SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 39
15. apríl 2012 39 Hversu mikið er hægt að svitna á einum degi viðþað eitt að vera til?Allir þeir vatnslítrar sem svolgraðir eru hverfajafnharðan út um húðina. Líkaminn er alltaf þvalur, alls staðar. Hér á Indlandi er hitinn nálægt fjörutíu gráðum þessa dagana og ekki laust við að hugsunin í heilanum leki líkt og bráðið smjer. Eiginlega er ekki hægt að hugsa í svona hita, bara vera. Og hér er gott að vera. Áreiti skynfæranna er í slíku magni að það flæðir yfir alla bakka. Lykt í ótal tónum læðist inn um nasir, krydd, hland, útblástur, bruni, bakstur. Skærir litir skella á augum, indígóblár, appelsínugulur, rauð- ur, bleikur, karrígulur, gull og glimmer. Hljóðin hljóðna aldrei, hundsins gjamm og konu köll, grátur barns og hlátur karls. Bragð af birtu, ryki og söltum eigin svita. Og svo er það fegurð fólksins sem byggir þetta land. Hún lamar okkur Norðurlandabúana. Hversu mörgum kolsvörtum undurfögrum augum er hægt að drukkna í á einum degi? Konur, börn og karlar, vissulega allskonar, en innan um svo sláandi fagurt fólk að sá sem fyrir verður missir andann eitt augnablik og hjartað hættir að slá um stund. Og hreyfingarnar svo fínlegar, hvernig konurnar snúa úlnliðum, mýktin og átakaleysið í öllu sem gert er. Fullkominn indverskur yndisþokki. Og þó svo að stanslaus líkamans þvali í þessum hita geti verið þreytandi, þá er eitthvað nautnalegt við að finna á þennan hátt fyrir húðinni, hún minnir mann stöðugt á til- vist sína með því að límast við allt sem maður snertir. Hver andardráttur minnir á lífið sem bærist í brjóstinu. Og þá vaknar löngunin. Og þegar það er svona heitt þá er ekki hægt að skrifa meira … Hversu mörgum kolsvörtum undurfögrum augum er hægt að drukkna í á einum degi? Yndisþokkinn indverski ’ Hversu mörgum kolsvört- um undurfögr- um augum er hægt að drukkna í á einum degi? Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is einfaldri sektargerð eða sátt hjá fógeta sem rannsakað hefði og dæmt í málinu, en sú hafði lengi verið hefðin hér á landi. Málið fór hins vegar lenga og alla leið fyrir Hæstarétt – sem gerði engar athugasemdir við að rannsókn, saksókn og dómsvald í þessu máli sem og flestum öðrum væri á einni og sömu hendi. Og það var einmitt þar sem hundurinn lá grafinn. Sé sverð þitt stutt þá gakktu feti framar, segir máltækið, og því varð úr að Jón og verjandi hans, lögspekingurinn Eiríkur Tómasson, ákváðu að fara með málið lengra, eins og stundum er sagt. Þeir sendu inn erindi til Mannrétt- indadómstóls Evrópu í Strassborg um að málið yrði tekið upp á vett- vangi hans og í október 1987 bárust þau skilaboð að utan að málið væri hæft til fyrirtöku þar. Það var fyrst þá sem íslensk stjórnvöld sáu að sér; málið á hendur Jóni var fellt niður og hafinn undirbúningur að- skilnaðs dóms- og framkvæmdavalds með því að setja á laggirnar sér- staka héraðsdómstóla, sem tóku til starfa á miðju ári 1992. Í desember 2008 var settur upp minnisvarði við gatnamótin á Ak- ureyri þar sem lögreglan tók Jón fyrir hið sögulega brot á umferð- arlögum. „Atvik, stór og smá, leiða þannig oft til þáttaskila á sviði lög- fræði og stjórnsýslu. Enginn veit, hvað lagasetning vegna bankahrunsins ber í skauti sér, hitt er ég viss um, að í samtíðinni eru að gerast atvik, sem verða talin marka mikilvæg þáttaskil, þegar fram líða stundir, án þess að við áttum okkur nú á raunverulegum áhrifum þeirra,“ sagði Björn Bjarnason, þá dómsmálaráðherra, í ávarpi sem hann flutti þegar minnisvarðinn var afhjúpaður. Merki um atburð sem virtist í upphafi lítilfjörlegur en reyndist þegar fram í sótti marka kaflaskil í íslenskri réttarsögu og þjóðfélagsþróun almennt. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Í samtíðinni eru að gerast atvik, sem verða talin marka mikilvæg þáttaskil Björn Bjarnason arinnar í upprunalegri mynd. „Ég lærði mína lexíu það kvöld.“ Þarna vísar Rose til frægs viðtals við Adler í Billboard-tímaritinu árið 2007. Eins og margir muna var Adler fyrstur til að yfirgefa Guns N’ Ro- ses en honum var gert að taka pokann sinn árið 1990 vegna ótæpilegrar neyslu heróíns. Í bréfinu biður Rose aðdáendur Guns N’ Roses að virða ákvörðun sína enda vilji hann alls ekki valda þeim vonbrigðum. Hann hafi meira að segja gert allt sem í hans valdi stóð til að finna lausn á málinu en svo virðist sem frægðargarðyrkju- bændur hafi takmarkaðan áhuga á að hafa hann með í veislunni. Vænir hann þá um vanvirðingu og að hafa haldið illa á málum. Rose er augljóslega ekki sáttur við alla sem Frægðargarðurinn hefur boðið til athafnarinnar en nefnir þó engin nöfn í því sambandi. Þá er á bréfi Rose að skilja að hann vilji með ákvörðun sinni líka standa vörð um núverandi liðsuppstillingu Guns N’ Roses. Það séu menn sem treysta megi á – gegnum súrt og sætt. Rose viðurkennir að það hljómi kaldhæðnislega en hann þakkar eigi að síður frægðargarðyrkju- bændum fyrir tilnefninguna (sem hann hefur nú hafnað), óskar öðrum hljómsveitum sem nú hljóta þessa viðurkenningu, svo sem Beastie Boys og Red Hot Chili Peppers, til hamingju og biður menn að skemmta sér konunglega. Engin er rós án þyrna! Gullaldarlið Guns N’ Roses: Izzy Stradlin, Steven Adler, W. Axl Rose, Duff McKagan og Slash. ’ Hann hatar mig eins og pestina. Þar kemur margt til; ég veit ekki nákvæm- lega hvað. Lögregla í Folcroft, Fíladelfíu, stöðv- aði á dögunum ökumann fyrir of hraðan akstur. Maðurinn var grun- samlegur og því beðinn um að stíga út úr bílnum. Svolítið af marijúana og hassi fannst í bílnum en í fljótu bragði virtist maðurinn ekki vera með nein fíkniefni á sér. Lögreglu þótti hann þó grunsamlega vel vax- inn niður og sá fyrir vikið ástæðu til að gyrða niður um hann. Þá varð lögregla vitni að nokkru sem hún hafði aldrei séð áður, maðurinn hafði hnýtt 89 poka af heróíní og kókaíni við jafnaldra sinn. Lögregla leysti varfærnislega til sín pok- ana og flutti manninn í fangageymslu. Vel vaxinn niður Lögreglan getur lent í ýmsu. Bretar leggja mikinn metnað í Ól- ympíuleikana sem haldnir verða í Lundúnum síðar á þessu ári. Öllu verður til tjaldað. Ýmsum þykir þeir þó hafa farið fram úr sér þegar þeir rituðu umboðsmanni hinnar gam- alreyndu rokkhljómsveitar The Who bréf og spurðu hvort trymbill sveit- arinnar, Keith Moon, hefði tök á því að koma fram á hátíðardagskrá í tengslum við leikana. Umboðs- maðurinn svaraði kurteislega að sjálfsagt væri að láta á þetta reyna og lét heimilisfang Moons fylgja með: Kirkjugarð nokkurn í Lundúnum. Þannig er nefnilega mál með vexti að Keith Moon bar beinin fyr- ir 34 árum. Ekki fer alltaf saman áhugi á íþróttum og rokki. Úti á Mooni Keith heitinn Moon.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.