Morgunblaðið - 07.04.2012, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 07.04.2012, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Í gær minntust kristnir menn um allan heim krossfestingar Jesú Krists, á föstudaginn langa. Meðan Íslendingar hlýða á lestur Passíu- sálmanna og taka daginn rólega í faðmi fjölskyldunnar kemur fjöldi fólks saman á Filippseyjum til að fylgjast með hópi fólks feta í fót- spor Jesú Krists og láta krossfesta sig. Þá stunda margir sjálfshýðingu en tilgangur hennar er að upplifa á eigin skinni þjáningar Krists og iðr- ast. Í ár létu tíu manns krossfesta sig í þorpinu Cutud norður af höfuð- borginni Manila þrátt fyrir mót- mæli kaþólsku kirkjunar, sem er andvíg athöfninni. „Við höldum á lofti okkar eigin siðum þrátt fyrir að kirkjan sé andvíg athöfninni,“ sagði einn þátttakendanna í samtali við Reuters. Athöfnin fer þannig fram að fimm sentimetra langir naglar, sem búið er að baða í hreinu áfengi, eru reknir í gegnum bæði hendur og fætur fólks og það reist upp á tré- kross eins og Jesús Kristur, í steikjandi hita. Athöfnin er gíf- urlega vinsæl á Filippseyjum og koma margir til að fylgjast með henni, bæði innfæddir svo og er- lendir ferðamenn. Leiksýning á Trafalgar-torgi Á Bretlandi minntust menn dags- ins með hefðbundnari hætti, en þeim sem ekki sóttu kirkju stóð til boða að sjá leiksýninguna Passion of Christ á Trafalgar-torgi í miðri London. Leikarinn James Burke Dunsmore fór með aðalhlutverkið í uppsetningu Wintershall Chari- table-leikhópsins á leikritinu á Tra- falgar-torgi í gær. Alls taka um 70 manns þátt í sýningunni. Leikritið fjallar um svik Júdasar, handtöku Jesú Krists og réttarhöld Pontíusar Pílatusar yfir Kristi. Þá nær leik- ritið hápunkti sínum í sjálfri kross- festingunni og upprisu Krists. Leiksýningin, sem var opin öll- um, var vel sótt og fylltist torgið af ferðamönnum og borgarbúum sem tóku vel í sýninguna og aðra við- burði sem voru um alla borg í gær. Að sögn vegfaranda var sýningin góð áminning um lífið og tilveruna og hvað við höfum það gott í dag. Krossfestingar Krists minnst með ýmsum hætti um allan heim  Tíu létu krossfesta sig á Filipps- eyjum í gær  Leiksýning sett upp á Trafalgar-torgi í Lundúnum Reuters Krossfesting Leikarinn James Burke Dunsmore í Passion of Christ. The Center for Health Trans- formation- hugveitan sem stofnuð var af Newt Gingrich fyrir tíu árum hefur lýst sig gjaldþrota. Markmið hug- veitunnar var að vinna að mark- aðslausnum fyrir bandaríska heil- brigðiskerfið sem í auknum mæli er að verða ríkisrekið og um leið byrði á bandarískum skattgreiðendum. Newt Gingrich, sem sækist eftir út- nefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í ár, stofnaði hugveituna en þegar hann gaf út að hann myndi sækjast eftir tilnefningu flokks síns fyrir forsetakosning- arnar í ár seldi hann sinn hluta í hugveitunni og hætti öllum störfum fyrir hana. Rick Tyler, einn tals- manna stofnunarinnar, segir að erf- itt hafi verið að reka hana eftir brotthvarf Gingrich sem var bæði hugmyndasmiðurinn á bak við hana og helsti talsmaður, en styrkir til hennar minnkuðu umtalsvert eftir brothvarf Gingrich. Hugveita Gingrich gjaldþrota Newt Gingrich  Styrkir hurfu með brotthvarfi Gingrich Störfum er að fjölga í bandaríska hagkerfinu en þeim fjölgaði um 120 þúsund í marsmánuði og hefur fjölg- að um 858 þúsund frá því í desem- ber. Atvinnuleysi féll niður í 8,2 pró- sent og hefur ekki verið minna síðan um mitt ár 2009. Þrátt fyrir þessi umskipti í bandaríska hagkerfinu eru skuldir Bandaríkjanna töluvert miklar þó svo þær sé öllu viðráð- anlegri en margra Evrópuríkja. Flest störf sem til urðu eru í fram- leiðslufyrirtækjum en þar á eftir koma þjónustufyrirtækin. 120 þúsund ný störf í mars Japanska skipið Ryou-Un Maru hef- ur verið á reki síðan tsunami-flóð- bylgjan árið 2011 hreif það burt með sér en það er hluti af 1,5 milljónum tonna af braki og verðmætum sem flóðbylgjan skolaði af landi. Skipið uppgötvaðist í reglulegu eftirliti bandarísku strandgæslunnar á Alaskaflóa. Tekin var ákvörðun um að sökkva skipinu vegna hættu sem það getur valdið öðrum skipum með- an það rekur stjórnlaust. Lítið eldsneyti var í skipinu en til stóð að brjóta það niður í brotajárn áður en því skolaði út á haf eftir tsu- nami-flóðbylgjuna í fyrra. Að sögn bandarísku landhelgisgæslunnar er ekki mikil hætta á mengun frá flaki skipsins en það sökk á svæði þar sem dýpt er töluvert mikil. Þá er talið að meiri mengun hefði getað orðið frá skipinu ef það hefði rekið einhvers staðar á land. Talið er að hluti af því braki sem skolaðist af landi vegna flóðbylgjunnar í Japan í fyrra reki á land í Bandaríkjunum á næsta ári. AFP Landhelgisgæsla Bandaríska landhelgisgæslan sökkti í gær japönsku draugaskipi sem hafði rekið stjórnlaust í heilt ár um Kyrrahafið. Bandaríkjamenn sökkva japönsku skipi Franski erkibiskupinn í París, André Vingt-Trois kardínáli, bar í gær kross í gegnum garða Sacre Coeur-kirkjunnar á Mont Martre. Þetta er árlegur viðburður og fylgdust þúsundir manns með þegar biskupinn bar krossinn í gær en gangan með hann er uppímóti og því þungur kross að bera. Þungur kross að bera FÖSTUDAGURINN LANGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.