Morgunblaðið - 07.04.2012, Page 13
Ben Chompers hjá Hveiti og smjöri
gefur hér lesendum girnilega upp-
skrift að amerískum kanilsnúðum.
Tilvalið í páskadögurðinn.
Amerískir kanilsnúðar
235 ml heit mjólk (45°C)
2 egg, við stofuhita
75 g bráðið smjör
615 g hveiti
1 tsk salt
100 g sykur
2½ tsk ger
Fylling
260 g púðursykur
2½ msk kanill
90 g bráðið smjör
Aðferð: Brjótið eggin í skál af
volgu vatni til að þau nái upp hita
og séu ekki ísköld. Bræðið smjörið í
potti og hitið mjólkina (þetta skal
gert í potti og ekki örbylgjuofni).
Ef brauðvél er til á heimilinu skal
setja í hana mjólk, egg, smjör,
hveiti, sykur, ger og salt og stilla á
deigstillinguna (dough cycle). Ef
slík vél er ekki fyrir hendi skal
leysa gerið upp í volgri mjólk og
bæta síðan afganginum af hráefn-
unum við. Hnoðið þá deigið þar til
það er orðið mjúkt og setjið loks
viskastykki yfir skálina og geymið
á heitum stað í klukkutíma.
Eftir að deigið hefur hefast skal
fletja það út í 40 x 55cm rétthyrn-
inga. Blandið síðan saman púður-
sykri og kanil í skál. Penslið brætt
smjör yfir hlutana og stráið síðan
sykur- og kanilblöndunni yfir. Rúll-
ið deiginu upp eftir styttri hliðinni
þannig að rúllan sé 40 cm breið.
Skerið rúlluna síðan í 12 hluta og
setjið í eldfast mót (eða plötu eftir
smekk). Látið deigið hefast aftur í
45 mínútur en eftir hálftíma er rétt
að hita ofninn í 200°C. Bakið snúð-
ana í 13-15 mínútur á undir- og yfir-
hita en síðustu þrjár til fimm mín-
úturnar aðeins á undirhita. Þannig
verða snúðarnir ekki of dökkir að
ofan en botninn bakast jafnt. Stytt-
ið bökunartímann ef þið viljið að
snúðarnir séu klístraðir að amer-
ískum hætti. Fylgist vel með snúð-
unum í ofninum og passið að þeir
ofbakist ekki. Berið snúðana fram
volga en ef þeir borðast ekki allir
um leið er best að geyma þá í ísskáp
og velgja síðan í örbylgjuofni áður
en þeir eru bornir fram.
Uppskrift fyrir páskadögurðinn
Nýbakað Girnilegur kanilsnúður.
Bandarískir kanilsnúðar
Bakari Ben Chompers hefur mikla unun af ýmiss konar bakstri.
Morgunblaðið/Kristinn
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012
Salir Lækjarbrekku eru:
Kornhlaðan (40 -100 manns)
Litlabrekka (18 - 70 manns)
skidaskali.islaekjarbrekka.is
Við bjóðum upp á
fullkominn fundar-
búnað, skjávarpa og
hljóðkerfi
Við bjóðum upp á góða
aðstöðu fyrir hópa og
samkomur í veislusölum okkar
gott umhverfi fyrir allar stóru
stundirnar.
Starfsfólk okkar mun sjá til
þess að þið eigið ógleymanlega
veislu í vændum og hreinlega
stjana við ykkur í mat og drykk!
Hafið samband og við gerum
ykkur tilboð.
Lækjarbrekka og
Skíðaskálinn í Hveradölum
Sími: 551 4430
info@laekjarbrekka.is
Skíðaskálann í Hveradölum
Veislur • Ráðstefnur
Árshátíðir • Fundir
Lækjarbrekka í hjarta Reykjavíkur eða
Skíðaskálinn Hveradölum 15 mín.
fjarlægð frá Rauðavatni
Salir Skíðaskálanns eru:
Stóri salur (100 -200 manns)
Litli salur (60 - 90 manns)
Risið (60 - 90 manns)