Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012
Gylfaflöt 16-18 · 112 Reykjavik · Sími 553 5200 · solo.is
Ásgeir Einarsson
hönnuður
Sindrastólsins
(1927 – 2001)
Í tilefni 50 ára afmælis Sindrastólsins
verða framleidd 50 stk. af stólnum í
sérstakri afmælisútgáfu þar sem hver
og einn stóll verður sérmerktur og
númeraður.
Viðskiptavinir geta valið þá gæru og
litaafbrigði sem þeir vilja á sinn stól
sem gerir hvern stól einstakan.
Stóllinn er alfarið framleiddur á Íslandi.
Söluaðilar: Sólóhúsgögn og
G.Á. Húsgögn
Stóll
162.000 kr.
Skemill
48.000 kr.
Sindrastóllinn
50 ára afmælisútgáfa
(1962 – 2012)
Engin málamiðlun í gæðum
Eykur styrk og þol vöðva
Lengri högg, lægri forgjöf !
Fæst í apótekum, heilsubúðum og Fríhöfninni.
Rannsóknir staðfesta árangur, sjá www.celsus.is
Astazan er öflugt
andoxunarefni sem
kemur í veg fyrir og
lagar eymsli, strengi,
vöðva- og sinabólgur.
Fyrir bak, fætur og hné.
Íþróttafólk og sjúkra-
þjálfarar mæla
með AstaZan.
1 hylk
i á dag
.
Virkar
strax!
Nýleg rannsókn sem unnin var á veg-
um seðlabanka Þýskalands, Bundes-
bank, hefur valdið töluverðu fjaðra-
foki síðustu dagana en þar er því
haldið fram að með auknu hlutfalli
kvenna í stjórnum banka aukist
áhættusækni bankanna.
Rannsóknin skoðaði samsetningu
bankastjórna þýskra banka á tíma-
bilinu 1994-2010 og mældi breytur
eins og menntun, aldur og kyn og
áhrif þeirra á atriði í starfsemi bank-
anna tengd áhættusækni. Niðurstöð-
urnar stangast á við þær fullyrðingar
sem m.a. hafa heyrst á Íslandi, um að
skortur á konum í hópi æðstu stjórn-
enda banka hafi skýrt áhættusækni
íslensku fjármálafyrirtækjanna.
Auk kyns verkuðu hærri aldur og
aukið hlutfall stjórnarmeðlima með
doktorsgráðu einnig til að minnka
áhættuhegðun.
Með minni reynslu
Höfundar rannsóknarinnar benda
á að fyrri rannsóknir sem sýndu fram
á minni áhættuhegðun kvenna í fjár-
málageiranum hafi einkum litið til
stjórnenda og starfsmanna í útlána-
og fjárfestingadeildum en ekki til
æðstu stjórnenda.
Í skýrslu Bundesbank er m.a. bent
á að áhættuaukandi áhrif kvenna
kunni að skýrast af því að nýjar konur
í stjórnum bankanna hafi alla jafna að
baki minni stjórnunarreynslu en nýir
karlmenn.
Lisa Pollack, greinahöfundur Fin-
ancial Times, er ein þeirra sem gagn-
rýna niðurstöður rannsóknarinnar,
m.a. fyrir að leiðrétta ekki betur fyrir
áhrifum stjórnunarreynslu þegar mat
var lagt á áhrif kvenna í stjórnum
banka. ai@mbl.is
AP
Glanni? Verðbréfamiðlari hjá hlutabréfamarkaðinum í Frankfurt að störf-
um, klædd í grímubúning í tilefni af kjötkveðjuhátíð. Rannsókn Bundesbank
bendir til að þótt konur séu síður áhættusæknar t.d. í fjárfestingarstörfum
þá stuðli þær að aukinni áhættuhegðun ef þær sitja í stjórnum banka.
Auka konur
áhættusækni
Rannsókn bendir til að bankar taki
frekar áhættu ef fleiri konur eru í stjórn
Hlutafjárútboð samfélagsvefjarins Facebook
mun fara fram á Nasdaq, að því er heimildir
Wall Street Journal herma. Þykir þetta stór
sigur fyrir Nasdaq sem slegist hefur við NYSE
um þennan safaraíka bita. Facebook-útboðið
þykir styrkja Nasdaq í sessi sem markaður
fyrir hátæknifyrirtæki.
Búist er við að Facebook muni selja hluti
fyrir allt að 10 milljarða dala sem verður
stærsta hlutafjárútboð netfyrirtækis a.m.k. frá
hlutafjárútboði Google árið 2004.
Hlutafjárútboðið fer fram í maí og gæti orðið
með þeim stærstu í sögu Bandaríkjanna. Til
þessa hafa sárafá fyrirtæki náð að rjúfa 10
milljarða dala múrinn, s.s. AT&T, General
Motors og Visa. ai@mbl.is
Útboð Facebook
fer til Nasdaq
Kann að rjúfa 10 milljarða múrinn í maí
AP
Verðmæti Gangi allt að óskum í hlutafjárútboðinu verður um töluverðan hvalreka að ræða fyrir
Facebook. Mark Zuckerberg á góðri stundu, en hann hefur manna mesta ástæðu til að kætast.