Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 13
Ben Chompers hjá Hveiti og smjöri gefur hér lesendum girnilega upp- skrift að amerískum kanilsnúðum. Tilvalið í páskadögurðinn. Amerískir kanilsnúðar 235 ml heit mjólk (45°C) 2 egg, við stofuhita 75 g bráðið smjör 615 g hveiti 1 tsk salt 100 g sykur 2½ tsk ger Fylling 260 g púðursykur 2½ msk kanill 90 g bráðið smjör Aðferð: Brjótið eggin í skál af volgu vatni til að þau nái upp hita og séu ekki ísköld. Bræðið smjörið í potti og hitið mjólkina (þetta skal gert í potti og ekki örbylgjuofni). Ef brauðvél er til á heimilinu skal setja í hana mjólk, egg, smjör, hveiti, sykur, ger og salt og stilla á deigstillinguna (dough cycle). Ef slík vél er ekki fyrir hendi skal leysa gerið upp í volgri mjólk og bæta síðan afganginum af hráefn- unum við. Hnoðið þá deigið þar til það er orðið mjúkt og setjið loks viskastykki yfir skálina og geymið á heitum stað í klukkutíma. Eftir að deigið hefur hefast skal fletja það út í 40 x 55cm rétthyrn- inga. Blandið síðan saman púður- sykri og kanil í skál. Penslið brætt smjör yfir hlutana og stráið síðan sykur- og kanilblöndunni yfir. Rúll- ið deiginu upp eftir styttri hliðinni þannig að rúllan sé 40 cm breið. Skerið rúlluna síðan í 12 hluta og setjið í eldfast mót (eða plötu eftir smekk). Látið deigið hefast aftur í 45 mínútur en eftir hálftíma er rétt að hita ofninn í 200°C. Bakið snúð- ana í 13-15 mínútur á undir- og yfir- hita en síðustu þrjár til fimm mín- úturnar aðeins á undirhita. Þannig verða snúðarnir ekki of dökkir að ofan en botninn bakast jafnt. Stytt- ið bökunartímann ef þið viljið að snúðarnir séu klístraðir að amer- ískum hætti. Fylgist vel með snúð- unum í ofninum og passið að þeir ofbakist ekki. Berið snúðana fram volga en ef þeir borðast ekki allir um leið er best að geyma þá í ísskáp og velgja síðan í örbylgjuofni áður en þeir eru bornir fram. Uppskrift fyrir páskadögurðinn Nýbakað Girnilegur kanilsnúður. Bandarískir kanilsnúðar Bakari Ben Chompers hefur mikla unun af ýmiss konar bakstri. Morgunblaðið/Kristinn DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 Salir Lækjarbrekku eru: Kornhlaðan (40 -100 manns) Litlabrekka (18 - 70 manns) skidaskali.islaekjarbrekka.is Við bjóðum upp á fullkominn fundar- búnað, skjávarpa og hljóðkerfi Við bjóðum upp á góða aðstöðu fyrir hópa og samkomur í veislusölum okkar gott umhverfi fyrir allar stóru stundirnar. Starfsfólk okkar mun sjá til þess að þið eigið ógleymanlega veislu í vændum og hreinlega stjana við ykkur í mat og drykk! Hafið samband og við gerum ykkur tilboð. Lækjarbrekka og Skíðaskálinn í Hveradölum Sími: 551 4430 info@laekjarbrekka.is Skíðaskálann í Hveradölum Veislur • Ráðstefnur Árshátíðir • Fundir Lækjarbrekka í hjarta Reykjavíkur eða Skíðaskálinn Hveradölum 15 mín. fjarlægð frá Rauðavatni Salir Skíðaskálanns eru: Stóri salur (100 -200 manns) Litli salur (60 - 90 manns) Risið (60 - 90 manns)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.