SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 41
15. apríl 2012 41 LÁRÉTT 1. Alltaf fálki og kringdur. (7) 4. Hopp þunglamalegs fugls endar í dýfu. (10) 8. Stjórna frjálsir og úrræðalitlir. (10) 10. Dýrka ama og koma í annarlegt ástand. (7) 11. Hvar einn sést með SS við vont veður. (10) 12. Fugl tekur draumana enn úr landamæravirkinu. (7) 14. Hugtak sem málfræðikennarar nota til að þyngja nám? (8) 17. Katrín illmenni snýr aftur við fögnuð. (7) 19. Selur bletti (5) 20. Öfugugginn er óhrjálegur. (7) 21. Sé þó nokkurn poka þvert á móti. (4,4) 23. Súpuskál frá íþróttafélagi lendir hjá konu. (8) 26. Lifandi svamlið yfir fen. (10) 27. Svínska sést einhvern veginn í pæjunni (7) 29. Afsökunarbeiðni byggir að endingu á natni. (4) 32. Sjá Veigar heilsa drykkjum. (10) 34. Ruglaður lasti tvo. (8) 35. Að næturgagni getur naðran orðið. (10) 36. Sögnin segir að þið drepið. (7) LÓÐRÉTT 1. Óttasleginn eins og sá sem er óeðlilega þrifinn. (11) 2. Virk og aðall fá högg af taug. (9) 3. Seinlærð kemur aftur af fikti. (5) 5. Taki að sér hlutverk Veru í því sem er til. (9) 6. Ekkja hjá Tryggingarstofnun nær að draga að. (7) 7. Fleygaði skástar án höggs og fékk út ófimastar. (12) 9. Hvers litla götuefni birtist hér? (7) 13. Heilagur staður vatna. (7) 15. Skortur á ásökunum veldur trassaskap. (9) 16. Kembdi í burtu og þjónustaði. (9) 18. Hald sem hundurinn fær út úr herkænsku. (8) 22. Gæðajörð blandast fimm kílóum í skáldskap. (10) 23. Erfiður sjúkdómur úr eldsneyti hrjáir dýr. (9) 24. Sá sem gengur í gegnum létt slit á hjónabandi er einfaldur. (10) 25. Lofti of mikið í stormi. (7) 28. Depill á mörkum frelsisteikna. (6) 30. Gísli snýr sig og tapar örlitlu við fótamein. (5) 31. Íþróttafélag nær að ýta og krafsa. (5) 33. Svæði í hlandforinni. (4) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Há- degismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn kross- gátu 15. apríl rennur út á hádegi 20. apríl. Nafn vinningshafans birtist í Sunnudagsmogganum 22. apríl. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 15. apríl er Pálmar Kristinsson, Sólheimum 14, Reykjavík. Hann hlýtur að launum bókina Veiðimennirnir eftir Jussi Adler Olsen. Forlagið gefur út. Krossgátuverðlaun Hannes Hlífar Stefánsson er sig- urstranglegastur allra keppenda á Skákþingi Íslands sem hófst í Stúkunni á Kópavogsvellinum á föstudaginn. Hannes hefur unnið titilinn ellefu sinnum. Mótið nær styrkleikaflokki sjö, sem gefur möguleika á titiláföngum. Næstir á eftir Hannesi að stigum eru þeir Henrik Danielssen, Stefán Krist- jánsson og Bragi Þorfinnsson. Með keppendur í starthol- unum er ekki úr vegi að líta um öxl og minnast þess að Friðrik Ólafsson á „demants-afmæli“ á vettvangi Íslandsmóta. Um páskana 1952 varð Friðrik Ólafs- son jafn Lárusi Johnsen á vel skipuðu Íslandsþingi. Móts- stjórnin ákvað að þeir skyldu tefla fjögurra skáka einvígi. Lár- us, sem hafði unnið Íslands- þingið 1951, taldi sig hafa varið titilinn með því að ná efsta sæt- inu með Friðriki. Sú afstaða átti sér þó ekki stoð í reglum. Eftir nokkurt stapp hófst fjögurra skáka einvígi þeirra og varð jafnt, 2:2. Þá var bætt við tveim- ur skákum en mánaðarhlé gert á einvíginu. Þegar fimmta skákin átti að hefjast á veitingastaðnum Röðli var Lárus hvergi sjáan- legur. Stjórn SÍ með Baldur Möll- er í broddi fylkingar stefndi skónum heim til Lárusar á Gunnarsbraut. Ekki opnaði Lárus dyr sínar fyrir komumönnum, en hlýddi á fortölur þeirra út um glugga á húsi sínu. Taldi sig enn hafa varið titilinn. Eftir mikið japl, jaml og fuður dróst Johnsen á að halda einvíginu áfram. Skákinni lauk með jafntefli en þá sjöttu vann Friðrik og einvígið 3½:2½. Við mótsslit steig Lárus á pall og mælti hin fleygu orð: „Það stöðvar enginn Frikkann úr þessu.“ Auk hæfileika sinna virtist Friðrik á þessum árum leggja sig meira eftir tíðindum og við- ureignum fremstu meistara en keppinautar hans hér á landi. Í annarri skák einvígisins var tafl- mennska Lárusar stefnulaus framan af og Friðrik byggði upp vænlega sóknarstöðu. Lárus var afar útsjónarsamur en missti þó af skemmtilegri leið í miðtaflinu og fékk ekki ráðið við sókn Frið- riks: Friðrik Ólafsson – Lárus John- sen Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf 5. Rc3 d6 6. Be2 a6 7. 0-0 Be7 8. f4 Dc7 9. Kh1 0-0 10. De1 Rc6 11. Be3 Bd7 12. Hd1 b5 13. a3 Kh8 14. Dg3 Hac8 15. Bd3 h6? Óþarfa veiking. Fram að þessu hafði Lárus fetað algengar slóðir en algengast er að leika 15. … e5. 16. Rf3 16. … Ra5 17. e5 dxe5 18. fxe5 Rg8 19. Re2 Þungaflutningar hvíts eru allir yfir á kóngsvænginn. Bc6 20. Rf4 Bxf3 21. Hxf3 Hcd8 Beint gegn hótuninni 22. Rg6+ fxg6 23. Dxg6 sem nú strandar á 23. … Hxd3! o.s.frv. 22. He1 Rc6 23. Bc1 g5!? Hraustlega leikið þar sem ýmsar glufur myndast í kóngs- stöðunni en leikurinn gefur ýmis gagnfæri. 24. Rh5 Hd4 25. Df2 Bd8 26. Rf6 26. … Rxf6? - sjá stöðumynd - Lárus sá að við 26. … Rxe5 átti hvítur leikinn 27. Re8! Kannski var þetta samt best vegna 27. … Dc5!? t.d. 28. b4 Dd5 29. Bb2 Bb6 og svartur virðist geta varist. 27. exf6 Hh4 28. g3 Hd4 29. c3 Hd7 30. Bb1! Hg8 31. h4! „Sendiboði eyðilegging- arinnar“ 31. … Re5 32. hxg5 Rg4 Eftir 32. … Rxf3 33. Dxf3 og – Dh5 er svartur varnarlaus. 33. Dg2 32. Dc2 Hg6 34. Hxe6! kom einnig til greina. 33. … Hd5 34. Dh3 Hdxg5 35. Bxg5 Hxg5 36. He4 Dc6 37. Kg2 Dd5 38. Hxg4 Hh5 39. Hh4 – og Lárus gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is „Það stöðvar enginn Frikkann“ Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.