Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 52
AF LISTUM Örn Þórisson orn@mbl.is John Carter er bíómyndin semallir tala um en enginn ferað sjá. Í byrjun vikunnar gaf Disney út afkomu- viðvörun á hlutabréfa- markaði vegna fyrir- sjáanlegrar lélegrar af- komu fyrirtækisins sem rekja má beint til stór- myndarinnar John Car- ter sem frumsýnd var í byrjun mars. Hvernig gerðist það að mynd sem kostaði 250 millj- ónir dollara að fram- leiða og skartaði ung- um og efnilegum leikstjóra gat fallið algjörlega í aðsókn? Er myndin svona léleg eða eru einhverjar aðrar ástæður fyrir lélegu gengi myndarinnar?    Um leið og maður veltirþessum spurningum fyrir sér er gaman að rifja upp fimm verstu flopp kvikmyndasögunnar, a.m.k. fram að útgáfu John Car- ter. Efst á lista er jafnan vestra- epíkin Heaven’s Gate frá 1980. Afar ójöfn mynd sem inniheldur þó stórkostleg andartök, en hún nýtur þess vafasama orðspors að hafa farið með kvikmyndaverið United Artists alla leið á haus- inn. Hæpið að John Carter setji Disney á hliðina þó að músin kveinki sér. Um gamanmyndina Ishtar (1987) með Dustin Hoffman og Warren Beatty í að- alhlutverkum er lít- ið fallegt að segja. Hörmungarmynd sem batnar ekki með aldrinum. Gigli (2003) með Ben Af- fleck og Jennifer Lo- pez er vond mynd og flestum gleymd nema bókhaldi framleiðend- anna. Mars Needs Moms frá því í fyrra á það sameiginlegt með John Carter að vera frá Disney og í þrívídd, auk þess að tapa ótrúlegum upphæðum. Water- world Kevins Costners frá 1995 kemst í fimmta sæti á þessum óopinbera lista yfir tapsárustu myndir sögunnar. Líkt og John Carter er Waterworld metn- aðarfullur vísindaskáldskapur, þar sem stórmennskubrjálæði leikstjórans keyrði ágætismynd út af sporinu.    Á þessum lista eru það fyrstog fremst Heaven’s Gate og sérstaklega Waterworld sem hægt er að bera saman við John Carter, af þeim ástæðum að þetta eru metnaðarfullar myndir gerðar af ofmetnum en hæfileikaríkum leik- stjórum, með fulla vasa fjár og því miður lítið eftirlit framleið- enda myndanna. John Carter er flott afþreying og stundum brillj- ant skemmtun. Leikstjóranum Andrew Stanton hefur tekist að endurskapa Mars-heim Edgars Rice Burroughs á ævintýranlegan hátt, þannig að aðdáendur bók- anna geta verið sáttir. Af hverju klikkar myndin þá svona illilega? Margir skella skuldinni á mark- aðssetningu myndarinnar og í víð- um skilningi er það rétt nið- urstaða. Það virðist allt hafa klúðrast sem gat klúðrast. Stiklur úr myndinni voru lélegar og náðu engri athygli. Leikstjórinn Stant- on neitaði að kynna myndina á Comicon-hátíðinni sem virðist vera skilyrði fyrir fantasíu- og s/ f-myndir til að árangur náist. Einnig hafnaði hann því að vísa til fyrri afreka sinna, leikstjórn á teiknimyndunum vinsælu, Wall-e og Finding Nemo, af ótta við að áhorfendur tækju hann ekki al- varlega vegna barnamynda hans. Mesta skyssa Stantons er þó lík- lega að trúa því að John Carter væri vörumerki á borð við Bat- man, Spider Man eða Tarzan, svo nefnd sé önnur persóna sem Burroughs skapaði. Blindaður af æskuaðdáun sinni á bókaflokki Burroughs um stríðsmanninn Car- ter, taldi Stanton óþarfa að kynna persónuna að ráði og breytti upp- haflegum titli myndarinnar úr John Carter of Mars í fábrotinn John Carter.    Framleiðendum hefði átt aðvera ljóst í upphafi að það yrði þungur róður að selja nútím- anum nærri aldar gamlar sögur í bíóformi. Harðkjarnaaðdáendur bóka Edgars Rice Burroughs gátu aldrei staðið undir risavaxinni fjárfestingu Disney í verkefninu, það þurfti að höfða til fleiri kvik- myndahúsagesta, líkt og James Cameron tókst að gera með Ava- tar á sínum tíma. Vísindaskáld- sagnaepík á borð við Mars-sögur Burroughs er e.t.v. gamaldags á tímum vélmennamynda eins og Transformers og fleiri. Fyrir hverja Star Wars-mynd sem slær í gegn fara Waterworld, Dune og aðrar á hausinn. Nú verða aðdá- endur John Carter að vona að Disney gefist ekki upp þrátt fyrir miklar afskriftir, heldur haldi áfram með myndaflokkinn, byggi upp gamla vörumerkið, þannig að sómi verði að stríðsmanninum á Mars og hans fólki. Myndin sem enginn sér en allir ræða » Gigli frá 2003 meðBen Affleck og Jennifer Lopez er vond mynd og flestum gleymd nema bókhaldi framleiðendanna Stórtap Úr kvikmyndinni John Carter sem bíógestir hafa sniðgengið. 52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 Fjallað er um nýjasta fjölspil- unarleik fyrirtækisins CCP, DUST 514, með jákvæðum hætti í tímarit- inu Forbes og segir höfundur greinarinnar að hugsanlega muni leikurinn valda straumhvörfum hvað slíka leiki varðar. Þeir sem leiki DUST geti átt samskipti og viðskipti við notendur annars leikjar CCP, EVE Online, og þá m.a. óskað eftir liðstyrk frá þeim en einnig barist við þá. Þessi sam- tvinnun leikjanna tveggja er að mati greinarhöfundar, Eriks Kains, einhver svalasta hugmynd sem kviknað hefur í heimi tölvuleikja um langt skeið. Kain vonast til þess að DUST 514 slái í gegn og segir að ef vel takist til með leikinn gæti hann haft áhrif á leikjaþróun til framtíðar. DUST 514 er sk. fjölspil- unar-skotleikur fyrir PlayStation 3- leikjavélar SONY og fer fram á plánetum í sama sýndarheimi og EVE Online en Eve Online hóf göngu sína árið 2003 og er leikinn í PC-tölvum. DUST 514 tengir því saman leikjaheim PC- og leikja- tölva og það hefur ekki verið gert áður í sögu tölvuleikja. Sýndarheimur Úr nýjum fjölspilunar-skotleik CCP, DUST 514. DUST 514 lofsunginn í Forbes „Sendur í sveit: uppeldi, úrræði, arðrán“ nefnist fyrir- lestur sem Jónína Einarsdóttir, prófessor í mannfræði við HÍ, flytur í húsakynnum Reykjavíkurakademíunnar þriðjudaginn 10. apríl kl. 20. Á síðustu öld var alvanalegt að senda börn úr þéttbýli í sveit yfir sumartímann. Sveitardvölin var talin þroskandi fyrir öll börn, en þó sérstaklega holl börnum sem áttu við vandamál að stríða, t.d. vegna óreglu foreldra, veikinda og fátæktar. „Í erindinu verður fjallað um siðinn að senda börn í sveit og þá sérstaklega hinar mótsagnakenndu lýs- ingar þeirra sem kynntust honum af eigin raun. Margir minnast sveitardvalar sinnar með ánægju og telja að hún hafi verið bæði ánægjuleg og lærdómsrík. Aðrir segja hana hafa einkennst af arðráni, þrælavinnu, harkalegum refsingum og jafnvel ofbeldi. Börn hafi verið blekkt með fagurgala um ævintýri sveitalífsins. Ljótustu lýsingarnar á siðnum hafa þannig einkenni mansals,“ segir m.a. í tilkynningu skipuleggj- enda, en það er Mannfræðifélag Íslands sem stendur fyrir fyrirlestrinum. Var sveitardvölin til góðs eða ills? Jónína Einarsdóttir Tryggðu þér sæti! Miðasala: 551 1200 | www.leikhusid.is | midasala@leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ AUGLÝSIR OPIN INNTÖKUPRÓF VEGNA DÝRANNA Í HÁLSASKÓGI Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 8 til 12 ára og hafa hlotið umtalsverða reynslu í söng, sem og leiklist, dansi eða fimleikum Skráning fer fram í Þjóðleikhúsinu (gengið inn að framanverðu) laugardaginn 14. apríl milli 14.00 og 17.00. Umsækjendur verða svo boðaðir í prufu í vikunni 16.–20. apríl. Fyrir áheyrnarprófin þurfa umsækjendur að læra tvö lög úr sýningunni: Dvel ég í draumahöll og Afmælisvísur Bangsapabba (fyrstu vísu). Bæði lögin sem og allar upplýsingar má finna á heimasíðu leikhússins: leikhusid.is eða á Facebook-síðu Þjóðleihússins. Æskilegt er að umsækjendur komi með upplýsingar um fyrri reynslu ef hún er fyrir hendi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.