SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 22
22 15. apríl 2012 Önnum kafnir stjórnmálamenn sam-tímans, ekki síst þeir sem standa áalþjóðlegu sviði, mega hafa sig allavið. Þeir eru fluttir á milli á mikilli ferð. Drepa niður fæti í mörgum löndum á fá- einum dögum, fara víða og heilsa mörgum. Það er erfitt að henda reiður á því öllu saman á meðan á því stendur, þótt margar hjálparhellur styðji við. Og hætt er við að þegar frá líður fari allt í graut. Það er alkunnur fréttamannaleikur í Banda- ríkjunum að spyrja forsetaframbjóðanda þar óvænt út í hvað forsætisráðherra í fjarlægu landi heiti, rétt eins og frambjóðandinn sé í undan- úrslitum í Útsvari. Örþreyttur frambjóðandinn, sem varla man lengur hvað tengdamóðir hans heitir, stendur auðvitað á gati og bætir ekki úr þegar hann fer að giska á eitthvað út í loftið. Þegar í ljós er komið að frambjóðandinn veit ekki svarið, er það tekið sem óyggjandi dæmi um hve viðkomandi sé mikill bjálfi. Og í heima- landi þess sem spurt er um, kanski í Bangladess eða Búrúndí, er þekkingarleysið sagt annað hvort árás á viðkomandi land og þjóð eða merki um hve leiðtoginn heima fyrir er lítils metinn utan lands. Og þegar stjórnmálamaðurinn flæk- ist í löngu liðinni fjölbreyttri dagskrá sinni tek- ur ekki betra við. Það er sagt augljóst dæmi um að hann sé annað hvort lygalaupur eða upp- skafningur. Þó sýna þau dæmin kannski ekki annað en að stjórnmálaleiðtoginn sé ekki ofur- mannleg vera, þótt hann vilji helst láta líta út fyrir það. Á valdi ímyndunar Þannig hefur Sarkozy forseta orðið nokkrum sinnum á upp á síðkastið. Hann minnti að hann hefði heimsótt kjarnorkuverið í Fukushima, sem varð illa úti eftir jarðskjálftann mikla í Japan, og einnig var honum með öllu ógleymanlegt að hafa verið viðstaddur fall Berlínarmúrsins, vendipunkt sjálfrar heimsögunnar. Nú eru and- stæðingarnir búnir að gúgla og fullyrða að Sar- kozy rugli saman hótelsvítunni sinni í Tókýó og hálfhrundu kjarnorkuverinu, sem hann hélt sig hafa heimsótt. Og einnig sé komið á daginn að hann hafi alls ekki verið viðstaddur fall Berl- ínarmúrsins, en hafi á hinn bóginn farið í fylgd ljósmyndara til að skoða hann mánuði eftir að múrinn féll. Spunameistarar forseta Frakklands hafa ekki undan að finna góðar skýringar. Sá merki forseti Bandaríkjanna, sem flestir frambjóðendur úr báðum flokkum þar vestra virðast helst vilja láta líkja sér við, Ronald Reagan, hitti eitt sinn fréttamenn og sagðist eiga góðar minningar frá veru sinni á tilteknum stað í Þýskalandi. Þá var ekki hægt að gúgla eins og núna, en nokkurra vikna vinna rannsóknar- blaðamanna leiddi helst til þeirrar niðurstöðu að Reagan hefði nokkuð til síns máls, en ekki þó allt. Hann hefði vissulega komið á hinn nafn- greinda stað í Evrópu, en það hefði verið í bíó- mynd, þar sem hann lék soldáta, en myndin var tekin upp í stúdíói í Kaliforníu. Hin þykka „teflonhúð“ forsetans kom í veg fyrir að Reagan hlyti nokkurn skaða af þessari slysalegu upp- rifjun. Sá knái kvenmaður, Hillary Clinton, lýsti því í kosningabaráttu innan Demókrataflokksins að hún hefði lent í háskalegri skothríð í uppnáms- löndum fyrrverandi Júgóslavíu. Athugun frétta- manna sýndi að ímyndunaraflið hafði hlaupið með frambjóðandann í gönur. Og af því að frú Clinton vantaði teflonhúð Reagans skaðaði þetta ímynd hennar sem yfirvegaðs og jarðbundins stjórnmálamanns. En í rauninni segja öll þessi dæmi og önnur ámóta lítið um stjórnmála- mennina sem í hlut áttu. Þeir voru ekki að tala gegn betri vitund. Þvert á móti þá stóðu þessi atvik sem veruleiki í þeirra höfði. Þekkingarleysið Fullyrðingar Geralds Fords, forseta Bandaríkj- anna, í sjónvarpskappræðum við Carter, um að Pólland væri ekki handan járntjalds sovétsins og að hann myndi koma í veg fyrir að landið lenti þar yrði hann endurkjörinn sem forseti, voru annars eðlis. Forsetinn var ekki „að ljúga“ í hefðbundinni merkingu þess orðs. Hann var bara að fara með fleipur. Slíkt getur alla hent en þetta var um mikilvægt atriði og meirihluti sjónvarpsáhorfenda vissi sjálfur að fullyrðingar forsetans voru tóm vitleysa. Þetta atvik skaðaði þann ágæta mann Ford, eins og það átti að gera. Kjósendur hugsuðu sem svo, að fyrst forsetinn væri svo úti að aka varðandi almenn og þekkt grundvallaratriði, hvernig væri hann þá staddur á öðrum sviðum. Þessi klaufagangur og hins vegar það drengskaparbragð Fords að náða Nix- on eru iðulega talin þau tvö atriði sem réðu mestu um að kjósendur bundu enda á forsetatíð hans. Hitt er svo annað mál að Jimmy Carter, sem las allar skýrslur út í hörgul og gerði at- hugasemdir við smáa letrið í þeim á blaðsíðu 170, reyndist afleitur forseti. Hann hefði örugg- lega komist langt í Útsvarinu, en sá eiginleiki dugði honum skammt í mesta valdasæti ver- aldar. Þvert á móti. Það varð honum ekki síst að fótakefli að geta ekki gert skýran greinarmun á aukaatriðum og því sem öllu skipti. Ímyndaðu þér ósanninda- mann sem stendur á gati Reykjavíkurbréf 13.04.12

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.