. Þannig hefur hið mikla launþega- fylgi Sjálfstæðisflokksins, sem aðrir norrænir hægriflokkar geta ekki státað sig af, gefið bábiljunni um „flokk allra stétta“ töluverðan sann- færingarkraft. En þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur. Þegar helsti hrunvaldurinn er sam- kvæmt skoðanakönnunum að end- urheimta fyrra fylgi er ekkert skrít- ið þótt manni komi í hug að við Íslendingar séum heimskari, sið- blindari og meiri höfð- ingjasleikjur en nor- rænir frændur okkar. Enginn í brúnni? Á áttunda áratug síðustu aldar er ég var í förum hjá Eimskip og stóð hundavaktina þegar gamli Tungu- foss öslaði myrkar öldurnar fyrir Skag- en, einhverja fjölförn- ustu skipaleið á norð- urhveli, var notaleg tilfinning að bera ekki ábyrgð á þeirri sigl- ingu. Ég þurfti aðeins að éta stefnubreyt- ingar upp eftir stýri- manni, framkvæma þær og skima eftir siglingaljósum ann- arra skipa og breyt- ingum á þeim. Okkar vökuli og varkári skip- stjóri, Björn Kjaran, kom líka oft upp þegar svona stóð á, ekki síst þegar stýrimenn voru nýgræðingar og jafnvel af þeim smávegis kaup- staðarlykt, að ekki sé nú minnst á þegar þoka bættist við náttmyrkrið. Þegar íslenska þjóðarskútan sigldi upp í klettana 2008 spurði maður mann: Hvernig gat þetta gerst? Var myrkur eða þoka og rad- arinn bilaður? Voru stórsjóir og sterkir straumar? Sjókortin týnd, stýrið farið, náði ankerið ekki botni eða var enginn í brúnni? Frést hafði af svokölluðum skipherra nokkru fyrr, ásamt Ingibjörgu, fyrsta stýri- manni, í útlöndum þar sem þau sungu saman af hjartans lyst: Stolt siglir fleyið mitt stórsjónum á, sterk- legur skrokkurinn vaggar til og frá. Þessi sami kafteinn seldi sig og sinn flokk kjósendum 2007 fyrst og fremst út á „trausta efnahagsstjórn“ og varð vel ágengt. En í afdölum hér vestur við Djúp vissi þó hvert mannsbarn að nýyrðið „að hardera“ merkti að vera vilja-, getu-, ráð- og rænulaus. Landsdómsskrípaleikur Nei það var svo sannarlega eng- inn Björn Kjaran á þessum örlaga- vettvangi 2007 og 2008 og sjálfgefið að aðalsyndaselurinn færi fyrir landsdóm, ásamt hrunríkisstjórninni eins og hún lagði sig, seðlabanka- stjórum og forstjóra fjármálaeftir- litsins. En samspillingin grisjaði hópinn með mannúðarsjónarmið að leiðarljósi svo Geir mátti einn hírast á sakabekknum. Og þá hélt skrípa- leikurinn áfram því ekki skyldi al- menningur njóta útvarps eða sjón- varps frá yfirheyrslum og mál- flutningi. Þó liggur það fyrir að silkihanskarnir náðu að minnsta kosti upp að olnbogum því hvað er eitt „svokallað“ þjóðarskipbrot milli vina? Öll lætin við að bjarga Geir frá landsdómi eru illskiljanleg í ljósi þess að hann fagnaði sjálfur þang- aðkomu til að geta útskýrt að síðasta spölinn hefði hvorki ríkt þingræði né lýðræði á þjóðarskútunni heldur bankaræði, sem hann hefði alls ekki getað farið gegn. Enda ekkert vitað, sér hefði verið sagt ósatt um stefnu, sjólag og veðurútlit, aðrir verið í brúnni og hann því alsaklaus. Á landsfundi flokksins bað hann þó sjálfstæðismenn af einhverjum ástæðum afsökunar en restin af þjóðinni mátti éta það sem úti fraus. En þar sem þorri landsdómsfólks er skipaður eða kosinn af bláu hendinni þarf varla að efast um niðurstöð- urnar. Strandkafteinninn Eftir Indriða Aðalsteinsson » Brosleg for- ingjadýrkun hefur löngum þótt loða við flokksfólk og svokölluð „hjúa- merðvirkni“, sem oft hefur verið spilað á. Indriði Aðalsteinsson Höfundur er bóndi á Skjaldfönn við Djúp. Það er mikill hug- ur í bæjarstjórn og starfsmönnum Garða- bæjar þessa dagana. Við búum ekki aðeins við traustan og góðan fjárhag heldur sýnir nýleg könnun okkur að íbúar bæjarins eru almennt ánægðari með þjónustu sveitar- félagsins en íbúar annarra sveitarfé- laga. Þessar góðu niðurstöður gefa okk- ur vind í seglin og hvetja okkur til að halda áfram að leita leiða til að gera sí- fellt betur. Þjónustukönnun Capacent var gerð í október sl. í 16 stærstu sveit- arfélögum landsins. Fyrirtækið hefur nú tekið út niðurstöðurnar fyrir Garðabæ. Í stuttu máli sagt kemur þar fram að mikil ánægja er með þjónustu Garðabæjar við íbúa sveitarfélagsins. Ríflega 94% íbúanna telja að það sé gott að búa í Garðabæ og bærinn fær hæstu einkunn allra sveitarfélag- anna þegar spurt er hversu ánægðir íbúar séu með þjónustu bæjarfélagsins almennt. Hæstur í sjö spurningum af 11 Alls eru 11 spurningar í könn- uninni þar sem spurt er út í við- horf íbúa til ólíkra þátta í þjón- ustu viðkomandi sveitarfélags. Garðabær er það sveitarfélag sem kemur best út í svörum við sjö af þessum 11 spurningum. Í svörum við einni spurningu var bærinn í öðru sæti, í þriðja sæti í tveimur og fimmta í einum. Garðabær er efstur á blaði í spurningum um almenna ánægju með bæinn sem búsetustað og um þjónustu sveitarfélagsins almennt. Hann er líka í fyrsta sæti þegar spurt er um ánægju með skipu- lagsmál, með gæði umhverfis í ná- grenni við heimili, þjónustu við barnafjölskyldur, þjónustu grunnskóla bæjarins og loks ánægju með viðbrögð starfsfólks á bæj- arskrifstofum við er- indum íbúa. Síðasta spurningin var aðeins lögð fyrir þá sem höfðu samskipti við bæjarskrifstofur á undangengnum tveim- ur árum. Garðabær raðast í annað sæti í spurn- ingu um ánægju með þjónustu leikskóla og í þriðja sæti í spurn- ingum um þjónustu við eldri borgara og aðstöðu til íþróttaiðk- unar. Í svörum við spurningu um hvernig Garðabær sinnir menningarmálum rað- ast bærinn í fimmta sæti. „Kúltúr“ sem skilar árangri Ekki er hægt að segja annað en að þessar niðurstöður séu mjög góðar fyrir Garðabæ og segi okk- ur að bæjarstjórn, stjórnendur og allir starfsmenn eru í góðum tengslum við íbúa og leggja sig fram við að mæta kröfum þeirra. Eina af ástæðum þess tel ég vera að okkur hafi tekist að skapa það sem ég kalla „vinningskúltúr“ í starfsemi bæjarins. Það ríkir mik- ill metnaður í öllum okkar stofn- unum og starfsfólki finnst eðlilegt að gera þá kröfu að vera fremst á sínu sviði. Það er mjög dýrmætt þegar slíkur andi myndast á vinnustað og það skilar árangri eins og tölurnar sýna okkur. Á haustmánuðum munum við leggja ítarlegri könnun fyrir íbúa Garðabæjar þar sem kafað verður dýpra ofan í einstaka þætti þjón- ustunnar. Þannig getum við greint hvað það er á hverju sviði sem íbúar eru ánægðir með og hvar við getum bætt okkur enn frekar. Ég þakka Garðbæingum fyrir það traust sem þeir bera til sveit- arfélagsins. Ánægðir íbúar Eftir Gunnar Einarsson Gunnar Einarsson » Íbúar Garða- bæjar eru almennt ánægð- ari með þjón- ustu sveitarfé- lagsins síns en íbúar annarra sveitarfélaga. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.