Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 Arður í orku framtíðar ÁRSFUNDUR LANDSVIRKJUNAR Silfurbergi, Hörpu Fimmtudagur 12. apríl 2012 kl. 14-16 Aukin eftirspurn eftir raforku úr endurnýjanlegum orkugjöfum skapar margvísleg tækifæri sem Landsvirkjun hefur að undanförnu unnið við að greina. Niðurstöðurnar gefa til kynna áhugaverð tækifæri með aukinni orkuvinnslu innan núverandi kerfis, uppbyggingu fjölbreytts iðnaðar og útflutningi um sæstreng. > Hver er sérstaða Íslands á alþjóðlegum raforkumörkuðum? > Hver yrðu áhrif sæstrengs á íslenskt samfélag? > Hverjir eru fjármögnunarmöguleikar Landsvirkjunar við breyttar markaðsaðstæður? Landsvirkjun býður öllum til kynningar og opinnar umræðu um þau tækifæri sem fyrirtækið stendur frammi fyrir og árangur ársins 2011. Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra Ávarp Bryndís Hlöðversdóttir stjórnarformaður Ábyrgir stjórnarhættir Hörður Arnarson forstjóri Árangur og áskoranir Rafnar Lárusson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Rekstrarniðurstöður 2011 Spurningar og umræður Fundarstjóri er Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Allir velkomnir Skráning: landsvirkjun.is/skraning Markmið opinna funda Landsvirkjunar er að stuðla að gagnsærri og faglegri umræðu um málefni tengd starfsemi fyrirtækisins, sem er í eigu íslensku þjóðarinnar. „Upphaf vertíðarinnar hefur verið nokkuð gott, sérstaklega fyrir Mið- Norðurlandi frá Skagaströnd að Húsavík. Þar hefur veiði verið mjög góð miðað við tvö síðustu ár,“ segir Örn Pálsson, formaður Sambands smábátaeigenda, um upphaf grá- sleppuvertíðarinnar. Hann segir að 60% veiðinnar hafi verið landað á þessu svæði en það sé langt síðan það hafi gerst síðast. Alls sé búið að veiða jafngildi 2.500 tunna af hrognum hingað til. Þannig hafi jafngildi 272 tunna verið landað á Siglufirði, þar sem mestu hefur verið landað, og 254 tunna á Húsavík. „Veiðin sem af er vertíð er mjög svipuð og á metvertíðinni 2010 en þegar nýttir dagar og annað slíkt er skoðað hef ég samt sem áður ekki trú á því að þetta verði nein met- vertíð núna,“ segir Örn. Þá segir hann sérstaklega athygl- isvert að nú þegar sé búið að landa 825 tonnum af heilli grásleppu en á sama tíma á vertíðinni fyrir tveimur árum var aðeins búið að landa sex tonnum. „Þá var enginn markaður fyrir hana en núna er góður markaður og öllum er skylt að koma með grá- sleppuna að landi. Það hefur sann- arlega verið til verðmæta það sem af er vertíð,“ segir hann. kjartan@mbl.is Ágæt byrjun í grásleppu- veiðum en engin metvertíð  Þegar búið að landa 825 tonnum af heilli grásleppu Ljósmynd/Sigurður Ægisson Grásleppuvertíðin Afla landað á Togarabryggjunni á Siglufirði í vikunni. Fiskistofa hefur kært nokkra grá- sleppuveiðimenn á Norðurlandi fyrir að vera með of mörg grá- sleppunet í sjó. Eftirlitsmenn frá Fiskistofu fóru um borð í báta úti fyrir Norðurlandi eftir að skoðun á gögnum og veiðarfærum á veiði- slóð gáfu vísbendingar um að netafjöldi væri umfram leyfilegan fjölda. Voru þeir viðstaddir þegar öll netin voru dregin. Í framhaldi af því var veiðimönnum gert að færa öll net sem voru umfram leyfileg- an fjölda í land. Talning eftirlits- manna leiddi í ljós að fjöldi neta í sjó var langt umfram það sem heimilt er. Jafnframt voru gerðar nokkrar athugasemdir við merk- ingar veiðarfæra. Nokkur mál hafa verið kærð til lögreglu ásamt því að vera til meðferðar hjá Fiski- stofu. Með allt of mörg net í sjó EFTIRLIT FISKISTOFU MEÐ GRÁSLEPPUVEIÐUM „Krakkar hafa gefið fermningarpen- ingana sína, börn koma með spari- bauka og sá elsti sem gaf var kominn vel yfir nírætt. Sem betur fer tekur almenningur svona neyðarköllum mjög vel,“ segir Stefán Ingi Stef- ánsson, framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi, um söfnunarátak sem sam- tökin standa fyrir til aðstoðar van- nærðum börnum á Sahel-svæðinu í Afríku. „Fyrst og fremst er átakið til að sporna gegn mikilli vannæringu,“ segir Stefán, en vandamálið er af- leiðing þurrka og uppskerubrests á svæðinu. Yfir ein milljón barna yngri en fimm ára er í lífshættu. „Á sumum svæðanna er hlutfall barna sem þjást af bráðavannæringu þeg- ar komið yfir töluna 15% sem eru skilgreind hættumörk. „Af því að við höfum tækin, reynsluna og þekk- inguna til að koma í veg fyrir þetta viljum við fyrir alla muni gera það.“ Árangurinn af matargjöfum er óum- deildur: „95-99% vannærðra barna sem fá meðferð lifa af. Það er auðvit- að kraftaverk sem mann skortir orð- in til að lýsa.“ gudrunsoley@mbl.is Íslendingar svara neyðarkalli AFP Hættuástand Yfir ein milljón barna er í lífshættu vegna vannæringar.  Bráð hungursneyð á Sahel-væðinu Söfnunarátak » Söfnunarsími átaksins er: 908-1000 fyrir 1.000 kr., 908- 3000 fyrir 3.000 kr. og 908- 5000 fyrir 5.000 kr. » Hægt er að styrkja söfn- unina á vefsíðu Unicef á Ís- landi, eða leggja inn á reikning 701-26-102040 með kennitölu: 4812032950.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.