Morgunblaðið - 07.04.2012, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 07.04.2012, Qupperneq 42
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 Atvinnuauglýsingar Raðauglýsingar 569 1100 Háskólalest Háskóla Íslands leggur aftur af stað í langferð um landið og heimsækir fjóra áfangastaði í ár. Þar verður bæði boðið upp á námskeið úr Háskóla unga fólksins fyrir nemendur í eldri bekkjum grunnskóla og blásið til vís- indaveislu fyrir yngri sem eldri. Á hundrað ára afmæli Há- skóli Íslands á sl. ári var tímamótunum fagnað víða um land með svokallaðri Há- skólalest sem ferðaðist um landið við miklar vinsældir. Lögð var áhersla á lifandi vís- indamiðlun til ungs fólks og fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Viðtökur voru góðar og þeir atburðir sem efnt var til voru fjölsóttir. Nú á vordögum leggur lestin af stað á ný með fræði og fjör fyrir landsmenn. Í maí verða heimsóttir fjórir áfangastaðir: Kirkjubæjar- klaustur, Siglufjörður, Grindavík og Ísafjörður. Í Háskólalestinni verða valin námskeið úr Háskóla unga fólksins fyrir grunn- skólanemendur en að auki verður slegið upp litríkum vísindaveislum fyrir alla heimamenn með stjörnuveri, sýnitilraunum, eldorgeli, mælingum og pælingum að ógleymdu Sprengjugenginu landsfræga. sbs@mbl.is Leggja af stað í lestarferð Tilraunir Vísindin efla alla dáð, orti skáldið góða.  Háskólalestin á fjórum stöðum Heimild skattstjóra til endur- greiðslu á virðisaukaskatti af vinnu iðnaðarmanna á bygg- ingastað við endurbætur á íbúðar- og sumarhúsum gildir áfram út þetta ár og átakið Allir vinna varir fram í byrjun næsta árs. Stjórnvöld í sam- starfi við SVÞ, Samtök versl- unar og þjónustu, VR og Samtök iðnaðarins hafa hrundið af stað herferð til að minna á átakið og birtast aug- lýsingar um það á næstunni. Árangur mældur Capacent mældi árangur Allir vinna árið 2010. Þá kom í ljós að þúsundir heimila voru sammála að öllu eða miklu leyti þeirri staðhæfingu að farið hefði verið í fram- kvæmdir í eigin ranni fyrst og síðast sakir þess að hægt var að fá virðisaukaskatt vegna aðkeyptrar vinnu iðnaðar- manna endurgreiddan alveg í botn. Er því áfram haldið með þessi kostakjör. sbs@mbl.is Vaskur áfram end- urgreiddur af vinnu Smíði Iðnaðarmenn á fullu og skattaafsláttur af vinnu. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.