Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 54
54 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Heimildarmyndin Walking on Sound,
eða Gengið í hljóði, eftir leikstjórann
Jacques Debs, verður frumsýnd í dag
í Sal 1 í Háskólabíói kl. 17 og er að-
gangur ókeypis en leikstjórinn mun
sitja fyrir svörum að sýningu lokinni.
Í myndinni er fylgst með gerð tónlist-
arleikverksins The Void eftir kontra-
tenórinn Sverri Guðjónsson og hinn
þekkta, japanska slagverksleikara
Stomu Yamash’ta. Yamash’ta hefur
þróað sérstakan tónlistarheim í gegn-
um syngjandi steina sem höggnir
hafa verið til en Sverrir hefur á und-
anförnum árum tekið þátt í spuna-
kenndum verkefnum þar sem þanþol
raddarinnar er kannað til hins ýtr-
asta, eins og hann lýsir því sjálfur.
Tökur fóru fram á Íslandi, í Japan
og Frakklandi og spannar vinnan
nokkur ár. Um verkið segir m.a. í til-
kynningu að það byggist á „ferðalagi
og þróun lífs í gegnum ímyndað völ-
undarhús, sem tengir saman fortíð,
nútíð og framtíð“. Verkið var frum-
flutt í St. Eustach-kirkjunni í mið-
borg Parísar, 9. nóvember árið 2009
og hefur myndin þegar verið sýnd á
sjónvarpsstöðinni Arte og í kvik-
myndahúsum í Frakklandi. Blaða-
maður tók Sverri tali í vikunni og
ræddi við hann um heimildarmyndina
en hún er framleidd af sjónvarpsstöð-
inni Arte, Seylan kvikmyndagerð,
framleiðslufyrirtækinu Les Films
d’ici og Sasakawa.
Ofan í ræturnar
Sverrir segir að fylgst sé m.a. með
sköpunarferli verksins í myndinni og
flutningi á því í París. „Það var
franskt tökulið sem fylgdi okkur þá
eftir og þegar við vorum að vinna
verkið í Kyoto var tekið upp frá kl. 12
til 24 á hverjum degi í mánuð. Síðan
er farið ofan í ræturnar, mínar rætur
hér á Íslandi og rætur Stomu í Japan
og það skoðað svolítið betur, hvernig
það hefur áhrif á hvernig maður
hugsar og hvernig maður hugsar um
sköpun og fylgir því síðan eftir. Það
má því segja að þetta hafi spilað svo-
lítið saman en svo var náttúrlega sýn-
ingin sjálf úti í París sem fór fram í
stórri miðaldakirkju í miðborg Par-
ísar, þar voru sex tökuvélar sem tóku
upp alla sýninguna. Það er þá hægt
að sítera í það, þegar við erum að
vinna í Kyoto og erum á hugmynd-
astigi, hvernig það sprettur síðan
fram í sýningunni. Þannig að myndin
er sett upp þannig, það er farið fram
og til baka í tíma,“ segir Sverrir og
bætir því við að hér sé um óvenju um-
fangsmikið og kostnaðarsamt verk-
efni að ræða og á sama tíma og frum-
sýningin fari fram komi út fallega
hannaður pakki með tveimur mynd-
diskum.
Hugleitt verkið út í gegn
Sverrir segir The Void flokkast
sem music theatre eða tónlistarleik-
hús. Inn í verkið hafi komið klassískt
menntuð söngkona frá Sýrlandi,
Noma, og fjórir Zen-meistarar sem
hafi kyrjað í upphafi sýningar, komið
gangandi inn í kirkjuna og síðan setið
á palli og hugleitt sýninguna út í
gegn, í um eina og hálfa klukkustund.
Japanskur Shakuhachi-flautuleikari
tók einnig þátt í sýningunni sem og
franskur sérfræðingur í yfirtónasöng.
„Þannig að þetta var svolítið fjöl-
breytt, en mjög vel úthugsað í allri
samsetningu og svo er náttúrlega
Stomu að vinna með syngjandi
steina,“ segir Sverrir. Fyrir vikið hafi
hljóðheimurinn orðið svolítið sér-
stakur og með framsetningunni hafi
verkið verið fært nær leikhúsi.
-Þessi leikstjóri, Jacques Debs,
hvaða verk á hann að baki?
„Hann elst upp í Líbanon, ákveður
að hann vilji verða kvikmyndagerð-
armaður og fer 18 ára til Moskvu og
kemst þar inn í þetta gamla meist-
arakerfi, þar sem hann er hjá einum
meistara í fimm ár. Eftir það fer hann
til Parísar og hefur einbeitt sér sér-
staklega að heimildarmyndagerð og
hefur annaðhvort framleitt eða leik-
stýrt yfir 100 þannig myndum, verið
mjög aktífur.
Það má segja að þessi mynd sé eins
konar tónlistarheimildarmynd. Hann
hefur oft unnið verkefni sem sjón-
varpsstöðin Arte hefur tekið þátt í, sú
franska og sú þýska, og er einmitt
núna með annað verkefni sem hann
er að setja í gang sem hann kallar
Apocalypse, eða Ragnarök. Þar teng-
ir hann saman ragnarökin í Völuspá
og Opinberunarbók Biblíunnar.
Þannig að þú færð þessa skoðun úr
norðrinu og suðrinu og tengir það
saman. Hann ætlar svo að vinna
myndina í tengslum við sex borgir
sem hafa einhverra hluta vegna
skipst upp vegna átaka. Þannig að
þetta er mjög sérstakt verkefni og
hann ætlar að kynna það hérna líka
því stór þáttur af Ragnarökum verð-
ur tekinn hér á Íslandi.“
Ferðalag í gegnum ímyndað völundarhús
Félagar Sverrir Guðjónsson með höfundi heimildarmyndarinnar, Jacques Debs, á góðri stundu.
Fallegt Stomu Yamash’ta leikur á
steina í hofi í Kyoto, Zen-meistarinn
Sosho Yamada hlýðir á.
Heimildarmyndin Walking on Sound fjallar um gerð tónlistarleikverks Sverris Guðjónssonar og
slagverksleikarans Stomu Yamash’ta, The Void Kafað í rætur höfunda og sköpunarferlið
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
DV
HHHH
FBL
HHHH
FT
HHHH
MBL
HHHH
PRESSAN.IS
HHHH
KVIKMYNDIR.IS
HHHH
AMERICAN PIE: REUNION Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:20
LORAX 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 2 - 4 - 6
LORAX 2D ENSKT TAL Sýnd kl. 4
LORAX 2D ÍSL TAL Sýnd kl. 2 - 4
HUNGER GAMES Sýnd kl. 7 - 10
SVARTUR Á LEIK Sýnd kl. 8 - 10:15
STERK BYRJUN, MANN
ÞYRSTIR Í MEIRA!
T.V. - Vikan/Séð og Heyrt
HHHH
HEIMURINN FYLGIST AGNDOFA MEÐFór beint á toppinn í USA
„ÁKAFLEGA VEL HEPPNUÐ
ÆVINTÝRAMYND“
A.L.Þ - MBL
HHHH
Þ.Þ. - FRÉTTATÍMINN
HHHH
TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG
BRÁÐSKEMMTILEG OG LITRÍK MYND
FRÁ HÖFUNDUM AULINN ÉG
Sýnd með íslensku
og ensku tali
TVÆR VIKUR
Á TOPPNUM
Miðasala og nánari upplýsingar
DREPFYNDIN MYND SEM GEFUR
FYRSTU MYNDUNUM EKKERT EFTIR!
GLEÐILEGA PÁSKA
OPIÐ ALLA PÁSKANA
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
GLEÐILEGA PÁSKA - OPIÐ ALLA PÁSKANA
TÍMAR OG TILBOÐ GILDA 7. APRÍL TIL OG MEÐ 9. APRÍL
MBL DVPRESSAN.IS
KVIKMYNDIR.IS
T.V. - VIKAN/SÉÐ OG HEYRTA.L.Þ - MBL Þ.Þ. FRÉTTATÍMINN
SÉÐ OG HEYRT/KVIKMYNDIR.IS
DREPFYNDIN MYND SEM GEFUR
FYRSTU MYNDUNUM EKKERT EFTIR!
52.000 MANNS
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
AMERICAN PIE: REUNION KL. 5.50 - 8 - 10.10 12
HUNGER GAMES KL. 5.30 - 8 12
SVARTUR Á LEIK KL. 10.30 16 / LORAX 2D/3D KL. 2 - 3.50 L
TITANIC 3D ÓTEXTUÐ KL. 4 - 8 10
TITANIC 3D ÓTEXTUÐ LÚXUS KL. 4 10
A.P.: REUNION KL. 1 (TILBOÐ) - 3.30 - 5.30 - 8 - 10.30 12
AMERICAN PIE: REUNION LÚXUS KL. 1 - 8 - 10.30 12
LORAX – ÍSLENSKT TAL 2D KL. 1 (TILBOÐ) - 3 L
LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3 - 6 L
HUNGER GAMES KL. 1 (TILBOÐ) - 5 - 8 - 11* 12
SVARTUR Á LEIK KL. 8 - 10.30 16
*ATH: EKKI SUNNUDAGINN 8. APRÍL
OPIÐ ALLA PÁSKANA - GLEÐILEGA PÁSKA
TITANIC 3D ÓTEXTUÐ KL. 5 - 9 10
AMERICAN REUNION KL. 8 - 10.30 12
LORAX – 3D / 2D KL. 3 (TILBOÐ) / KL. 3 (TILBOÐ) L
HUNGER GAMES KL. 3 (TILBOÐ) - 6 - 9 12
THE VOW KL. 5.30** L
SVARTUR Á LEIK KL. 3** - 5.30 - 8 - 10.30 16
**ATH: EKKI LAUGARDAG