Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Gróður hefur tekið vel við sér að
undanförnu. Tún eru orðin fagur-
græn í sprettunni og farið er að
nálgast slátt í görðum.
„Það stendur allt í blóma. Öll tún
hvanngræn og menn geta farið að
keyra út skít og plægja,“ segir
Björn Harðarson, bóndi í Holti í
Flóa, og getur um einn vorboðann
til viðbótar, álftina sem er áberandi
í túnum bænda þessa dagana.
Kristján Bj. Jónsson, jarðrækt-
arráðunautur hjá Búnaðarsam-
bandi Suðurlands, hefur verið tölu-
vert á ferðinni undanfarna daga og
telur að gróður sé fyrr á ferðinni
um allt Suðurland en oftast áður.
Það hefur mest áhrif að jörð er
klakalaus. Snjór var yfir þegar
kaldast var í vetur þannig að klak-
inn náði ekki niður í jörðina. Þegar
svo er sé jörð miklu fyrr að hitna
og gróðurinn taki við sér um fjórar
gráðurnar. Hann segist þó aðeins
hafa orðið var við klaka í útjörð, í
mosaþúfum.
Kristján tekur fram að síðustu
fimm vor hafi verið góð, fyrir utan
bakslagið sem kom vegna þurrka
snemmsumars í fyrra.
Ástandið virðist svipað um stóran
hluta landsins. „Það lítur vel út með
gróður á Norður- og Norðaustur-
landi. Það eru græn tún í Blöndu-
hlíð í Skagafirði og farið að grænka
frammi í firði,“ segir Ingvar
Björnsson, jarðræktarráðunautur
hjá Búgarði á Akureyri. Hann segir
að öll svell hafi tekið upp og enginn
klaki í jörðu. Því sé ekki hætta á
kali í túnum.
Ingvar hefur þó þann fyrirvara,
eins og aðrir viðmælendur, að þótt
tíð hafi verið hagstæð að undan-
förnu geti gert hret í apríl og maí.
Því sé of snemmt að fullyrða um
uppskeru eftir sumarið. „Mönnum
hér veitir ekki af því að fá gott
sumar til að bæta á heyforðann eft-
ir kuldann í fyrrasumar,“ segir
hann.
Páll Bergþórsson veðurfræðing-
ur segir að spár geri ráð fyrir kóln-
andi veðri í næstu viku, sérstaklega
norðanlands. Það geti skaðað ný-
græðinginn. Hann tekur fram að
þótt hret geri í maí, eins og oft hef-
ur gerst, séu líkur á að þau verði
ekki hörð í því milda loftslagsskeiði
sem nú ríkir.
Bændur eru farnir að huga að
vorverkunum og einstaka menn
byrjaðir að plægja. Kristján segir
ekki ráðlegt að bera áburð á tún
fyrr en líður á mánuðinn en ef
menn byrji fyrr sé ráðlegt að tví-
skipta áburðargjöfinni. Páll telur að
við núverandi skilyrði ættu bændur
að geta sparað við sig áburðinn.
Hvanngræn tún og vorverk hafin
Klakalaus jörð um allt land Gróður fyrr á ferðinni en venjulega og kominn góður hýjungur á tún
Garðeigendur huga að slætti Bændum veitir ekki af því að fá gott sumar, segir ráðunautur
Ljósmynd/Þórdís Geirsdóttir
Í gær Það vorar vel í Flóanum. Grasið sprettur vel í hlýindum og raka.
„Það er yndislegt veður. Í norð-
vestanáttinni er bongóblíða og
grænkar þvílíkt vel,“ segir
Ólafur Eggertsson, bóndi á
Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.
Hann segir að jörðin sé hæfi-
lega rök fyrir gróðurinn. „Það
lítur afskaplega vel út með all-
an gróður.“
„Við erum í plægingum og
að undirbúa kornsáningu. För-
um í það eftir páska,“ segir
Ólafur. Það er heldur fyrr en
venjulega. Oft hefur verið byrj-
að að sá korni upp úr 20. apríl.
Nú verður byrjað á því að sá
sumarafbrigði repju til að nýta
sumarið sem best og viku síð-
ar farið að sá byggi. „Sumarið
er að lengjast og það felast
tækifæri í því,“ segir Ólafur.
Grænkar vel
í bongóblíðu
UNDIRBÚA KORNSÁNINGU
Páskarnir eru tilvalinn tími til þess
að skella sér á skíði og síðustu for-
vöð að renna sér niður brekkurnar
áður en Vetur konungur kveður og
vorið tekur við í öllum sínum
skrúða. Hlíðarfjall á Akureyri er
eitt besta skíðasvæði landsins og
þangað flykkjast hundruð Íslend-
inga um hverja páska til að renna
sér og njóta veðurblíðunnar í höf-
uðborg Norðurlands. „Dagurinn
var mjög góður og það voru um
2.000 manns á svæðinu í dag,“ sagði
Guðmundur Karl Jónsson, for-
stöðumaður skíðasvæðisins í Hlíð-
arfjalli, í gærkvöldi. Þrátt fyrir all-
an fjöldann segir hann ekki marga
hafa verið á skíðum. „Ég kalla
þessa færð fitubrennslufærð því
hún er þung og tekur vel í lærin.
Fólk naut þess í stað tónlistarinnar
og slakaði á í veðurblíðunni.“
Að sögn Guðmundar eru ekki
bara Íslendingar á skíðum fyrir
norðan heldur er þar fjöldinn allur
af erlendum ferðamönnum einnig.
Um 2.000 manns voru á Hlíðarfjalli á Akureyri á föstudaginn langa þrátt fyrir þungt skíðafæri
Ung snót
skemmtir
sér á skíðum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
„Það gekk vel, á meðan aðstæður eru
góðar þá gengur vel að sigla,“ segir
Ívar Gunnlaugsson, skipstjóri Herj-
ólfs, en fyrstu tvær ferðir ferjunnar
til Landeyjahafnar í vetur voru farn-
ar síðastliðinn fimmtudag. Vegna
ónógs dýpis í Landeyjahöfn hefur
reynst ómögulegt að sigla þangað í
vetur. Í staðinn hefur verið siglt til
Þorlákshafnar við lítinn fögnuð far-
þega. „Fólki finnst auðvitað þægi-
legra að fara bara hálftíma með
Herjólfi heldur en að sitja í þrjá
klukkutíma lengri leiðina,“ segir Ív-
ar og bætir við að mikið sé kallað eft-
ir siglingum í Landeyjahöfn. Að
hans sögn vantaði eitthvað upp á að
farþegarýmið í ferðunum tveimur
væri fullnýtt, en hins vegar var bíla-
dekkið næstum fullt í báðum ferðum
Að mati Ívars er eitthvað í það að
siglingar í Landeyjahöfn verði reglu-
legar á ný. „Það er heljarinnar verk
að dýpka höfnina og ekki fyrirséð
hvenær því mun ljúka.“
Sanddæluskipið Skandia hefur
unnið að dýpkun hafnarinnar dag-
lega og langt fram á nætur. Unnið er
að dýpkun bæði á rifinu fyrir utan
höfnina sem og innan hafnar og er
stefnt að því að koma höfninni í það
ástand að hægt verði að sigla þangað
á öllum tímum óháð sjávarföllum.
Herjólfur fór eina ferð til Þorláks-
hafnar á föstudaginn langa en óvíst
er um siglingar til Landeyjahafnar
næstu daga. Ákvörðun um það mið-
ast við aðstæður svo sem ölduhæð og
vind. Farþegar geta aflað sér nánari
upplýsinga um ferðir skipsins á vef-
og facebooksíðu Herjólfs.
gudrunsoley@mbl.is
Ferðir Herjólfs til Land-
eyjahafnar gengu vel
Óvíst er um sigl-
ingar í Landeyja-
höfn næstu daga
Morgunblaðið/Ómar
Herjólfur Fyrstu siglingar í Land-
eyjahöfn í vetur gengu vel.
Undirbúningshópur fyrir mögulegt
forsetaframboð Kristínar Ingólfs-
dóttur, rektors Háskóla Íslands,
lét gera skoðanakönnun um stöðu
hennar og fylgi. Sjálf hefur Kristín
ekki gefið það upp hvort hún muni
bjóða sig fram en niðurstöður
könnunarinnar munu liggja fyrir
eftir helgi. Rúna Hauksdóttir lyfja-
fræðingur, einn aðstandenda hóps-
ins, segir að ekki hafi verið tekin
ákvörðun um það hvort nið-
urstöður könnunarinnar verði birt-
ar. Rúna segir hópinn á bak við
Kristínu mjög breiðan og komi
jafnt úr atvinnulífinu sem fræða-
samfélaginu.
Morgunblaðið/Kristinn
Forsetaframboð Kristín Ingólfsdóttir
hefur ekki enn gefið upp áform sín.
Kanna fylgi Krist-
ínar til forseta