Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 31
31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012
Stæltir og stoltir Stærsta Íslandsmót, sem haldið hefur verið í fitness, módelfitness og vaxtarrækt, fór fram í Háskólabíói í gær og fyrradag. Keppendurnir voru alls um 160 að þessu sinni.
Árni Sæberg
Tillögur ríkisstjórn-
arinnar um breytingar
á lögum um stjórn fisk-
veiða eru byggðar á
vafasömum grundvelli.
Annars vegar á land-
lægum misskilningi
um réttarstöðu lands-
manna gagnvart fisk-
stofnum sjávar um-
hverfis Ísland. Hins
vegar á varhugaverð-
um hugmyndum um samþjöppun
valds hjá hinu opinbera.
Meinlokan um þjóðareign
Fiskstofnarnir á Íslandsmiðum
hafa aldrei verið í eigu neins frá því
land byggðist. Þeir hafa farið um
miðin, sem teljast enn almenningur í
lagalegum skilningi, eigendalausir á
meðan óveiddir. Viðurkennt hefur
verið að þjóðarétti og landsrétti,
m.a. í dómum Hæstaréttar, að Al-
þingi hafi í skjóli fullveldisréttar
síns heimild til að setja reglur um
nýtingu þessarar auðlindar. Full-
veldisréttur þessi, sem Alþingi fer
með í umboði kjósenda, er ekki eign-
arréttur. Hann felur ekki í sér sam-
eignarrétt þjóðarinnar.
Yfirlýsing 1. gr. laga um stjórn
fiskveiða nr. 116/2006, um að nytja-
stofnar sjávar séu sameign þjóð-
arinnar, hefur enga eignarréttar-
lega merkingu. Það hefur verið
næsta óumdeilt meðal fræðimanna á
sviði lögfræði. Stjórn-
arskrártillögur svo-
nefndrar stjórnlaga-
nefndar ganga
jafnframt út frá þess-
um skilningi, sbr. t.d.
grein Skúla Magn-
ússonar, dósents við
lagadeild Háskóla Ís-
lands, í Fréttablaðinu
28. mars sl. en þar
sagði: „Í ákvæði stjórn-
laganefndar felst að
„þjóðareign“ vísar ekki
til eignarréttar í laga-
legum skilningi – hvorki ríkiseignar
né sérstaks (nýs) eignarforms.“
Þjóðin á ekki rétt
til leigugjalds
Það fær ekki staðist nokkra lög-
fræðilega skoðun, að þjóðin eigi rétt
á leigugjaldi fyrir fiskveiðirétt, eins
og t.d. fasteignareigandi fyrir leigu
fasteignar sinnar, enda er hún
hvorki eigandi nytjastofnanna né
réttindanna til að veiða þá. Að sjálf-
sögðu getur Alþingi eigi að síður,
standi vilji til þess, lagt skatt eða
aðrar kvaðir á þá sem eiga fiskveiði-
réttindin, að virtum ákvæðum
stjórnarskrár. En það er ekki á
grundvelli eignarréttar þjóðarinnar,
svo mikið er víst.
Til eru þeir sem andæfa þessu og
tala um „bókstafstrú“ lögfræðinga
og „lagahyggju.“ Þá hina sömu verð-
ur að spyrja: Á hverju verður þetta
samfélag byggt ef ekki á lögum?
Tískusveiflum í pólitík? Andúð á til-
teknum hagsmunaaðilum? Tilfinn-
ingasemi? Geðþótta einstakra
stjórnmálamanna?
Hinn raunverulegi grundvöllur
Þegar takmarkanir voru gerðar á
sókn á fiskimiðin á síðari hluta 20.
aldar höfðu veiðar verið mönnum
meira eða minna frjálsar. Alþingi
setti þá reglur til að koma í veg fyrir
algjört hrun fiskstofnanna. Upphaf-
legir handhafar réttinda samkvæmt
reglunum voru þeir sem höfðu veiði-
reynslu yfir afmarkað tímabil. Þeir
höfðu löghelgað sér atvinnuréttindi
sem ekki urðu af þeim tekin bóta-
laust. Ýmsir hafa svo eignast rétt-
indi síðar, annaðhvort á grundvelli
veiðireynslu (svo sem í sóknar-
kerfum sem rekin voru samhliða)
eða fyrir kaup. Hæstiréttur hefur
staðfest í dómum sínum, að mál-
efnalega hafi verið að því staðið að
takmarka veiðar og að kerfi fram-
seljanlegra réttinda fái staðist
stjórnarskrá.
Kerfið hefur fest sig smám saman
í sessi á undanförnum 30 árum. Við-
skipti með veiðiheimildir hafa farið
fram á þessum raunverulega grund-
velli um árabil í góðri trú. Sumir
hafa selt veiðiréttindi sín varanlega
út úr greininni. Aðrir hafa keypt þau
í trausti þess að fjárfesting þeirra
verði ekki að engu gerð. Lánastofn-
anir hafa veitt lán gegn veði í rétt-
indunum á sömu forsendum. Í lög-
um og framkvæmd hefur almennt
verið farið með réttindin sem eignir
væru, s.s í skattamálum. Kerfið hef-
ur reynst stuðla að meiri hag-
kvæmni í sjávarútvegi en víðast
hvar annars staðar. Þótt kerfið sé
ekki gallalaust verður vart séð að
málefnaleg rök hnígi að því að raska
grundvelli þess. Þvert á móti mæla
veigamikil rök með því að vernd
réttindanna í kerfinu sé betur
tryggð.
Farsælast að byggja á
eignarrétti einstaklinga
Útgangspunkturinn í hinum fjöl-
mörgu tillögum ríkisstjórnarinnar
er að ríkið taki til sín hin verðmætu
fiskveiðiréttindi og úthluti þeim
gegn gjaldi. Þótt lagafrumvörp
stjórnarinnar hafi almennt mælst
illa fyrir virðist sú skoðun eiga lítt
upp á pallborðið að einstaklingar
eða einkafyrirtæki fari með fullan
og óskoraðan eignarrétt yfir veiði-
réttindum sem þeir hafa í lang-
flestum tilvikum keypt fullu verði.
Töluverð andstaða virðist við að
hlutverk ríkisins einskorðist við að
setja reglur um nýtinguna og hafa
eftirlit. Þetta sætir furðu. Umræða
um sjávarútvegsmál virðist komin á
það stig, að fáir þori að verja hið
eðlilega, skynsamlega og réttláta
fyrirkomulag nema þá á einhvers
konar dulmáli. Lýðskrumið virðist
hafa náð yfirtökum.
Ekkert skipulag sýnist heppilegra
til verðmætasköpunar eða falla bet-
ur að meginsjónarmiðum þeim sem
íslenska stjórnarskráin byggir. Að
einstaklingar og fyrirtæki þeirra
fari með eignarrétt á gæðunum, nýti
þau og ráðstafi. Ríkið setji regl-
urnar og hafi eftirlit. Það að ríkið sé
á hinn bóginn eigandi allra gæða, út-
hluti þeim til nýtingar gegn him-
inháu gjaldi, stýri svo takmörkuðum
nýtingarrétti að auki með reglusetn-
ingu og eftirliti er í anda róttækrar
ríkisforsjárstefnu. Þetta sjá allir
sem vilja. Slík stefna leiðir til mik-
illar samþjöppunar valds hjá ríkinu,
sem væri alls kostar óheppileg þró-
un. Hún væri á skjön við anda þeirr-
ar stjórnskipunar sem við höfum
byggt á, sem gengur út frá því að
vald ríkisins sé takmarkað og
temprað, en réttindi einstaklinga
tryggð, meðal annars til eigna sinna
og atvinnufrelsis.
Lagt hefur verið til að stigin séu
óheillaskref sem fyllsta ástæða er til
að leggjast eindregið gegn, umbúða-
laust.
Eftir Birgi Tjörva
Pétursson » Það að ríkið sé á hinnbóginn eigandi allra
gæða, úthluti þeim til
nýtingar gegn himinháu
gjaldi, stýri svo tak-
mörkuðum nýting-
arrétti að auki með
reglusetningu og eftir-
liti, er í anda róttækrar
ríkisforsjárstefnu.Birgir Tjörvi Pétursson
Höfundur er héraðsdómslögmaður.
Til varnar eignarrétti í sjávarútvegi