Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er erfitt að festahendur á hversulangt fram mann- eskjan man til æskuáranna. Hvað eru minningar, end- ursögn annarra, hvað draumar eða ímyndun. Ým- islegt sem gerðist lagar ein- staklingurinn í huga sér með árunum. Og gjarnan vill þá það gleymast sem ekki var jafn gott og hitt. Því eru færri baggar að burðast með á göngunni gegnum lífið. Svo muna menn iðulega, af einhverjum ástæðum, lítil atvik sem ekki skiptu miklu um hvernig allt fór. Þetta þekkja flestir. Einhver man kannski þegar hann eða hún fékk fyrstu hlaupaskóna sína og hélt að þá yrðu allir vegir ekki aðeins færir, heldur sléttir og beinir. Hlaupinn var sprettur eftir sprett og persónuleg hraða- met sett og lífið brosti sínu breiðasta. En allt í einu, þegar síst varði, var hnotið um steinvölu í stéttinni og steypst á höfuðið og hetjan lá eftir skrámuð á hnúum og hnjám. En ekki síst var hún þó undrandi á því hvernig til hafði tekist mitt í sætum sigrum hlauparans. En svo var skreiðst á fæt- ur. Kannski kom einhver og lyfti undir þann sem lá. Og litli atburðurinn sem litli of- látungurinn á nýju hlaupa- skónum lenti í varð tákn- rænn fyrir svo margt sem síðar varð. Þegar ferðin var fljúgandi og best gekk gat fallið verið handan við næsta horn. En hversu vont sem það var, stórt eða smátt, leið það oftast fljótt frá. Það gleymdist eða var afskrifað eins og hvert ann- að ólán sem kom manni ekki lengur við. Fallið og eins konar upprisa fylgdust ein- att að. Ekki síst ef sá fallni var móttækilegur og gerði sitt. Ýtti undir von og trú í eigin ranni. Íslenska þjóðin fékk sitt fall og ýmsu og ýmsum var um kennt eftir þörfum og smekk hvers og eins. Allt virtist um sinn vera á hverf- andi hveli og margt falla með fjármálafyrirtækjunum og furstum þess. Og rétt eins og í öðrum stríðum varð sannleikurinn fyrsta fórn- arlambið í þessum hremm- ingum, enda höfðu sumir ríka hagsmuni af því að koma honum fyrir katt- arnef. En þótt sannleik- urinn hafi fengið mörg höggin er hann líka að rétta sig af. Hann er staðinn upp, hruflaður og skrámaður og sjálfsagt dálítið ringlaður í fyrstu en smám saman hefur hann náð sinni stöðu. „Ég hef verið og er enn einlægur sannleiksgrúskari með fastri trú á vort kyn og þess framtíð,“ sagði fyrir löngu í bréfi frá Sigurhæð- um á Akureyri. Og það hefur sýnt sig enn að það er þrátt fyrir allt full ástæða til að hafa trúfesti á sitt kyn og framtíð þess. Efnahagsbóla sem sprakk í andlit þjóðar var bölvuð en hún varð ekki endir alls eins og virtist í svip. Líka þá fylgdi upprisa fallinu, þótt betur hefði mátt greiða götu hennar. Þetta er umhugsunarefni um páska. Þá er dauðinn settur í samhengi við lífið. Og lífið er sagt vera beggja vegna við hann. Og þar er það, að minnsta kosti í huga þeirra sem því vilja trúa. Í huga hvers manns „sem sanna trú hefur á annað og meira en sitt litla „ég““ svo enn sé vitnað í sama bréf. Páskar reyna meira á trúarstyrk en jólin. Fæð- ingin er sannreynd á hverj- um degi og oft á dag í þess- um heimi. Og fyrir hverri móður og hverjum föður er hún kraftaverk sem ekki er hægt að efast um. Því fellur fagnaðarboðskapur jólanna í frjóa jörð. En páskaboð- skapurinn er að líf sé eftir dauðann. Þetta er bylting- arkenndur boðskapur. Heimildarmaðurinn er Jes- ús Kristur og er vandfund- inn annar sem ríkari ástæða er til að taka mark á. En lífið eftir dauðann sannreynir heimurinn ekki með sama hætti og krafta- verk fæðingar lítils barns. Því er kosturinn aðeins einn. Það verður að trúa. En það efast margir og sumir mjög og er ekki að undra. Jafnvel bréfritarinn sem vitnað var til var stundum heltekinn ef- anum. Og menn skipa sér jafnvel í félagsskap kringum efann, rétt eins og hinir. En á endanum á hver maður þetta þýðingarmikla upp- gjör aðeins við sjálfan sig. Því vit, er einn og nakinn býstu á burt, og ber að hliði Dauðans garða þig, um verðleik flokks þíns verður einskis spurt! Það varðar þig. Gleðilega páska! Páskar E nginn hefur kynnst sársauka fyrr en hann fær almennilega tann- pínu. Og þá dugar sjaldnast að setjast niður og bíða eftir því að kvölunum linni, eða að bryðja verkjalyf. Það er eins og að pissa í báða skóna. Stundum getur maðurinn með borinn einn komið til hjálpar. Og stundum dugar ekki bor- inn; hann gæti þurft að beita tönginni. Það flögraði að mér á dögunum hvort öll börn þjóðarinnar hefðu tekið sér bólfestu í þriðju tönn frá vinstri í efri góm. Kvalirnar voru slíkar að það var eins og þessi eina tönn hefði séð um að tyggja öll átta tonnin sælgætis sem Íslendingar tróðu í sig þá vikuna og á tönn- inni hefðu legið eina kvöldstund þær þúsundir gosdrykkjalítra sem enda í skólprörum lýð- veldisins vikulega, eftir að hafa runnið í gegn- um landann. Ég sem bragða varla sælgæti og drekk bara vatn! Mitt lán er að hafa gott aðgengi að laghentum tann- lækni en þar sem ég sat/lá og kvaldist í stólnum nýtti ég tárin með því að hugsa til barnanna sem eru skv. fréttum í sömu stöðu og ég, nema hvað þau liggja í sófanum heima en ekki hjá manninum með borinn. Þeim er gefið parkódín með tárunum, í einhverjum tilfellum vegna þess að pabbi og mamma hafa ekki efni á því að bjóða upp á ferð í tann- læknastólinn. Annars staðar, að því er sagt er, vegna van- rækslu foreldranna. Getur það verið rétt? Er nema von að ég hafi grátið af tilhugsuninni? Hvernig má vera að búið sé að börnum með þessum hætti í siðuðu samfélagi? Að þau kveljist ann- aðhvort vegna kæruleysis foreldranna eða vegna þess að það sé fjölskyldunni ofviða fjár- hagslega að fara til tannlæknis? Er hægt að réttlæta tannpínu með því að „kerfið“ og mennirnir með borinn hafi ekki náð samkomulagi um hvernig skipta ber kostn- aðinum? Væri ekki allt eins hægt að gefa fólki verkja- lyf eftir að það fótbrotnar eða fær hjartaáfall og segja því að bíða þar til sárið grær? Hafa ekki verið færð rök fyrir því að með góðri tannhirðu sé að miklu leyti hægt að forð- ast skemmdir? Getur verið að maður sem bónar bílinn til þess að lakkið verði lengur fallegt hugi ekki að því að láta barnið sitt bursta tennurnar áður en það leggst til náða? Hverjum er tannpínan að kenna? Kaupmanninum sem fann upp nammibarinn? Honum sem fann upp nammidag- inn? Pabba og mömmu sem eru ekki nógu dugleg að láta börnin bursta tennurnar? Afa og ömmu sem kaupa páska- egg? Að pínunni undanskilinni er yndislegt að vera Íslend- ingur. Samstaða, einlægni, velvilji og bjartsýni eru ríkjandi þættir í samfélaginu og hafa jafnan verið, lífsgæði líklega hvergi meiri. Enda er þjóðin orðin ein sú feitasta sem sögur fara af. Og aðgengi að nammibörum og gos- drykkjakælum til fyrirmyndar. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Grátur og gnístran tanna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Karl Blöndal kbl@mbl.is Þ ýska nóbelsskáldið Gün- ter Grass hefur vakið heiftarlegar deilur með ljóði, sem hann birti dagblaðinu Süddeutsche Zeitung á miðvikudag. Í ljóðinu sak- ar hann Ísraela um að leggja á ráðin um gereyðingu Írans og ógna öryggi heimsins. Ljóðið heitir „Það sem verður að segja“ og þar segir Grass að hann hafi ekki tekið fyrr til máls vegna þess að hann taldi að „óafmáanlegir“ glæpir Þjóðverja gegn gyðingum kæmu í veg fyrir að hann gæti gagn- rýnt Ísrael opinberlega ásamt ótt- anum við að vera vændur um andúð á gyðingum. „Af hverju tala ég nú fyrst, aldraður og með síðustu blek- dropunum: kjarnorkuveldið Ísrael ógnar heimsfriði, sem fyrir var brot- hættur? Vegna þess að segja verður það, sem á morgun gæti orðið of seint; einnig vegna þess að við – Þjóðverjar með nægar byrðar – gætum orðið milligöngumenn glæps, sem fyrirsjáanlegur er, og meðsekt okkar yrði ekki þurrkuð út með hefðbundnum undanslætti.“ Með ummælum sínum um að Þjóðverjar yrðu meðsekir vísar Grass til þess að Þjóðverjar hafa selt Ísrael kafbáta með flugskeytum, sem skjóta mætti á Írana. Hörð viðbrögð Ísraela Ísraelar hafa gagnrýnt ljóðið harðlega. „Það sem verður að segja er að það er evrópsk hefð að saka gyðinga um morðathafnir þegar páskahátíð gyðinga gengur í garð,“ sagði Emmanuel Nahshon, hátt- settur sendierindreki í sendiráði Ísr- aels í Berlín. „Einu sinni áttu gyð- ingar að vilja nota blóð barna til að búa til matza-brauð, nú er ríki gyð- inga gefið að sök að vilja þurrka út írönsku þjóðina.“ Nahshon sagði að Ísrael væri eina ríkið í heiminum, sem horfa þyrfti upp á það að „tilvistarréttur þess væri dreginn í efa“, og bætti við: „Við viljum lifa í friði við ná- granna okkar. Og við erum ekki til- búnir til að taka að okkur það hlut- verk, sem Günter Grass ætlar okkur í viðleitni þýsku þjóðarinnar til að komast í sátt við söguna.“ Talsmaður Angelu Merkel kanslara, Steffen Seibert, var beðinn um að bregðast við ljóði Grass. „Í Þýskalandi er frelsi til listrænnar tjáningar við lýði og sömuleiðis, sem betur fer, hefur stjórnin frelsi til að bregðast ekki við hverju einasta listaverki,“ svaraði hann. Dálkahöfundurinn Henryk M. Broder skrifaði í Die Welt að ljóðið sýndi að Grass væri „frumgerðin af hinum menntaða and-semíta“: „Grass hefur alltaf átt í vandræðum með gyðinga, en hann hefur aldrei orðað það með jafnskýrum hætti og í þessu „ljóði“.“ Grass hefur í sjónvarpsviðtölum sagt að fjölmiðlar séu samstilltir í gagnrýni á sig vegna ljóðsins, sem hann kveðst standa við. Hann fái hins vegar gríðarlegan stuðning í tölvupóstum, en hann nái ekki í gegn í opinberri umræðu. Ísrael er eina kjarnorkuveldið í Mið-Austurlöndum, þótt það sé ekki opinbert. Ísraelar hafa sagt að þeir hafi ekki útilokað neina kosti í því hvernig þeir ætli að bregðast við kjarnorkuáætlun Írana, sem þeir segja að snúist um að smíða kjarn- orkuvopn, sem myndu ógna tilvist Ísraels. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, hefur iðu- lega dregið tilvist- arrétt Ísraels í efa, en neitar að kjarn- orkuáætlunin snúist um smíði vopna. Grass í eldlínunni vegna ljóðs um Ísrael Reuters Uppnám Þýska nóbelsskáldið Günter Grass hefur kallað yfir sig harða gagnrýni vegna ljóðs þar sem hann segir Ísraela ógna heimsfriði. Günter Grass er einn helsti rit- höfundur Þjóðverja og er senni- lega þekktastur fyrir skáldsög- una Tintrommuna, sem er hörð ádeila á stríð og hefur verið þýdd á íslensku. Grass er 88 ára gamall. Hann fæddist í Danzig, sem nú er Gdansk í Póllandi, 16. október 1927. Hann fékk nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1999. Mikið uppnám varð þegar Grass upp- lýsti árið 2006 að hann hefði verið liðsmaður hinna illræmdu SS-sveita nasista. Fannst mörgum þessi játning seint á ferðinni og töldu að hann hefði gert sig sekan um hræsni þegar hann hefði gerst siðferð- islegur dómari í málum ann- arra. Umdeilt nóbelsskáld FERILL GÜNTERS GRASS Günter Grass
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.