Morgunblaðið - 07.04.2012, Síða 21

Morgunblaðið - 07.04.2012, Síða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 Tæki til verklegra framkvæmda Gštus—par VŽls—par Saltdreifarar Umferaršryggisbœnaur Burstar ’ vŽls—pa Vatnsd¾lur A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is Jarðvegsþjöppur - Vatnsdælur - Malbikunarvélar Vinnustaðamerkingar - Vélsópar - Hellulagningatæki Stofnað 1957 Hellulagning verkf¾ri „Þetta er eins og klapp á bakið og sýnir að maður er að gera eitthvað rétt,“ segir Bjarni Jónasson sem stóð uppi sem sigurvegari eftir æsi- spennandi lokamót Meistaradeildar Norðurlands – KS-deildarinnar. Bjarni hafði eins stigs forystu á Sölva Sigurðarson fyrir lokamótið. Þeir voru jafnir eftir fyrri keppn- isgreinina, slaktaumatölt, og ljóst að úrslitin myndu ráðast í skeiði. Bjarni náði góðum tíma í fyrri sprettinum en hestur Sölva hljóp upp. „Það voru allir farnir að óska mér til hamingju en ég sagði að keppnin væri ekki búin enda fór svo að Sölvi jafnaði tíma minn. Ég vissi að ef ég færi á öruggu skeiði í gegn myndi ég vinna. Ég ætlaði að gera það en hesturinn nennti því ekki og fór á betri tíma en í fyrri umferð- inni,“ segir Bjarni þegar hann rifj- ar upp kvöldið. Hann er ánægður með KS-deildina, segir að þar séu sterkustu knaparnir og hestarnir norðanlands og lyfti mótahaldi á hærra plan. Bjarni býr á Sauðárkróki en starfar á Narfastöðum þar sem hann rekur tamningastöð. Segist aðallega þjálfa og sýna kynbóta- hross en er einnig nokkuð í að kaupa hesta og selja. Hann kennir einnig töluvert í Sviss og er staddur þar um páskana, eins og oft áður. „Það þarf að sinna þessu. Við getum ekki beð- ið heima endalaust, þurfum að huga meira að markaðsmálum, fara út og standa með okkar hestum,“ segir Bjarni. helgi@mbl.is Ljósmynd/Rósberg Óttarsson Sigur Bjarni Jónasson fékk peningaverðlaun og bikar fyrir frammistöðuna. Nennti ekki að fara öruggu leiðina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.