SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 10
10 15. apríl 2012 Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir er deildar- bókavörður á Borgarbókasafni, Folda- safni í Grafarvogi. Hún er í hópi sem stendur á bak við undirbúning Bóka- safnsdagsins. Bókasafnsdagurinn verð- ur haldinn í annað sinn þriðjudaginn 17. apríl á bókasöfnum um allt land. 07:30 Um þetta leyti er ég al- mennilega búin að ranka við mér. Ég er búin að klæða mig, sækja blöðin og taka til morgunmatinn sem er líkt og aðra daga, ab-mjólk og múslí. Blaða- lesturinn og maturinn vekur mig smám saman til lífsins og um átta kíki ég á tölvupóstinn og dagbókina og geri mig tilbúna fyrir daginn. 08:30 Ég er mætt á kaffihús á Suð- urlandsbraut á undirbúningsfund fyrir Bókasafnsdaginn. Við förum yfir stöðu mála. 106 bókasöfn eru skráð til leiks. Mikið af skemmtilegum myndum hef- ur borist í stuttmynda- og ljós- myndakeppnina og bókasöfnin eru í fullum gangi við að skipuleggja skemmtilega viðburði fyrir daginn. Í lokin ræðum við aðeins um þema dagsins í ár, Lestur er bestur, og komumst á flug í umræðu um upplýs- ingalæsi, lestur í fræðasamfélaginu og bóklestur barna og unglinga. Tíminn flýgur frá okkur og áður en við vitum af er klukkan orðin hálftíu og tími til kominn að mæta til vinnu. 09:50 Eftir slökunarstund í strætó með bókina mína er ég komin á Foldasafn. Ég bý mig undir sögustund. Ég tek á móti hóp af leikskólabörnum og les fyrir þau söguna af hundinum sem átti að verða stór. Þau lifa sig inn í dramatíkina og hlusta af athygli. 11:00 Eftir uppröðun og tiltekt á safninu sest ég fyrir framan tölvuna og fer í gegnum tölvupóstinn minn. Fram að hádegi gef ég, fæ og miðla upplýs- ingum, prenta auglýsingar og tilkynn- ingar og færi þær inn á hina ýmsu vefmiðla. 13:00 Ég er mætt upp í Gerðu- bergssafn á fund. Sex konur, ein úr hverju útibúi Borgarbókasafns, eru mættar til að undirbúa dagskrá Borg- arbókasafns á Bókasafnsdaginn. Við för- um yfir hugmyndir af hugarflæðisfund- inum okkar, veljum úr það sem okkur líst vel á og útfærum það nánar. Við leggjum drög að dagskrá sem er ólík eftir söfnum og erum ánægðar með að geta boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. 15:00 Ég er mætt aftur á Foldasafn og það er líflegur dagur í afgreiðslunni. Ég aðstoða ungan nema við að finna efni um Kleópötru og konu sem vantar upplýsingar um beinkrabbamein. Lítill strákur sýnir mér ánægður bók sem hann fann og byrjar að spjalla. Þó svo ég skilji ekki orð af því sem hann segir náum við þó smá spjalli um bókina og hann brosir út að eyrum. Það fær mig til að brosa líka. Svo lána ég út, tek á móti, endurnýja ýmis gögn og fylli á sykurkarið hjá kaffinu. 17:00 Ég kveð Foldasafn og held heim á leið. 18:00 Ég hitti dómnefnd stutt- myndasamkeppninnar. Við fáum okkur sushi og núðlur og horfum svo á mynd- irnar sem bárust. Það er gaman að sjá hvað það bárust ólíkar myndir sem ger- ir dóminn enn erfiðari. 20:00 Ég kem heim og dunda mér við að setja nýjustu ljósmyndirnar í ljósmyndasamkeppninni inn á Face- book- og Flicr-síðu Bókasafnsdagsins meðan ég horfi á sjónvarpið með öðru auganu. 21:00 Við Davíð kærasti minn hellum okkur upp á te, setjum góðan sjónvarpsþátt í tækið og slökum á. 22:00 Ég ákveð að hátta mig snemma og skríða upp í rúm með bók- ina mína. Hungurleikarnir hafa gripið mig eins og svo marga aðra. Strætó- ferðir dagsins hafa gefið mér stund til að sökkva mér í bókina og nýt ég þess að lesa áfram þar til augnlokin fara að síga. Ég legg frá mér bókina og sofna eftir góðan dag. Dagur í lífi Ingibjargar Aspar Óttarsdóttur bókavarðar Lestur er bestur Skar og skarkali | 31 Þorgrímur Kári Snævarr

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.