Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 Ingveldur Geirsdóttir Sunna Ósk Logadóttir Enginn ís er nú á Öskjuvatni og þyk- ir það mjög óvenjulegt. Yfirleitt er það þakið ís á þessum árstíma og langt fram á sumar. Mikinn jarðhita þarf til að hita upp Öskjuvatn og bræða snjó og ís að vetri, vatnið er eitt það dýpsta á Íslandi, um 220 metra djúpt. Önnur vötn á hálend- inu, t.d. Hágöngulón og Mývatn, eru ekki orðin íslaus. Björn Oddsson, jarðfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, flaug yfir Öskjusvæðið í byrjun vik- unnar. Hann segir að mestar líkur séu á að það sé aukinn varma- straumur frá jarðhitasvæðinu undir vatninu sem bræðir ísinn. „Jarðhit- inn er dyntóttur, það er ekki óal- gengt á jarðhitasvæðum að hann aukist á einum stað og minnki á öðr- um. Það má alveg hafa það í huga að bæði 1874 og 1961 hófust gosin í Öskju með auknum jarðhita en það var miklu meira en þetta. Þá voru leirhverir sem byrjuðu að bubbla á yfirborðinu og miklir gufustrókar. Ef það færu einhver svoleiðis fyrir- bæri að birtast innan Öskjunnar myndu menn stökkva til og gera frekari mælingar. Það gæti farið að koma tími á Öskju aftur.“ Ekkert bendir til goss Björn segir að fyrir utan flug yfir svæðið hafi nánari rannsóknir ekki verið gerðar á ástandi Öskjuvatns en gert sé ráð fyrir að fara í vísindaleið- angur að Öskju eftir páska. Í ferð- inni munu vísindamenn lesa punkta af GPS-mælum til að sjá hvort ein- hverjar breytingar hafi orðið á land- inu. Slíkt er gert í ágúst ár hvert en verður nú gert vegna breyttra að- stæðna. Þá verða m.a. bornar saman mælingar frá því í ágúst í fyrra og nú. Einnig verða settir hitamælar út í vatnið til að sjá hvaða breytingar séu á því. „Í lok mánaðarins ættum við að vera komin með einhverja mynd á það sem þarna er að gerast,“ segir Björn. Allra augu á Heklu Spurður út í aðrar eldstöðvar á landinu segir Björn allt vera rólegt sem stendur. „Jarðskjálftavirknin í Kötlu er árstíðabundin. Á veturna er engin bræðsla og ekkert vatn sem lekur ofan í berggrunninn. En í vor mun skjálftavirknin aukast eins og vant er. Nú eru allra augu á Heklu enda hefur hún gosið á tíu ára fresti síð- ustu fjóra áratugina og nú eru komin tólf ár. Svo hafa þenslumælingar og annað verið þannig að það kæmi engum á óvart að hún gysi. Hekla er annars með mjög lítinn fyrirboða, hún gýs bara þegar hún vill gjósa án þess að skjálftavirknin aukist sér- staklega.“ Öskjuvatn er algjörlega íslaust  Talið að það sé aukinn varmastraumur frá jarðhitasvæðinu undir vatninu sem bræðir ísinn  Búast ekki við gosi úr Öskju  Kæmi ekki á óvart ef Hekla gysi bráðlega að sögn jarðfræðings Ljósmynd/Hreinn Skagfjörð Pálsson Íslaust Öskjuvatn þann 27. mars síðastliðinn. Eins og sést er enginn ís á vatninu. Myndin er tekin af vef Vatnajökulsþjóðgarðs. Morgunblaðið/RAX Sumarlok Víti og Öskjuvatn haustið 2008. Askja er friðlýst, en undir henni er mikið háhitasvæði. Öskjuvatn myndaðist árið 1875. Eldgos hófst síðast í Öskju 26. október 1961 og stóð til 7. des- ember. Um var að ræða sprungu- gos og vikrahraunið sem rann í gosinu varð 11 ferkílómetrar. Þar áður höfðu átt sér stað nokkur eldgos í Öskju á árunum 1921 til 1930 og goshrina frá 1874 til 1875. Öskjuvatn er dýpsta stöðu- vatn landsins, 220 m, og er stað- sett í yngstu öskjunni af þremur í Dyngjufjöllum og Öskju. Gaus 1961 ASKJA STELLA BLÓMKVIST ER MÆTT AFTUR! www.forlagid. i s – alvör u bókaverslun á net inu NÝR ÍSLENSKUR KRIMMI Sími 568 1090 - www.bilson.is - bilson@bilson.is Opnunartímar: Mánudagur til fimmtudags kl. 8-17, föstudagur kl. 8-16 GÆÐAVOTTAÐ BÍLAVERKSTÆÐI • Sérhæft og vottað þjónustuverkstæði fyrir VW og Skoda. • Hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með úttekt frá BSI á Íslandi. • Starfsleyfi til endurskoðunar frá Umferðarstofu. • Forvarnarverðlaun VÍS 2010. ÞJÓNUSTA SEM ÞÚ GETUR TREYST - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.