Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 ✝ Kristjana Þór-dís Anna Jóns- dóttir, Dísa, fædd- ist í Axlarhaga 23. ágúst 1947. Hún lést eftir baráttu við illvígan sjúk- dóm á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 30. mars 2012. For- eldrar Þórdísar voru hjónin Jón Pálmason, f. 7.10. 1900, d. 12.8. 1955, frá Svaða- stöðum og Arnfríður Jón- asdóttir, f. 12.11. 1905, d. 9.2. 2002, frá Syðri-Hofdölum. Systkini Þórdísar voru fimm: 1) Hulda, f. 1.9. 1921, d. 2002, 2) Anna, f. 6.8. 1922, d. 2009, 3) Sigurbjörg Erla, f. 19.6. 1931, d. 1997, 4) Pálmi, f. 20.7. 1933, 5) Hreinn, f. 12.1. 1943. Þórdís giftist hinn 26.7. 1966 Tómasi Inga Márussyni, f. 26.7. 1937, d. 4.8. 2001, frá Bjarna- stöðum í Blönduhlíð, og bjuggu þau í Þormóðsholti. Þau slitu samvistir. Seinni maður Þórdís- ar er Hannes Þorbjörn Frið- riksson, f. 28.3. 1955. Synir Þór- dísar og Tómasar eru þrír: 1) Sævar Þröstur, f. 27.12. 1965, maki Hulda Jóhannesdóttir, þau eiga tvö börn: a) Helga, maki 1985 fluttist Dísa með tveimur yngri sonum sínum til Sauð- árkróks og hóf þar síðar sambúð með Hannesi. Dísa og Hannes stofnuðu fyrirtæki árið 1990 þar sem þau handsmíðuðu reiðtygi og hnakka sem þau seldu hesta- mönnum um land allt og síðar víða um heim, ásamt því að stunda viðgerðir á reiðtygjum og skófatnaði. Árið 1997 fluttust Dísa og Hannes í Hegranesið, en heimili sitt nefndu þau Hamra- borg. Dísa var náttúrubarn og hvergi leið henni betur en í sveitinni þar sem hún naut sín best í nágrenni við dýrin og gróðurinn. Þórdísi var skáld- skapur í blóð borinn, gegnum tíðina leituðu margir til hennar eftir ljóðum og tækifærisvísum, hún var hógvær og lítið fyrir að flíka hæfileikum sínum en hin síðari ár tók hún þátt í hagyrð- ingamótum og hafði af því mikla ánægju. Dísa var hög og vinnu- söm og féll sjaldan verk úr hendi. Hún gaf sér þó tíma til að njóta frítímans, en mikla ánægju hafði hún af samvistum við barnabörnin og voru þá gjarnan dregin upp spil eða sagðar sögur frá æskustöðv- unum og af álfum og huldufólki. Elstu barnabörnin nutu þeirra forréttinda að dvelja sum- arlangt hjá Dísu og Hannesi í sveitinni. Útför Dísu fer fram frá Sauð- árkrókskirkju í dag, 7. apríl 2012, og hefst athöfnin klukkan 11. Guðjón Magnússon, sonur þeirra er Magnús Ingi, b) Tómas Már. 2) Ingi Þór, f. 17.1. 1972, maki Katrín Sess- elja Gísladóttir, þau eiga tvö börn: a) Hjörtur Már, b) Þórdís Lilja. 3) Jón- as Rafn, f. 4.12. 1973, maki Andrea Guðrún Gunnlaugs- dóttir, þau eiga fjögur börn: a) Agnes Sara, í sambúð með Frið- riki Vestmann, b) Kristinn Þeyr, c) Elís Máni, d) Enok Ylur. Son- ur Hannesar er Sigurjón, f. 9.9. 1973, maki Nikólína Jónsdóttir, þau eiga þrjú börn: a) Sigrún, b) Kristinn Óskar, c) Kamilla Dís. Dísa bjó allan sinn aldur í Skagafirði. Hún ólst upp með foreldrum sínum og ástkærri fóstru, Stjönu, í Axlarhaga til níu ára aldurs og síðar á Þverá hjá móður sinni og fóstra, Hann- esi Gísla Stefánssyni. Dísa stundaði bústörf við uppvöxtinn í Axlarhaga og Þverá en árið 1966 fluttist hún til tengdafor- eldra sinna á Bjarnastöðum og hóf þar búskap með Tómasi. Þau stofnuðu svo til búrekstrar í Þormóðsholti vorið 1973. Árið Elsku mamma, í dag fylgjum við þér síðasta spölinn. Þú kvadd- ir snemma, svo miklu fyrr en nokkurn grunaði. Þú tókst veik- indum þínum af rósemi og festu, það var ekki venja þín að gefast upp og reisn þinni hélstu til hinstu stundar. Þú fæddist í torfbæ í Skagafirði, við rætur Blönduhlíð- arfjalla. Þaðan er fagurt útsýni yfir fjörðinn, sérstaklega til norð- urs í átt til hafsins og eyjanna. Þú ólst þar upp til níu ára aldurs og ætíð síðan átti Axlarhagi sérstak- an stað í þínu hjarta, ásamt föður þínum sem þú kvaddir á átta ára afmælisdaginn þinn. Í sögum þín- um af æskuárunum í Axlarhaga voru sumrin ávallt sólrík og hlý. Þú lékst þér við bæjarlækinn með leggi og skeljar, í búinu þínu Grá- steini og tíndir þess á milli ber í gilinu eða stalst til að stökkva á bak reiðskjótanna og taka sprett um hagann. Skáldgáfan var þér gefin í vöggugjöf, síðan ég man þig fyrst hefur þú ort ógrynni ljóða og vísna og ófáir hafa notið greið- vikni þinnar og fengið hjá þér tækifærisljóð og vísur. Sjaldan langur tími milli þess sem okkur bárust fréttir og skondnar atvika- lýsingar frá þér í bundnu máli, gjarnan gegnum gemsann. Þú varst alla tíð stolt og barst lítið á, ætíð bjartsýn og glaðvær og áttir gott með að ná til samferðafólks. Þú varst ákveðin og þegar þú hafðir tekið ákvörðun varð henni varla haggað, þú hafði einnig sterka réttlætiskennd. Ég man varla þá stund að þú sætir auðum höndum, allur tími þinn var vel nýttur hvar sem þú varst stödd. Þeir eru ófáir sem fengu lagaðan hnakk, beisli, tösku eða skó eftir að þið Hannes stofnuðuð fyrir- tækið. Eftir að þið Hannes fluttuð í sveitina þá naustu þess að gróð- ursetja tré og rækta kringum bæ- inn. Vorið og sumarið voru þínar árstíðir og hvergi kunnir þú betur við þig en úti í náttúrunni. Þú eignaðist ófáa fiðraða vini sem spígsporuðu með unga sína hvert sumarið á fætur öðru kringum bæinn þér til mikillar gleði. Ófáar voru helgarnar sem við áttum saman í Hamraborg þegar fjöl- skyldurnar komu saman, þar var borðað saman, spjallað og hlegið, jafnvel framundir morgun ef svo bar við. Við áttum með þér ógleymanlega helgi í ágúst 2007, í tilefni sextugsafmælisins, þegar við tjölduðum saman í Axlarhaga, grilluðum og vöktum yfir varðeldi þar til sólin gægðist yfir austur- fjöllin. Þá voru kveðnar vísur, sagðar sögur og hlegið dátt. Frá þeirri stundu sem ég kynnti þig fyrir Kötu minni, fyrir réttum tuttugu árum, tengdust þið sterkum böndum. Þið sátuð oft löngum stundum og spjölluð- uð eða brölluðuð eitthvað saman. Síðan bættust Hjörtur og nafna þín í hópinn þér til mikillar gleði. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér, minning þín mun lifa um ókomin ár. Við vitum að þú verður ávallt skammt undan. Veistu þegar vorið kallar víkja burtu þrautir allar, grænka tún og gróa hjallar glöð á himni sólin skín. Ljúfur blær í lundi hjalar, liggur kisi úti og malar, bústofninum bóndinn smalar, blíða veröld, þú ert mín. (Dísa) Ingi Þór og Katrín (Kata). Ég kynntist Dísu í lok árs 1996 þegar ég og yngsti sonur hennar Jónas vorum að draga okkur sam- an. Jónasi fannst mikilvægt að ég hitti mömmu sína sem fyrst og skildi ég það mjög vel. Dísa var í alla staði frábær kona og tók mér og börnum mínum opnum örmum inn í fjölskylduna og hefur alla tíð talið þau tvö sem hluta af barna- barnahópi sínum. Dísu fóru öll verk afskaplega vel úr hendi, hvort sem það var í vinnu sinni, að sinna heimilinu, trjáræktinni eða að nostra við barnabörnin. Hún stóð sem stoð og stytta við bakið á okkur þegar við vorum við nám á Bifröst sem og aðra tíma. Þær voru ófáar ferðirnar suður til okkar til að að- stoða okkur með börnin. Jafn- framt var hún ætíð til taks til að passa fyrir okkur til að leyfa okk- ur hjónakornunum að komast tvö ein saman í frí. Sem þakklætis- vott fyrir allt sem hún hefur gert fyrir okkur buðum við henni að koma með okkur í ferðir sem við vissum að mundu gleðja hana, meðal annars í sólarlandaferð, á fiskidaginn á Dalvík, upp í Axl- arhaga ásamt Inga og fjölskyldu auk þess að bjóða henni til okkar í bústaðinn til að eiga þar góðar stundir saman. Enn eru þó ótald- ar allar frábæru móttökurnar á heimili hennar og Hannesar í Hegranesinu, Hamraborg, en þar erum við búin að dvelja mikið, bæði um helgar, í jóla- og páskafríum þar sem hún hefur tekið á móti okkur opnum örmum og gleðin hefur verið í fyrirrúmi, veisluhöld og spilamennska svo dæmi séu nefnd. Það er mikill missir að þessari einstöku konu og ég sakna hennar sárt, en nú ylja ég mér við góðar minningar og hugsa til hennar með kærleik í brjósti. Þín tengdadóttir, Andrea. Elsku amma Dísa. Ég var svo heppinn að fá að dvelja hjá þér nokkur sumur þeg- ar ég fór á hestanámskeið á Króknum. Við tókum upp á mörgu skemmtilegu þessi sumur. Þú kenndir mér að drekka ekta sveitamjólk, við sóttum hana saman til bónda á góðum sveitabæ. Við fórum í gönguferðir um Hegranesið og borðuðum stundum blóm sem uxu villt í kringum bæinn. Ég fékk að vera hjá þér í vinnunni, sjá þig smíða reiðtygi og líka aðstoða þig í búð- inni. Þú sagðir mér ótal sögur af álf- unum í Hegranesinu og við spil- uðum líka mikið, þú varst mér svo góð. Takk fyrir allar góðu stund- irnar. Þinn Hjörtur Már. Elsku amma mín. Þegar ég var að fæðast komstu og gistir hjá okkur í Kópavogin- um og passaðir Hjört. Þú kallaðir mig oftast nöfnu þína eða Dísu litlu. Þú passaðir mig stundum og ég fékk líka oft að gista í sveitinni hjá þér. Við spiluðum oftast lönguvitleysu en líka stundum svartapétur og grænapétur. Ég fékk stundum að skoða gamla dótið þitt sem var svo spennandi, það voru margir dýrgripir sem leyndust í hirslum þínum. Nú ertu farin til guðs og getur hitt pabba þinn og mömmu þína aftur og líka systurnar þínar. Takk fyrir að vera amman mín. Þín Þórdís Lilja. Elsku amma Dreki, þú varst svo skemmtileg og góð amma. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og með okkur. Við erum búin að bralla svo margt saman, bæði í sveitinni hjá þér og svo líka í sveitinni hjá okkur, þú varst líka prakkari í þér, fannst gaman að svo mörgu sem börn hafa gaman af. Þú varst alltaf til í að spila við okkur og þegar við hugsum til baka höfum við eytt mörgum dögum eða vik- um samtals í spilamennsku. Þú sagðir okkur líka mjög margar sögur af lífi þínu þegar þú varst lítil stelpa í Axlarhaga, af öðru fólki í gamla daga og líka af álfum og huldufólki. Við söknum þess að heyra þig ekki lengur kalla okkur litlu strumpana sína, þegar við göng- um inn í Hamraborg. Við munum geyma minninguna um þig í huga okkar og hjarta og þökkum þér fyrir allar frábæru samveru- stundirnar okkar. Þínir sonarsynir, Elís Máni og Enok Ylur Jónassynir og Kristinn Þeyr Rúnarsson. Elsku amma. Þó mér finnist ósanngjarnt að þú sért farin, þá veit ég að þér líð- ur betur núna eftir þessi erfiðu veikindi. Þú varst alltaf svo góð og ljúf, tókst mér og Kristni bróð- ur opnum örmum og með bros á vör, eins og við værum þín eigin barnabörn. Ég mun aldrei gleyma því sem við gerðum saman, eins og þegar við fórum öll upp í Axlarhaga, tjölduðum og áttum frábæra stund þar saman. Þú sagðir okkur alls kyns sögur af lífi þínu síðan þú varst lítil og bjóst þar. Ekki gleymi ég heldur sólarlandaferð- inni sem við fjölskyldan fórum í saman. Öll jólin, áramótin og brenn- urnar og allar þær minningar, litl- ar sem stórar, mun ég alltaf geyma og hugsa um og ylja mér við, sérstaklega þegar sækir að mér söknuður, þá mun ég brosa og gleðjast yfir að þú komst inn í líf mitt og að hafa fengið þann tíma sem ég fékk með þér. Elska þig amma, þú munt allt- af eiga stóran stað í hjarta mínu. Þín sonardóttir, Agnes Sara. Kæra systir kveð í dag, hver er stefna lífsins? Dísa efldi allra hag, ötul í störfum lífsins. Hún var mér 14 árum yngri, ég minnist hennar frá áhyggjulaus- um æskustundum. Hún var ynd- islegt barn. Ávallt hana í anda lít, afar fagra og unga. Systur kæru sakna hlýt, sú er raunin þunga. Röðin er röng að hún sé farin, en þeir sem guðirnir elska deyja oftast ungir. Hvar er réttlætið að leggja slíkar þjáningar, sem hún mátti þola, á yndislega mann- eskju? Minn skilningur nær eng- um tengslum við það. Starfsfólk- inu á sjúkrahúsinu færi ég bestu þakkir fyrir vel unnin, erfið störf. Öll störf léku í höndum Dísu, hvort sem um matseld var að ræða eða snið og sköpun. Dísa ekkert aðra um bað, að þó kreppti glíma. Með frjórri hugsun færði á blað, flest sem unnt var ríma. Þegar skólasystkini hennar, börn Konráðs á Ytri-Brekkum, stofnuðu félagið Arnarfell, þá vann Dísa þar sem matráðskona. Athugul á allt svo hollt, ástar ríkti friður. Handbragð lipurt hennar stolt, hún var listasmiður. Auk þess léku ljóð á tungu, léttri kímni með. Bræður hennar báðir sungu, bjart um hennar geð. Í dag þakka ég og fjölskyldan allar samverustundirnar. Við sendum innilegustu saknaðar- kveðju til Hannesar, sona Dísu, tengdadætra og ömmubarnanna, einnig Hreins, Jórunnar og Páls mágs hennar. Megi allir góðir vættir styrkja ykkur í sárum söknuði. Munum hversu dugleg, lagin og umfram allt góð manneskja Dísa var. Minning hennar lýsir um ókomin ár. Guð blessi ykkur öll. Pálmi Jónsson. Kristjana Þórdís Anna Jónsdóttir Fimmtán ára hafði ég stolist á skemmtistað. Þar hitti ég fyrir skólafélaga sem var eldri en ég og byrjaður til sjós á Jökulfellinu, hann kynnti mig fyrir skipsfélaga sínum Em- il. Hár, grannur, spengilegur, myndarlegur, ljóshærður og lag- legur. Eftir að ég kynntist Emil betur komst ég að því að hann var rólegur og prúður í fram- komu, kurteis og mikið dularfull- ur, vinsæll en fyrst og fremst góður maður. Hann elskaði góða tónlist, djass, Ellu Fitzgerald og Louis Armstrong, bókmenntir og ljóð. Djass var mikið spilaður í hornherberginu í Sjómanna- skólanum þar sem Emil var við nám. Uppáhaldslag Emils á þessum tíma var St. Louis Blues eftir W.C. Handy. Aðalljóðlínan í því lagi er „I hate to see the evening sun go down“ en nú er þín kvöldsól sest minn kæri. Halldór Laxness var í miklu uppáhaldi hjá Emil og náði hann að herma eftir honum í töktum og tali. Einnig var hann hrifinn af Steini Steinari og vitnaði oft í hann. Snyrtimenni var hann og alltaf vel tilhafður. Hafði hann sérstakt lag við að bursta skóna Emil Valtýsson ✝ Emil Valtýssonfæddist í Reykjavík 31. ágúst 1936. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 14. mars 2012. Útför Emils fór fram frá Keflavík- urkirkju í kyrrþey 26. mars 2012. sína á þessum árum og sagði að listina hafði hann lært af hernum á Keflavík- urflugvelli en Emil ólst upp í Keflavík. Hann bar mikla virðingu fyrir for- eldrum sínum og talaði með lotningu um þau, sem sýnir vel hvaða mann hann hafði að geyma. Móðir mín var mjög hrif- in af Emil og náðu þau mjög vel saman enda bæði miklir aðdá- endur Halldórs Laxness. Einu sinni að vetri til seinnipart kvölds vorum við á gangi í Hljómskálagarðinum, þá stakk Emil upp á því að við legðumst á bakið í frosið grasið og skoðuð- um stjörnubjartan himininn sem við gerðum. Þar benti hann mér á hvar stjörnurnar væru og hvað þær hétu, svona var hann sér- stakur maður. Svo skildi leiðir, Emil varð stýrimaður á Dísar- fellinu og ég fór að skoða heim- inn. En ég fylgdist með mínum gamla vini úr fjarlægð enda erf- itt að gleyma fyrstu ástinni. Emil átti alltaf sérstakan stað í huga mér. Ég vil þakka þér okkar góðu stundir. Kveð þig að sinni minn kæri. Enginn veit um eldinn, sem einu sinni brann. Í landi minna lífsins drauma logaði hann. (Steinn Steinarr) Fjölskyldu og systur Emils votta ég mína dýpstu samúð. Guðrún H. Elsku Skarphéðinn, nú er kom- ið að kveðjustund og ég er þakklát fyrir yndislegar minningar um þig í litla húsinu þar sem listin réð ríkjum. Þangað var gaman að koma í kaffi til þín og alltaf áttirðu eitt- hvað gómsætt á boðstólum ásamt Skarphéðinn Bjarnason ✝ SkarphéðinnBjarnason klæðskeri fæddist í Reykjavík 30. maí 1925. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Mörk 13. mars 2012. Útför Skarphéð- ins fór fram frá Fossvogskapellu 26. mars 2012. þínum einstaka skemmtilega húmor og hnyttnu tilsvör- um. Þú varst lista- kokkur, snyrtimenni fram í fingurgóma, mikill listunnandi, frábær fluguveiði- maður og gerðir allt einstaklega vel sem þú tókst þér fyrir hendur. Guð geymi þig. Nú þögn er yfir þinni önd og þrotinn lífsins kraftur í samvistum á sæluströnd við sjáumst bráðum aftur. (Ingvar N. Pálsson) Þín frænka, Heiða Björk. Sími 892 4650 Gísli Gunnar Guðmundsson Guðmundur Þór Gíslason Elfar Freyr Sigurjónsson Netfang: foldehf@simnet.is - Vefsíða: foldehf.is Vistvænar íslenskar kistur Þjónusta allan sólarhringinn. Komum heim til aðstandenda ef óskað er. Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, VIKTOR SIGURBJÖRNSSON, Móvaði 49, Reykjavík, lést sunnudaginn 1. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Júlíana Hilmisdóttir, Guðrún Lúðvíksdóttir, Sigurbjörn Viktorsson, Unnur Ögmundsdóttir, Hjalti Viktorsson, Anna Lind Friðriksdóttir, Hulda Viktorsdóttir, Jón Óskar Karlsson, og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.