Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 39
búin að hitta Boga sinn. Hann þurfti ekki að bíða lengi eftir henni, því aðeins er ár síðan hann lést. Við Ragnar vottum öllum að- standendum hennar okkar inni- legustu samúð. Ólöf Gestsdóttir (Lóa). Dúna frænka mín er lögð í sína hinstu för. Rétt tæplega eitt ár skilur á milli þeirra sæmd- arhjóna Dúnu og Boga. Það eitt og sér, að vera ekki lengi að- skilin, er táknrænt fyrir þessi samhentu, fallegu hjón eftir rúmlega hálfrar aldar farsælt hjónaband. Ég þykist vita að hún frænka mín er hvíldinni feginn úr því sem komið var og vel hef- ur verið tekið á móti henni af þeim ástvinum sem á undan eru farnir. Hún hélt reisn sinni til hinstu stundar. Það var notalegt og gott samtal sem ég átti við hana í síma fyrir stuttu, þar tal- aði hún af miklu æðruleysi um lífið og tilveruna. Þrátt fyrir að eitt kynslóðabil skilji á milli okkar höfum við ætíð verið góðar vinkonur. Það var svo gaman að spjalla við hana um menn og málefni. Hún þekkti marga og var vel að sér um hagi fjölskyldunnar. Allir skiptu hana máli og ekki fór ég og mín fjölskylda varhluta af því. Aldrei hitti ég hana eða talaði við hana í síma án þess að hún spyrði um hagi minna barna og barnabarns. Ég var svo lánsöm á ung- dómsárum mínum í Vestmanna- eyjum að eiga þessa góðu fjöl- skyldu að. Aldrei var nokkurt mál að leita á Heiðarveginn eftir hjálp með sitthvað sem ég þurfti aðstoð við og margt kenndi hún mér. Dúna var mikil húsmóðir og mér er minnisstætt búrið hennar í kjallaranum sem var nánast í mínum augum eins og meðal- kjörbúð. Mikil og falleg handa- vinna liggur eftir hana og þykir mér vænt um að eiga enn fallegu peysusettin sem hún sendi börn- unum mínum og eru enn í notk- un. Það er ekki hægt að láta hjá líða að minnast gjafmildi hennar og gestrisni. Hún vildi alltaf vera að gefa og gleðja. Ferðum mínum til Vest- mannaeyja hefur fækkað seinni ár en í hvert sinn sem ég hef átt viðkomu þar hef ég litið til henn- ar í Áshamarinn og nú síðustu misseri upp á elló. Síðasta heim- sóknin mín til hennar var í sept- ember sl. og það var góð stund. Hún sagði mér meðal annars frá 80 ára afmælinu sínu sem nýlega var afstaðið þar sem allir hennar nánustu ættingjar og vinir komu saman og það var auðséð á henni að hún naut þess dags mikið vel. Börnum, tengdabörnum, barnabörnum, og öðrum ástvin- um sendi ég mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Hve sárt það er okkur að sjá eftir þér, hér skuggarnir ríkja og dapurlegt er, nú nótt er í huga og hjarta. Þín minning mun lifa um ókomin ár, að endingu hverfur vor tregi og tár, við öll munum brosið þitt bjarta. Þú óhrædd gengur á frelsarans fund, fölskvalaus ætíð var sál þín og lund, í faðmi hans hvíld þú munt finna. Huga oss veitir það heilmikla fró, á himnum þú dvelur í friði og ró, í umhyggju ástvina þinna. (Grímur Sigurðsson) Elsku frænka mín, „hafðu þökk fyrir allt og allt“. Guðrún Óla. Í dag kveð ég góða vinkonu mína, Guðrúnu Þorsteinsdóttur, sem ávallt var kölluð Dúna. Á langri ævi er margs að minnast, en við Dúna höfum ver- ið vinkonur frá því við vorum litl- ar stelpur í barnaskóla. Ég vandi komur mínar að Arnarfelli, æskuheimili Dúnu. Í fyrsta skipti sem ég kom þangað var hún að kveikja upp í kolaeldavél sem þá var á hverju heimili. Það þótti mér merkilegt því þessu hafði mér aldrei verið trúað fyrir. Að því loknu hellti hún upp á könn- una og bauð mér kaffi og þá fannst mér ég aldeilis vera mað- ur með mönnum. Dúna var ábyrgðarfull enda elst systkina sinna og þurfti því oft að passa þau yngri. Þær voru miklar vinkonur Lilja mamma hennar og hún, enda spjallaði Lilja við okkur eins og jafningja og sagði okkur margt sem hún hafði upplifað á fyrri hluta síð- ustu aldar. Svo liðu æskuárin og Dúna fór að vinna í apótekinu í Eyjum og ég fór til London og við skrif- uðumst alltaf á. Eitt sinn bar til tíðinda þegar bréf kom frá henni þar sem hún tjáði mér að hún væri trúlofuð honum Boga á Kirkjuhól. Þegar ég kom aftur heim til Íslands var hún gift kona og elsta barnið hennar komið í heiminn. Ég flutti til Reykjavík- ur og við tóku húsbyggingar og barnauppeldi hjá okkur báðum. Dúna eignaðist fallegt heimili sem alltaf var gaman að heim- sækja. Ég fór iðulega með mína fjölskyldu í heimsókn og alltaf tóku þau Dúna og Bogi höfðing- lega á móti okkur. Mínum börn- um fannst viss ævintýraljómi yf- ir heimsóknum til Eyja. Þar fengu þau að kynnast ýmsu skemmtilegu, til dæmis að sleppa lundapysjum með þeirra börnum sem þau höfðu fangað kvöldið áður í bænum og eitt sumar vann dóttir mín 14 ára í fiski í Eyjum og bjó þá hjá þeim og við gott atlæti. Mörgum árum seinna fluttum við hjónin til Svíþjóðar. Ég á dýrmætar minningar frá því þegar Dúna heimsótti okkur. Þá skruppum við vinkonurnar niður til Kaupmannahafnar og spókuð- um okkur á Strikinu og þá var Dúna í essinu sínu. Um sextugsaldurinn fór heilsu Dúnu að hraka og eitt áfallið tók við af öðru. Öllu því tók hún þó með jafnaðargeði. Þá fluttu þau hjónin að Hraunbúðum og bjuggu þar við gott atlæti í sátt við Guð og menn, en Bogi lést fyrir einu ári. Ég bið Guð að blessa minn- ingu Dúnu vinkonu minnar og um leið votta ég allri fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð. Hjördís (Dísa) í Lambhaga. Góð vinkona mín hefur kvatt þetta líf. Margs er að minnast í gegnum árin, allt góðar minning- ar. Dúna og Bogi, Finnbogi Ólafsson, voru samrýnd hjón. Bogi féll frá fyrir ári og nú er Dúna farin til hans. Með þeim hjónum og fjölskyldu áttum við Óli minn margar ógleymanlegar ánægjustundir. Það var sannar- lega gott að eiga þau að í Eyjum. Góð heim að sækja og fagnaðar- gestir í borginni. Við Dúna sátum saman frá fyrsta bekk í barnaskóla og út Iðnskólann í Vestmannaeyjum. Aldrei féll skuggi á okkar vin- skap og minningarnar eru allar jákvæðar. Við gengum til liðs við Skátafélagið Faxa á sama tíma. Skátatíminn var skemmtilegur, fundirnir, útilegurnar, sjóferð- irnar og félagsskapurinn. Það voru forréttindi að alast upp í Eyjum. Tíminn líður, við giftum okkur á svipuðum tíma og við tók bú- skapur og barneignir. Dúnu vin- konu fór allt svo vel úr hendi. Þegar við hittumst heima hjá henni í júlí í fyrra leit hún svo vel út og ég hugsaði með mér: Hún Dúna á mörg ár eftir. Svona er lífið ótrúlegt, en „hvað er að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sól- skinið?“ (Kahlil Gibran) Ég þakka allar góðu stundirn- ar og bið Guð að blessa kæra vin- konu og fjölskyldu hennar. Ég votta börnum og ástvinum mína innilegustu samúð. Guðlaug K. Runólfsdóttir (Lauga). 24 tíma vakt Sími 551 3485 Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947 ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ ÚTFA RARÞJÓNUSTA MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 ✝ Helgi Árnasonvar fæddur að Hvallátrum í Rauðasandshreppi 19. mars 1949. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu 29. mars 2012. Foreldrar hans eru Árni Helgason, f. 15.2. 1922, d. 23.1. 2011, frá Tröð í Kollsvík, og Anna Hafliðadóttir, f. 29.6. 1927, frá Miðbæ á Hval- látrum. Systkini Helga eru; Hafliði, f. 1950, Erna, f. 1952, Halldór, f. 1956, Ólafur, f. 1957, Rúnar, f. 1959, Ásbjörn Helgi, f. 1965, Jón, f. 1970, og Dómhild- ur, f. 1972. Helgi kvæntist 26. desember 1976 Ingibjörgu G. Sigurð- ardóttur, f. 25.11. 1954. Börn; 1) Þór Þórðarson, f. 1.9. 1973, sambýliskona Sonja Gísladóttir. 2) Sigrún Helgadóttir, f. 30.12. 1975, börn: Þórður Helgi, Guð- mundur Ingi og Guðrún Ben- ney. 3) Árni Helgason, f. 16.4. 1978. 4) Fjóla Helgadóttir, f. 3.6. 1981, maki Arngrímur Vil- hjálmsson, börn; Ásthildur Erla, Vilhjálmur Svanberg og Guðlín María. 5) Ólöf Helgadóttir, f. 4.7. 1988, sambýlismaður Jón Birgir Jóhannsson, dóttir: Aldís nám við Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Vet- urna 1965-67 stundaði hann nám við Bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist það- an sem búfræðingur árið 1967. Helgi lærði húsasmíðar hjá ömmubróður sínum Gunnari Össurarsyni á áttunda áratugn- um og tók sveinspróf í húsa- smíðum árið 1987. Helgi tók meirapróf í Reykjavík árið 1973. Árið 1974 keypti hann sinn fyrsta vörubíl. Upp frá því var hans aðalstarf vörubílaakst- ur og starfaði hann sem verk- taki við snjómokstur og vega- gerð. Síðustu áratugina hefur hann sinnt snjómokstri á Klett- shálsi ásamt fjölda annarra verkefna. Hann vann ýmis störf til sjós og lands og var alla tíð stoð og stytta foreldra sinna og systkina. Meðal annars stofnaði hann og rak útgerð í samstarfi við föður sinn, ásamt því að smíða bátinn Fönix BA 33. Hann vann með afa sínum Haf- liða Halldórssyni við smíðar hjá Páli Guðfinnssyni og var einn af stofnendum Hafnar sf. bygging- arfélags. Hann var í stjórn vörubílstjórafélagsins Fáks á Patreksfirði og var búfjáreft- irlitsmaður í Vestur-Barða- strandarsýslu, ásamt því að sinna fjölda trúnaðarstarfa. Útför Helga fer fram frá Pat- reksfjarðarkirkju í dag, 7. apríl 2012, kl. 14. Heba. 6) Steinunn Anna Helgadóttir, f. 17.6. 1990. 7) Hildur Helgadótt- ir, f. 25.3. 1992. 8) Guðrún Helgadótt- ir, f. 25.3. 1992, sambýlismaður Friðbjörn Steinar Ottósson. Helgi og Ingibjörg skildu árið 1998. Helgi kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni Ásdísi Ásgeirs- dóttur, f. 25.2. 1952, hinn 25. febrúar 2007. Börn: 1) Anna Heiða Ólafsdóttir, f. 29.6. 1974, maki Richard Warren Davis. 2) Dagný Ólafsdóttir, f. 1.9. 1976, d. 29.9. 1997. 3) Guðný Ólafs- dóttir, f. 4.9. 1977, maki Arve M. Sverkmo, börn: Sverre Ant- on og Elvira. 4) Egill Ólafsson, f. 8.7. 1983, sambýliskona Stein- unn G. Einarsdóttir, sonur: Benedikt Einar. Helgi ólst upp í Neðri-Tungu í Örlygshöfn. Hann byggði hús- ið Ás í Örlygshöfn og bjó þar frá árinu 1976 til ársins 1998. Frá árinu 1998 til dauðadags bjó hann á Patreksfirði. Hann gekk í farskóla í Rauðasands- hreppi og einn vetur í ung- lingaskóla á Patreksfirði. Vet- urinn 1964-65 stundaði hann Elsku pabbi. Það er eins og tíminn líði ekki neitt. Hvenær vöknum við öll upp af þessum draumi? Það getur ekki verið satt að þú sért farinn. Maður eins og þú ætti að vera eilífur. Við erum þakklát fyrir allt sem þú gafst okkur, það er enginn sem getur hafa átt eins ævintýraríka barn- æsku og við. Að búa í sveitinni í Örlygshöfn, fallegasta stað jarð- ríkis. Ekkert er betra en það og það gafst þú okkur. Það eru nú varla margir sem áttu refi í stað hunda eða gæsarunga í stað páfa- gauka. Svo ótal margar minning- ar sem koma upp í huga okkar, eins ólíkar og við erum mörg. Við gætum þeirra eins vel og hvert annars. Í hjarta okkar munum við geyma minninguna um þig sem hina mestu gersemi. Við munum brosandi augun, háan hláturinn og viljann til að rétta ávallt hjálp- arhönd, ef þörf var á, hvort sem verkið var smátt eða stórt. Við bú- um ávallt að því að vera börn Helga úr Ási, bestu meðmæli sem hægt er að hugsa sér, það vita þeir sem þig þekktu. Núna ertu farinn frá okkur. Flaugst á vængjum upp til himna og þú verður þar ævilangt sem engillinn okkar allra. (Höf. Hildur og Guðrún Helgadætur, 2002) Elsku pabbi, við söknum þín svo óendanlega mikið. Við elskum þig. Biðjum að heilsa afa og von- um að bátasmíðin gangi vel, það vantar víða menn til vinnu. Þór, Sigrún, Árni, Fjóla, Ólöf, Steinunn Anna, Hildur og Guðrún. Helgi bróðir varð bráðkvaddur, var fréttin sem Halli bróðir færði mér á fimmtudagsmorgun, tíminn stöðvast og eins og hann fari ekki af stað aftur. Þú varst aldrei á hraðferð, hvað lá á, þú fórst alltof fljótt, hvers vegna er spurningin sem við fáum ekki svör við nú, þú sem fagnaðir alltaf nýjum degi. Ég ætlaði ekki að fara í sveitina þessa vikuna og skrifa minning- arorð um bróður okkar. Ég hlakk- aði til að njóta samvista við hann í sveitinni okkar í Ási. Sólin skín eins og alltaf í minningunum um þig. Sorgin er yfirþyrmandi þegar ég sit við litla gula eldhúsborðið þitt á efri hæðinni og rita þessi orð. Hér hefur oft verið margt um manninn, hér er saga Helga bróð- ur og barnahópsins hans og Ingu. Seinni árin var þetta vin í daglegu amstri og ákaflega ánægjulegt að geta notið góðra stunda þegar neðri hæðin varð okkar Ásbjarnar bróður fyrir 10 árum. Þetta eld- hús geymir margar minningar sem allir geta yljað sér við sem þekktu Helga. Snemma að morgni yfir kaffibolla eða seint að kvöldi og fram á rauða nótt, Hafn- armúlinn rauðglóandi þegar sólin kom upp að nýju. Hvert sem litið er rifjast upp minningar um þig. Sveitin verður aldrei eins og áður, átthagarnir okkar. Margs er að sakna, einatt vissir þú af ferðum okkar vestur, aldrei var farið af stað öðruvísi en í þig væri hringt og þú fylgdist með þangað til áfangastað var náð. Það var eins og ég væri ein á ferð þessa leið þar sem þetta símtal átti sér ekki stað nú. Stundum komu fyrir lítilvæg óhöpp á leið- inni, sprungið dekk eitt eða tvö, það var nóg að vera litla systir Helga og þá var málunum bjarg- að, eða keyrt á kind og fyrsti mað- urinn til að hringja í var Helgi bróðir og málin voru leyst með uppbyggilegum orðum. Þú varst hvers manns hugljúfi, örlátur, traustur og klettur í lífi þeirra sem þekktu þig. Ávallt tilbúinn að rétta hjáparhönd hve- nær sem var að nóttu sem degi. Traustur þegar eitthvað bjátaði á og rausnarlegur þegar það átti við. Helgi fagnaði hverjum degi og það oftar en einu sinni, hann hélt upp á 60 ára afmælið sitt þrisvar og það var ógleymanlegt hverju sinni. Helgi á marga vini sem nutu samvista við hann og hann vildi að allir fengju að njóta, örlátari og vinsælli mann meðal vina er vart að finna. Pabbi tekur þér fagnandi á himnum en ekki átti hann von á þér svona fljótt, þú varst auga- steinninn hans og mömmu, þið skuddist saman þangað til við finnum ykkur á himnum. Missir okkar og ástvina þinna er mikill, en harmur barnanna þinna, barnabarna, Ásdísar og mömmu er mestur. Megi guð styrkja okkur öll á þessum tímum. Dómhildur Árnadóttir, litla systir. Í dag er lagður til hinstu hvílu mágur minn Helgi Árnason. Betri og hjálplegri mann var ekki hægt að hugsa sér, í hans huga voru vandamálin aðeins til að leysa þau. Margar ánægjustundir höf- um við fjölskyldan átt með þeim Ásdísi í Ási í Örlygshöfn. Þegar við í félagi við Dómhildi systur Helga eignuðumst neðri hæðina á Ási voru þau Helgi og Ásdís boðin og búin til að hjálpa til við lagfær- ingar, veita gistingu og sjá um að öllum liði vel. Þegar laga þurfti þakið á húsi móður minnar var Helgi fyrstur til að hjálpa og síðar þegar hún flutti mætti Helgi með góða menn með sér til að flytja dótið hennar. Helgi var góður og traustur vinur sem allir gátu leit- að til, stoð og stytta foreldra sinna og eftir að faðir hans lést fyrir að- eins rúmu ári sinnti hann móður sinni af einstakri natni. Í veikind- um mínum studdi hann við bakið á Ásbirni bróður sínum og sýndi vel hversu tryggur og traustur hann var. Við hjónin urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að fara með honum, Ásdísi eiginkonu hans og fleira góðu fólki í frí erlendis í síð- asta mánuði. Þessi ferð skilur eftir ómetanlegar minningar um góðan og kærleiksríkan mann sem kvaddi allt of snemma. Mig og fjölskyldu mína langar til að senda Ásdísi og börnum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum) Helga Snorradóttir. Helga Árnasyni kynntumst við þegar hann kom inn í líf Ásdísar systur okkar skömmu fyrir síð- ustu aldamót. Bæði áttu þá hálf- uppkomin og uppkomin börn af fyrra hjónabandi, voru lífsreynt fólk á miðjum aldri eins og sagt er. Þau voru nokkurn tíma að draga sig saman áður en þau hófu bú- skap á Patreksfirði 2001 og giftu sig loks á afmælisdegi Ásdísar 25. febrúar 2007. Kynni okkar af Helga voru því ekki löng en þau voru öll á einn veg. Hann Helgi hennar Ásdísar, eins og við nefndum hann alltaf í okkar hópi, var vel gerður maður, rólegur og traustur. Hann var stöðugt að og sinnti öllu af natni, hvort heldur starfi sínu, fjöl- skyldu eða vinum. Í dag rifjum við upp hversu auðvelt var að leita til hans og hversu hjálpfús hann var. Síminn hans hringdi jafnt að nóttu sem degi og hann var alltaf tilbú- inn, hvenær sem kallið kom. Frá honum fór enginn bónleiður til búðar. Samband Helga og Ásdísar var einstakt. Þau voru stolt hvort af öðru og þakklát fyrir að fá að vera saman. Þau vissu að hamingjan er heimafengin og lögðu sig fram um að njóta hvers dags. Það fór enda ekki fram hjá neinum að þeim leið vel saman. Hvort heldur hvunn- dags eða á stærri tímamótum í líf- inu lögðu þau áherslu á að safna í sjóð góðum minningum, en eltust lítt við efnisleg gæði. Síðast fyrir fáeinum vikum brugðu þau sér í helgarferð til Barcelona ásamt nokkrum bræðra Helga og Ásdís- ar og eiginkonum þeirra. Helgi naut sín þar í vinahópi og með blik í auga var skálað fyrir 5 ára brúð- kaupsafmælinu. Lífið brosti við þeim. En skjótt skipast veður í lofti. Aðeins fjórum vikum eftir heim- komuna er Helgi allur. Önnu, aldraðri móður Helga, Ásdísi eiginkonu hans, börnum Helga og systkinum hans, börn- um Ásdísar, fjölskyldu hans allri og venslafólki sendum við samúð- arkveðjur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Blessuð sé minning góðs drengs. Anna Guðný Ásgeirsdóttir. Þegar við fórum að venja kom- ur okkar á Patreksfjörð, í þeim til- gangi að gera þar upp gamalt hús, tókust brátt góð kynni við ná- granna okkar þau Helga og Ás- dísi. Ekki leið á löngu áður en ég fór að leita í reynslusmiðju Helga eft- ir góðum ráðum og aðstoð, kom maður þar aldrei að tómum kof- unum. Á hann stóran þátt í því að ég sá mér kleift að flytjast til Pat- reksfjarðar og fyrir aðkomu- manninn var Helgi ótæmandi uppspretta fræðslu og góðra ráða. Eftir því sem ég kynntist Helga betur áttaði ég mig á að þar fór einstakur maður sem kunni þá list að lifa í litlu samfélagi í sátt við umhverfi sitt. Helga lá gott orð til allra en ekkert skorti á húmor og góðlátlegt grín. Við Helgi urðum góðir vinir og gerði ég ekki ráð fyrir öðru en að hans myndi njóta við um ókomin ár. Er nú skarð fyrir skildi í litlu samfélagi þar sem hlutverk Helga var stórt og eins og einn vinur okkar sagði: „Stundum verða menn góðir við að deyja en með Helga dó góður maður.“ Ásdísi, fjölskyldu og stórum frændgarði Helga votta ég inni- lega samúð. Gunnlaugur Björn Jónsson. Helgi Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.