Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 ✝ Unnur Jóns-dóttir fæddist á Siglufirði 30. ágúst 1928. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands 23. mars 2012. Foreldrar hennar voru Jón Anton Gíslason, f. 23. janúar 1889, d. 8. maí 1973 og Helga Jóhann- esdóttir, f. 29. maí 1890, d. 24. nóvember 1971. Systkini Unnar eru Hrönn, f. 1918, d. 2005, Ragnheiður, f. 1919, d. 1998, Dóróthea Anna, f. 1922, d. 1986, Snorri, f. 1925, Jóhannes, f. 1926, d. 1987, Petra, f. 1931 og Vilborg, f. 1932. Unnur giftist 31. desember kennari í Reykjavík, gift Hall- dóri Leifssyni. Dætur þeirra eru: a) Bergljót Björk, f. 1977, gift Ingólfi Arnari Stangeland, þau eiga synina Hilmi Viktor, f. 2005 og Valtý Karl, f. 2010, b) Sara Lovísa, f. 1984, gift Gísla Páli Sigurðssyni, dóttir þeirra er Thelma Hrönn, f. 2009. c) Katrín Rut, f. 1994. 3) Jón Þröstur, f. 6. maí 1962, blóma- skreytir og garðyrkjufræðingur í Hveragerði. Unnur bjó lengi í Aust- vaðsholti en bjó síðustu þrjátíu árin á Hellu. Hún var mjög stolt af siglfirska uppruna sínum, var dugnaðarforkur og gekk í hvaða verk sem þurfti að vinna, hvort sem var í fiski, eldhúsi, búskapnum, sauma/prjóna- stofu, ræstingum eða sem dag- mamma svo dæmi séu tekin. Útför Unnar fer fram frá Ár- bæjarkirkju, Holtum, í dag, 7. apríl 2012, kl. 14. 1955 Ólafi Hann- essyni frá Austv- aðsholti, f. 16. jan- úar 1920, d. 11. júní 1979. Þeirra börn eru: 1) Hann- es Ólafsson, f. 23. desember 1953, bóndi í Austv- aðsholti, giftur Kristínu Ragnheiði Alfreðsdóttur. Þeirra börn eru: a) Ólafur, f. 1981, b) Gunnar Theo- dór, f. 1986, í sambúð með Bar- böru Olguin, dóttir Barböru er Nathalía Lind Olguin Sölvadótt- ir, f. 2007, c) Kristín Júlía, f. 1991, hennar kærasti er Árni Þór Þorsteinsson, d) Egill Þór, f. 1997. 2) Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 15. maí 1958, framhaldsskóla- Elsku mamma mín, núna ert þú búin að fá hvíldina og komin til ástvina sem á undan þér eru farnir. Hún mamma mín var alla tíð vinnusöm og dugleg kona. Hún nam við Húsmæðraskólann á Hallormsstað sem ung kona og lærði þar allar helstu hannyrðir og húsmóðurstörf sem talið var að ungar konur þyrftu að kunna skil á til að verða góðar hús- freyjur. Tíminn á Hallormsstað var henni góður og handavinnan sem eftir hana lá var geymd eins og gersemar. Ég man alla tíð eftir henni með sömu forvitnina að finna út hvernig einhver dúkur var hekl- aður eða hvaða prjónaaðferð var beitt við að prjóna fallegt prjón. Fallega dúka fannst henni nauð- synlegt að hafa á borðum og oft keypti hún efnisbút, faldaði hann og saumaði blúndur á. Margir hafa fengið slíka ger- semi að gjöf frá henni. Henni fannst líka gaman að skoða fal- leg fataefni og að velja sér til að sauma úr blússu eða buxur. Hún var nákvæm og vildi þræða allar flíkur saman til að máta áður en saumað var í saumavél. Mamma kenndi mér að prjóna þegar ég var eitthvað um 7 ára í eldhúsinu heima þegar við vorum einar. Handavinnu- áhugann fékk ég svo sannarlega með mér í veganesti þegar ég valdi mér framtíðarstarf þar sem ég er kjólameistari og kennari á fatahönnunarbraut. Þegar ég hafði menntað mig sem kjólameistari gat ég launað henni jólakjólasauminn og saumað á hana. Hún mamma hafði gaman af að skoða falleg föt og þegar hún kom í bæinn þá vissi hún ekkert skemmtilegra en að fara í búðir og skoða og máta og kannski kaupa sér fallega flík. Á seinni árum þegar hún var orðin slæm í höndunum og gat minna saumað og prjónað þá fór hún að mála á dúka og gler og síðasta jólagjöfin hennar til mín var lampi sem hún hafði búið til úr gleri og málmi. Alltaf var hún tilbúin að prófa eitthvað nýtt. Ég kveð góða móður og þakka allt sem hún gaf mér í veganesti út í lífið og ég get komið áfram til dætra minna. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín dóttir, Ingibjörg (Bugga). Elsku tengdamamma. Margar eru góðu minningarn- ar en þær vilja ekki á blað, þess í stað koma þessi ljóð sem ég fékk að láni og mér finnst falleg. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Takk fyrir allt og allt, og við sjáumst. Ragnheiður. Amma mín er farin. Sú sem alltaf gat grínast og bent á skondnu hliðina á öllum málum. Sem gat platað mann til að hringja ýmiskonar símtöl til að athuga með rútuferðir og brott- farartíma og fá svo brjóstsykur fyrir greiðann. Ég tengi oft fólk og staði við matarminningu og í mínum huga var Unnur amma sandkökuamman. Sandkökur og jólakökur. Þessar klassísku sem voru alltaf á boðstólum ef við áttum leið til hennar á Hellu. Sem krakka fannst mér óheyri- lega spennandi þegar ég fékk að fara með henni í vinnuna í bak- aríið á Hellu. Nóg að fá þar. Fyrsta skipti á ævinni sem ég fékk heilt sætabrauð alveg sjálf (hefð hjá foreldrum mínum að skipta öllu kaffibrauði sam- viskusamlega í minnst tvo bita). Ömmu fannst nú ekki að maður ætti að líða þann skortinn. Þessi skipti sem ég fékk að fara sjálf í rútu og gista hjá ömmu; því gleymi ég seint. Stússa með henni í eldhúsinu og garðinum, hlaupa á eftir Randveri kisu, horfa á RÚV til dagskrárloka og sofna svo í gestaherberginu. Það var svo næstum því orðin hefð að ég læddist inn til hennar með sængina mína og hrjúfraði mig á kringlóttu mjúku mottunni sem var við hliðina á rúminu hennar. Þegar ég var sjálf komin með fjölskyldu og flutt til útlanda var ég heppin ef einhverjir stórvið- burðir í fjölskyldunni kröfðust þess að amma kæmi í bæinn svo við gætum hist. Hversu barngóð hún var sá ég svo greinilega þegar hún gaf sig að langömm- ustrákunum sínum tveim. Hilm- ir grét sárt þegar hann fékk fréttirnar af andláti ömmu og henni til heiðurs höfum við safn- að saman og stillt fram allri handavinnunni hennar sem við höfum fengið í jólagjöf síðustu árin ásamt mynd af þeim tveim tekinni á skírnardegi hans. Hvíl í friði, elsku amma mín og langamma drengjanna minna. Bergljót Björk Halldórsdóttir. Elsku amma. Okkur langaði til þess að hripa niður nokkur fátækleg orð sem hinstu kveðju til þín í þessu jarðríki. Hún amma okkar er horfin yfir móðuna miklu til fundar við Óla afa og vafalaust á vit þeirra miklu ævintýra sem hana langaði svo mikið í. Þær eru margar minningarnar sem standa eftir, en það tæki of lang- an tíma að rifja þær allar upp og segja frá. Það sem helst stendur upp úr er hvað amma var glöð að sjá okkur og dugleg að spyrja eftir því hvernig við systkinin hefðum það, hvað við værum að gera og hvernig okkur gengi og skipti þá litlu hvort við værum við vinnu eða í skóla. Á milli spurninga um okkur stóð auðvit- að ekki á því að okkur var boðið kex. Nú eða terta eða þá að nammidallurinn var dreginn upp og okkur boðinn moli. Við vorum ávallt velkomin í Heiðvanginn til þín hvort sem um var að ræða að fá gistingu vegna þess að við komumst ekki upp í Austvaðs- holt vegna veðurs og færðar eða bara bíða eftir hinu og þessu. Oftar en ekki var samt bara komið við í heimsókn að kíkja á ömmu. Æ, amma, hvar ertu? Æ, ansaðu mér. Því ég er að gráta og kalla eftir þér. Fórstu út úr bænum eða fórstu út á haf? Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað? (Höf. ók.) Við systkinin viljum þakka þér fyrir alla þá aðstoð og góðar stundir sem við áttum með þér. Það er okkar von að þér gangi vel í þeim nýju ævintýrum sem þú finnur ásamt Óla afa. Ólafur, Gunnar, Kristín og Egill. Unnur Jónsdóttir Elsku Unnur, okkur langar til þess að kveðja þig með þessum orðum og þakka þér fyrir gest- risnina þegar við komum í heim- sókn með þeim Kristínu og Gunnari og þann hlýhug sem þú sýndir okkur. Árni og Barbara. Elsku Unnur. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér síðan ég fæddist. Takk fyrir allan kand- ísinn sem ég hef fengið hjá þér þegar ég hef komið í heimsókn til þín. Takk fyrir flöskurnar sem þú gafst mér um daginn, vildi að ég hefði getað sýnt þér fimleikabolinn. Takk fyrir bæn- irnar sem þú gafst mér, ég kann þær orðið utan að og er búin að fara með þær oft síðustu daga. Ég ætla að láta eina bænina fylgja með: Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Þín María Björg Austmar. „Ég er búin að hella upp á kaffi og nú er það sko sérstak- lega gott.“ Þetta heyrði ég nán- ast á hverjum morgni þegar þú hringdir í mig. Mikið sakna ég þess að heyra þetta þegar ég er orðin þreytt á að hlusta á fyr- irlestra, það var eins og þú fynd- ir það á þér, því þá hringdi sím- inn. Það var svo gott að fá sér smápásu frá lærdómnum og kíkja til þín í kaffi elsku Unnur mín eða bara spjalla við þig í símann. Það verða hálftómlegir morgnarnir hjá mér núna. Þú varst mér svo miklu meira en bara Unnur, þú varst mér sem amma sem ég á eftir að sakna svo mikið. Það var svo gott að koma til þín og spjalla við þig, við gátum spjallað enda- laust um allt og ekkert og gátum sagt hvor annarri allt. Það var svo gaman að hlusta þegar þú sagðir mér frá því þegar mamma kom til þín í sveitina og allar sögurnar frá Sigló. Við gát- um hlegið endalaust saman og þær minningar ætla ég að geyma vel. Það er margt sem á eftir að minna mig á þig næstu árin. Ég á sennilega alltaf eftir að hugsa til þín þegar ég borða slátur því ein af mínum fyrstu minningum um þig er þegar ég, þú og mamma vorum að gera slátur í eldhúsinu hjá þér þegar ég var lítil. Ég á líka eftir að hugsa til þín þegar ég sé rabarbara og hugsa um góða grautinn þinn sem ég fékk hjá þér sem lítil stelpa. Síðustu árin gerðir þú mikið af handavinnu og það voru ófáir hlutirnir sem þú náðir í inn í herbergi og sýndir mér og þeir voru hver öðrum fallegri, það var alveg sama hvort það voru dúkar, kerti eða eitthvað annað og mikið á ég eftir að passa vel upp á lyklaskápinn sem þú mál- aðir og gafst mér. Það verður skrítið að koma ekki í garðinn þinn, sem þér þótti svo vænt um, í sumar með unglingavinnuna og gera fínt hjá þér en þau voru ófá skiptin sem ég kom til þín til að gera fínt í beðunum þínum. Nú hefur þú loksins fengið að hitta hann Óla þinn og er ég viss um að hann hefur tekið vel á móti þér. Takk fyrir allt elsku Unnur mín. Þín Þórunn Inga Austmar. Unnur Jónsdóttir ✝ Ástkær eiginmaður og vinur, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN MARINÓ KRISTINSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi Garði í faðmi fjölskyldunnar, sunnudaginn 1. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 10. apríl kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á hjúkrunarheimilið Garðvang Garði. Sonja I. Kristensen, Kamilla J. Williams, Arne I. Jónsson, Soffía Pétursdóttir, Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, Bjarni Guðmundsson, María J. Anninos, Joseph A. Anninos, Kristín V. Jónsdóttir, Böðvar Snorrason, Jón Marinó Jónsson, Jóna Björk Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og bróðir, DAGUR JÓNSSON rafvirki, Grenihlíð 24, Sauðárkróki, varð bráðkvaddur á heimili sínu að morgni laugardagsins 31. mars. Minningarathöfn verður í Sauðárkrókskirkju annan dag páska, mánudaginn 9. apríl kl. 15.00. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 12. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki. Valdís Þórðardóttir, Jón Dagsson, Aðalheiður Konstantínsdóttir, María Rán Jónsdóttir, Óskar Jónsson, Bjarni Dagur Jónsson, Rúnar Jónsson, ættingjar, tengdafólk og vinir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, bróðir, mágur og frændi, HALLDÓR GUÐMUNDUR BJARNASON, Kjarrhólma 20, varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtu- daginn 29. mars. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstu- daginn 13. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning fjölskyldu hans, 0536-14-400417, kt. 040675-3029. Prakob Prawan, Guðrún Sandra Halldórsdóttir, Kristinn Jón Arnarson, Ekaterina Ivanova, Margrét Marín Arnardóttir, Einar S. Karlsson, Olesya, Dís Bjarney, Marín Elísabet og Ellen Andrea. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN RANNVEIG JÓNSDÓTTIR, Ránargötu 27, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 27. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Alúðarþakkir fyrir hlýhug og auðsýnda samúð. Starfsfólkið Eini- og Grenihlíð fær sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun. Áslaugur Haddsson, Hulda Harðardóttir, Margrét Haddsdóttir, Stefán Kárason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, ÆVAR KARL ÓLAFSSON fv. yfirtollvörður, Kirkjulundi 6, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 3. apríl. Sigrún Jóhannsdóttir, Ólafur Þór Ævarsson, Marta Lárusdóttir, Inga Jóna Ævarsdóttir, Tryggvi Agnarsson, Jóhann Björn Ævarsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTRÓS EYJA KRISTINSDÓTTIR frá Norðurgarði, Vestmannaeyjum, til heimilis að Faxabraut 13, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi laugardaginn 31. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 12. apríl kl. 13.00. Harpa Hjörleifsdóttir, Þórður Haraldsson, Þröstur Elfar Hjörleifsson, Dýrborg Ragnarsdóttir, Hrönn Hjörleifsdóttir, Þorgeir Kolbeinsson, Sóley Vaka Hjörleifsdóttir, Jóhann Guðnason, Bylgja Dögg Hjörleifsdóttir,Guðjón Paul Erlendsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.