Morgunblaðið - 07.04.2012, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012
Ingveldur Geirsdóttir
Sunna Ósk Logadóttir
Enginn ís er nú á Öskjuvatni og þyk-
ir það mjög óvenjulegt. Yfirleitt er
það þakið ís á þessum árstíma og
langt fram á sumar. Mikinn jarðhita
þarf til að hita upp Öskjuvatn og
bræða snjó og ís að vetri, vatnið er
eitt það dýpsta á Íslandi, um 220
metra djúpt. Önnur vötn á hálend-
inu, t.d. Hágöngulón og Mývatn, eru
ekki orðin íslaus.
Björn Oddsson, jarðfræðingur hjá
Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands,
flaug yfir Öskjusvæðið í byrjun vik-
unnar. Hann segir að mestar líkur
séu á að það sé aukinn varma-
straumur frá jarðhitasvæðinu undir
vatninu sem bræðir ísinn. „Jarðhit-
inn er dyntóttur, það er ekki óal-
gengt á jarðhitasvæðum að hann
aukist á einum stað og minnki á öðr-
um. Það má alveg hafa það í huga að
bæði 1874 og 1961 hófust gosin í
Öskju með auknum jarðhita en það
var miklu meira en þetta. Þá voru
leirhverir sem byrjuðu að bubbla á
yfirborðinu og miklir gufustrókar.
Ef það færu einhver svoleiðis fyrir-
bæri að birtast innan Öskjunnar
myndu menn stökkva til og gera
frekari mælingar. Það gæti farið að
koma tími á Öskju aftur.“
Ekkert bendir til goss
Björn segir að fyrir utan flug yfir
svæðið hafi nánari rannsóknir ekki
verið gerðar á ástandi Öskjuvatns en
gert sé ráð fyrir að fara í vísindaleið-
angur að Öskju eftir páska. Í ferð-
inni munu vísindamenn lesa punkta
af GPS-mælum til að sjá hvort ein-
hverjar breytingar hafi orðið á land-
inu. Slíkt er gert í ágúst ár hvert en
verður nú gert vegna breyttra að-
stæðna. Þá verða m.a. bornar saman
mælingar frá því í ágúst í fyrra og
nú. Einnig verða settir hitamælar út
í vatnið til að sjá hvaða breytingar
séu á því. „Í lok mánaðarins ættum
við að vera komin með einhverja
mynd á það sem þarna er að gerast,“
segir Björn.
Allra augu á Heklu
Spurður út í aðrar eldstöðvar á
landinu segir Björn allt vera rólegt
sem stendur.
„Jarðskjálftavirknin í Kötlu er
árstíðabundin. Á veturna er engin
bræðsla og ekkert vatn sem lekur
ofan í berggrunninn. En í vor mun
skjálftavirknin aukast eins og vant
er. Nú eru allra augu á Heklu enda
hefur hún gosið á tíu ára fresti síð-
ustu fjóra áratugina og nú eru komin
tólf ár. Svo hafa þenslumælingar og
annað verið þannig að það kæmi
engum á óvart að hún gysi. Hekla er
annars með mjög lítinn fyrirboða,
hún gýs bara þegar hún vill gjósa án
þess að skjálftavirknin aukist sér-
staklega.“
Öskjuvatn er algjörlega íslaust
Talið að það sé aukinn varmastraumur frá jarðhitasvæðinu undir vatninu sem bræðir ísinn
Búast ekki við gosi úr Öskju Kæmi ekki á óvart ef Hekla gysi bráðlega að sögn jarðfræðings
Ljósmynd/Hreinn Skagfjörð Pálsson
Íslaust Öskjuvatn þann 27. mars síðastliðinn. Eins og sést er enginn ís á vatninu. Myndin er tekin af vef Vatnajökulsþjóðgarðs.
Morgunblaðið/RAX
Sumarlok Víti og Öskjuvatn haustið 2008. Askja er friðlýst, en undir henni
er mikið háhitasvæði. Öskjuvatn myndaðist árið 1875.
Eldgos hófst síðast í Öskju 26.
október 1961 og stóð til 7. des-
ember. Um var að ræða sprungu-
gos og vikrahraunið sem rann í
gosinu varð 11 ferkílómetrar. Þar
áður höfðu átt sér stað nokkur
eldgos í Öskju á árunum 1921 til
1930 og goshrina frá 1874 til
1875.
Öskjuvatn er dýpsta stöðu-
vatn landsins, 220 m, og er stað-
sett í yngstu öskjunni af þremur
í Dyngjufjöllum og Öskju.
Gaus 1961
ASKJA
STELLA
BLÓMKVIST
ER MÆTT
AFTUR!
www.forlagid. i s – alvör u bókaverslun á net inu
NÝR
ÍSLENSKUR
KRIMMI
Sími 568 1090 - www.bilson.is - bilson@bilson.is
Opnunartímar: Mánudagur til fimmtudags kl. 8-17, föstudagur kl. 8-16
GÆÐAVOTTAÐ
BÍLAVERKSTÆÐI
• Sérhæft og vottað þjónustuverkstæði fyrir VW og Skoda.
• Hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins
með úttekt frá BSI á Íslandi.
• Starfsleyfi til endurskoðunar frá Umferðarstofu.
• Forvarnarverðlaun VÍS 2010.
ÞJÓNUSTA SEM ÞÚ GETUR TREYST
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is