Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 Atvinnuauglýsingar Raðauglýsingar 569 1100 Háskólalest Háskóla Íslands leggur aftur af stað í langferð um landið og heimsækir fjóra áfangastaði í ár. Þar verður bæði boðið upp á námskeið úr Háskóla unga fólksins fyrir nemendur í eldri bekkjum grunnskóla og blásið til vís- indaveislu fyrir yngri sem eldri. Á hundrað ára afmæli Há- skóli Íslands á sl. ári var tímamótunum fagnað víða um land með svokallaðri Há- skólalest sem ferðaðist um landið við miklar vinsældir. Lögð var áhersla á lifandi vís- indamiðlun til ungs fólks og fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Viðtökur voru góðar og þeir atburðir sem efnt var til voru fjölsóttir. Nú á vordögum leggur lestin af stað á ný með fræði og fjör fyrir landsmenn. Í maí verða heimsóttir fjórir áfangastaðir: Kirkjubæjar- klaustur, Siglufjörður, Grindavík og Ísafjörður. Í Háskólalestinni verða valin námskeið úr Háskóla unga fólksins fyrir grunn- skólanemendur en að auki verður slegið upp litríkum vísindaveislum fyrir alla heimamenn með stjörnuveri, sýnitilraunum, eldorgeli, mælingum og pælingum að ógleymdu Sprengjugenginu landsfræga. sbs@mbl.is Leggja af stað í lestarferð Tilraunir Vísindin efla alla dáð, orti skáldið góða.  Háskólalestin á fjórum stöðum Heimild skattstjóra til endur- greiðslu á virðisaukaskatti af vinnu iðnaðarmanna á bygg- ingastað við endurbætur á íbúðar- og sumarhúsum gildir áfram út þetta ár og átakið Allir vinna varir fram í byrjun næsta árs. Stjórnvöld í sam- starfi við SVÞ, Samtök versl- unar og þjónustu, VR og Samtök iðnaðarins hafa hrundið af stað herferð til að minna á átakið og birtast aug- lýsingar um það á næstunni. Árangur mældur Capacent mældi árangur Allir vinna árið 2010. Þá kom í ljós að þúsundir heimila voru sammála að öllu eða miklu leyti þeirri staðhæfingu að farið hefði verið í fram- kvæmdir í eigin ranni fyrst og síðast sakir þess að hægt var að fá virðisaukaskatt vegna aðkeyptrar vinnu iðnaðar- manna endurgreiddan alveg í botn. Er því áfram haldið með þessi kostakjör. sbs@mbl.is Vaskur áfram end- urgreiddur af vinnu Smíði Iðnaðarmenn á fullu og skattaafsláttur af vinnu. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.