Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 Í frétt frá Reykjavíkurborg segirfrá því að kjörsókn í rafrænni íbúakosningu í borginni sem fram fór á dögunum hafi verið að meðal- tali 8%. Þá kemur fram að kjör- sóknin hafi ver- ið misjöfn á milli hverfa, frá 10% og niður í 5%.    Í fréttinni er einnig greint frá þvíað kosningin þyki hafa heppnast vel, en að vísu er ekki sagt hverjum þyki svo vera.    Loks er upplýst að kosningin sébindandi og að verkefnin sem kosin voru verði framkvæmd í sum- ar.    Nú á þetta síðastnefnda vænt-anlega ekki við um jóla- skreytingarnar sem lítill hluti borg- arbúa greiddi atkvæði að settar yrðu upp fyrir næstu jól, en hitt hlýtur að vera umhugsunarvert að kosning með svo lítilli þátttöku skuli vera bindandi.    Nú kann vel að vera að mörgverkefni og jafnvel flest séu til bóta að flestra áliti, en vandinn er sá að enginn veit hvort svo er. Þátttakan í kosningunni var svo lítil að engin leið er að fullyrða að raun- verulegur vilji íbúanna hafi fengist fram.    Vissulega má ætla að vilji þeirra8% sem kusu hafi í megin- atriðum komið fram, en hvað með hin 92%? Er endilega líklegt að þau séu sömu skoðunar? Er ekki tals- verð hætta á, þegar svo fáir taka þátt, að úrtakið gefi skakka mynd?    Og þegar þátttaka í kosningu er8% og kosningin þykir heppn- ast vel, hvað þarf þá til að hún þyki illa heppnuð? Vel heppnuð kosning? STAKSTEINAR Veður víða um heim 6.4., kl. 18.00 Reykjavík 7 súld Bolungarvík 7 alskýjað Akureyri 4 skýjað Kirkjubæjarkl. 12 léttskýjað Vestmannaeyjar 6 súld Nuuk 2 skýjað Þórshöfn 3 skýjað Ósló 2 heiðskírt Kaupmannahöfn 3 skúrir Stokkhólmur 0 skýjað Helsinki 0 alskýjað Lúxemborg 12 léttskýjað Brussel 10 heiðskírt Dublin 10 skýjað Glasgow 12 skýjað London 11 skýjað París 13 heiðskírt Amsterdam 7 skýjað Hamborg 7 súld Berlín 7 skýjað Vín 9 skúrir Moskva 2 heiðskírt Algarve 13 léttskýjað Madríd 10 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 22 léttskýjað Winnipeg 12 skýjað Montreal 6 léttskýjað New York 10 heiðskírt Chicago 7 léttskýjað Orlando 22 skúrir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:22 20:38 ÍSAFJÖRÐUR 6:21 20:49 SIGLUFJÖRÐUR 6:04 20:33 DJÚPIVOGUR 5:50 20:09 Þetta er sannkölluð ævintýraferð um eyjaperlur Kvarner-víkur í Króatíu þar sem Krk eyjan og Dalmatíuströndin taka á móti okkur í allri sinni dýrð. Ferðin hefst á flugi til Mílanó og gist þar fyrstu nóttina. Höldum áfram inn til Króatíu, nánar tiltekið til hinnar fögru eyju Krk, þar sem gist er í 6 nætur í Malinska, vinsælum ferðamannabæ á eyjunni. Þaðan verður farið í skemmtilegar skoðunarferðir, m.a. ekið um Krk og siglt yfir til eyjunnar Cres, sem er ásamt Krk stærsta eyja Adríahafsins. Við heimsækjum Hum, fámennasta bæjarfélag í heimi og borðum saman hádegisverð hjá vínbónda í Pazin. Eftir yndislega daga ökum við suður meðfram Dalmatíuströndinni til Biograd þar sem gist er í 4 nætur. Þaðan verður farið til Split, sögufrægu borgarinnar sem telst með fallegustu borgum landsins. Einnig skoðum við Krka þjóðgarðinn og hina frægu Krka fossa með sinni ólýsanlegu náttúruleiksýningu og borgina Zadar. Eftir yndislega daga og afslöppun í Króatíu verður ekið frá Biograd til Vicenza á Ítalíu og gist þar síðustu nóttina. Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Verð: 279.900 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu og íslensk fararstjórn. www.baendaferdir.is Sp ör eh f. s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R SUMAR 11 6. - 18. ágúst Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar Travel Agency Authorised by Icelandic Tourist Board Eyjaperlur Króatíu „Við vildum færa þennan kveðskap úr hinu hefðbundna kirkjuumhverfi og inn í hrárra rými,“ segir Þórhildur Örvarsdóttir, söngkona og eigandi Hlöðunnar á Akureyri, sem var um- gjörðin utan um óvenjulegan upplest- ur Passíusálmanna á föstudeginum langa. Sálmarnir voru lesnir þar í heild sinni á milli klukkan 13 og 18 í gær. Hlaðan er gömul hlaða sem breytt hefur verið í samkomuhús og tónleikahöll. Hún tekur um 50 manns í sæti en Hlöðuna rekur Þórhildur ásamt manni sínum, Skúla Gautasyni leikara. Aðspurð hvort upplestur sálmanna í hlöðu hafi farið fyrir brjóstið á ein- hverjum segist Þórhildur ekki hafa orðið vör við það. „Það fólk talar alla- vega ekki við mig,“ segir hún hlæj- andi, „það getur nú svo sem vel verið að einhverjum finnist þetta ekki við- eigandi, en ég held að sú hugsun sé svolítið að breytast. Við erum farin að bera meira skynbragð á hversu víða okkar menningararfur liggur. Passíu- sálmarnir eru auðvitað þar á meðal, og þeir eru sameiginleg eign okkar allra,“ segir Þórhildur. „Ef við lítum á hverjir hafa notið sálmanna í gegnum tíðina þá er það almúginn. Þeir voru lesnir í hverju koti á Íslandi og það var ekki bundið neinni stéttaskipt- ingu. Sálmarnir voru lesnir jafnt í fjósi sem höll og við erum að hverfa svolítið aftur til þeirra tíma.“ Kveðskapurinn lifnar við Upplesturinn gekk vonum framar en alls lásu 40 manns upp úr sálm- unum. „Þetta er fólk úr öllum áttum, leikarar, prestar, kennarar og fleiri.“ Eins og gefur að skilja er heilmikið vekefni að lesa sálmana upp í heild, en þegar blaðamaður náði tali af Þórhildi var lesturinn um það bil hálfnaður. „Við erum á áætlun, sem okkur finnst ákveðið afrek,“ segir hún og hlær. „Það er gaman að sjá hvernig þessi magnaði kveðskapur lifnar við í nýju rými,“ segir Þórhildur að lokum. gudrunsoley@mbl.is Passíusálmar Hallgríms lifn- uðu við í hlöðu  Nýbreytni í umgjörð fyrir norðan Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Upp, upp mín sál Séra Hannes Örn Blandon var einn þeirra sem lásu upp úr Passíusálmunum í Hlöðunni á Litla-Garði á föstudaginn langa. Daníel H. Stefánsson var útnefndur ársmeistari Íslands 2011 í svifflugi af svifflugdeild Flugmálafélags Ís- lands eftir að hafa flogið lengstu yf- irlandsflugin á svifflugu það árið. Þetta er annað árið í röð sem Daní- el vinnur til þessara verðlauna en í öðru sæti varð Steinþór Skúlason sem hefur unnið átta sinnum. Í árskeppninni eru gefin stig fyr- ir tvö bestu yfirlandsflug kepp- enda. Tvö lengstu flug Daníels voru samtals rúmir 630 km í hitaupp- streymi en það þykir mjög gott, miðað við aðstæður hér. Áhugi Daníel H. Stefánsson hefur stundað svifflug frá barnsaldri. Ársmeistari í svifflugi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.