Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Í gær minntust kristnir menn um allan heim krossfestingar Jesú Krists, á föstudaginn langa. Meðan Íslendingar hlýða á lestur Passíu- sálmanna og taka daginn rólega í faðmi fjölskyldunnar kemur fjöldi fólks saman á Filippseyjum til að fylgjast með hópi fólks feta í fót- spor Jesú Krists og láta krossfesta sig. Þá stunda margir sjálfshýðingu en tilgangur hennar er að upplifa á eigin skinni þjáningar Krists og iðr- ast. Í ár létu tíu manns krossfesta sig í þorpinu Cutud norður af höfuð- borginni Manila þrátt fyrir mót- mæli kaþólsku kirkjunar, sem er andvíg athöfninni. „Við höldum á lofti okkar eigin siðum þrátt fyrir að kirkjan sé andvíg athöfninni,“ sagði einn þátttakendanna í samtali við Reuters. Athöfnin fer þannig fram að fimm sentimetra langir naglar, sem búið er að baða í hreinu áfengi, eru reknir í gegnum bæði hendur og fætur fólks og það reist upp á tré- kross eins og Jesús Kristur, í steikjandi hita. Athöfnin er gíf- urlega vinsæl á Filippseyjum og koma margir til að fylgjast með henni, bæði innfæddir svo og er- lendir ferðamenn. Leiksýning á Trafalgar-torgi Á Bretlandi minntust menn dags- ins með hefðbundnari hætti, en þeim sem ekki sóttu kirkju stóð til boða að sjá leiksýninguna Passion of Christ á Trafalgar-torgi í miðri London. Leikarinn James Burke Dunsmore fór með aðalhlutverkið í uppsetningu Wintershall Chari- table-leikhópsins á leikritinu á Tra- falgar-torgi í gær. Alls taka um 70 manns þátt í sýningunni. Leikritið fjallar um svik Júdasar, handtöku Jesú Krists og réttarhöld Pontíusar Pílatusar yfir Kristi. Þá nær leik- ritið hápunkti sínum í sjálfri kross- festingunni og upprisu Krists. Leiksýningin, sem var opin öll- um, var vel sótt og fylltist torgið af ferðamönnum og borgarbúum sem tóku vel í sýninguna og aðra við- burði sem voru um alla borg í gær. Að sögn vegfaranda var sýningin góð áminning um lífið og tilveruna og hvað við höfum það gott í dag. Krossfestingar Krists minnst með ýmsum hætti um allan heim  Tíu létu krossfesta sig á Filipps- eyjum í gær  Leiksýning sett upp á Trafalgar-torgi í Lundúnum Reuters Krossfesting Leikarinn James Burke Dunsmore í Passion of Christ. The Center for Health Trans- formation- hugveitan sem stofnuð var af Newt Gingrich fyrir tíu árum hefur lýst sig gjaldþrota. Markmið hug- veitunnar var að vinna að mark- aðslausnum fyrir bandaríska heil- brigðiskerfið sem í auknum mæli er að verða ríkisrekið og um leið byrði á bandarískum skattgreiðendum. Newt Gingrich, sem sækist eftir út- nefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í ár, stofnaði hugveituna en þegar hann gaf út að hann myndi sækjast eftir tilnefningu flokks síns fyrir forsetakosning- arnar í ár seldi hann sinn hluta í hugveitunni og hætti öllum störfum fyrir hana. Rick Tyler, einn tals- manna stofnunarinnar, segir að erf- itt hafi verið að reka hana eftir brotthvarf Gingrich sem var bæði hugmyndasmiðurinn á bak við hana og helsti talsmaður, en styrkir til hennar minnkuðu umtalsvert eftir brothvarf Gingrich. Hugveita Gingrich gjaldþrota Newt Gingrich  Styrkir hurfu með brotthvarfi Gingrich Störfum er að fjölga í bandaríska hagkerfinu en þeim fjölgaði um 120 þúsund í marsmánuði og hefur fjölg- að um 858 þúsund frá því í desem- ber. Atvinnuleysi féll niður í 8,2 pró- sent og hefur ekki verið minna síðan um mitt ár 2009. Þrátt fyrir þessi umskipti í bandaríska hagkerfinu eru skuldir Bandaríkjanna töluvert miklar þó svo þær sé öllu viðráð- anlegri en margra Evrópuríkja. Flest störf sem til urðu eru í fram- leiðslufyrirtækjum en þar á eftir koma þjónustufyrirtækin. 120 þúsund ný störf í mars Japanska skipið Ryou-Un Maru hef- ur verið á reki síðan tsunami-flóð- bylgjan árið 2011 hreif það burt með sér en það er hluti af 1,5 milljónum tonna af braki og verðmætum sem flóðbylgjan skolaði af landi. Skipið uppgötvaðist í reglulegu eftirliti bandarísku strandgæslunnar á Alaskaflóa. Tekin var ákvörðun um að sökkva skipinu vegna hættu sem það getur valdið öðrum skipum með- an það rekur stjórnlaust. Lítið eldsneyti var í skipinu en til stóð að brjóta það niður í brotajárn áður en því skolaði út á haf eftir tsu- nami-flóðbylgjuna í fyrra. Að sögn bandarísku landhelgisgæslunnar er ekki mikil hætta á mengun frá flaki skipsins en það sökk á svæði þar sem dýpt er töluvert mikil. Þá er talið að meiri mengun hefði getað orðið frá skipinu ef það hefði rekið einhvers staðar á land. Talið er að hluti af því braki sem skolaðist af landi vegna flóðbylgjunnar í Japan í fyrra reki á land í Bandaríkjunum á næsta ári. AFP Landhelgisgæsla Bandaríska landhelgisgæslan sökkti í gær japönsku draugaskipi sem hafði rekið stjórnlaust í heilt ár um Kyrrahafið. Bandaríkjamenn sökkva japönsku skipi Franski erkibiskupinn í París, André Vingt-Trois kardínáli, bar í gær kross í gegnum garða Sacre Coeur-kirkjunnar á Mont Martre. Þetta er árlegur viðburður og fylgdust þúsundir manns með þegar biskupinn bar krossinn í gær en gangan með hann er uppímóti og því þungur kross að bera. Þungur kross að bera FÖSTUDAGURINN LANGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.