SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 38
38 15. apríl 2012 Tíðindum þótti sæta sumarið 1987 þegar Jón Kristinsson, semstarfað hafði sem forstöðumaður Hlíðar, dvalarheimilis aldr-aðra á Akureyri, kom á reiðhjóli að norðan. Ferðin var farin íþeim tilgangi að safna áheitafé til frekari uppbyggingar dval- arheimilisins, enda þykir bæði menningarauki og sjálfsagt velferð- armál að í bæjum landsins séu starfrækt vel búin heimili fyrir gamla fólkið. En Jón afrekaði fleira. Á sömu dögum og Jón kom á hjólinu sínu í bæinn komust fjölmiðlar á snoðir um að hann gerði sig líklegan til hólmgöngu og hygðist hjóla í réttarkerfi landsmanna. Þannig vildi til að nokkru fyrr hafði lögreglan stöðvað Jón fyrir umferðarlagabrot, það er að hann hefði ekið umfram lögboðinn hámarkshraða og ekki virt stöðvunarskyldu á gatnamótum Byggðavegar og Þingvallastrætis á Akureyri. Á almennan mælikvarða var mál þetta ekki stórt í brotinu og hefði undir öllum venjulegum kringumstæðum verið lokið með til dæmisJón Kristinsson kemur í bæinn sumarið 1987 á hjólinu. Á þeim tíma voru mál hans farin að skekja kerfið. Morgunblaðið/KGA Myndasafnið Júlí 1987 Akureyringur hjólar í kerfið Draumur aðdáenda Guns N’ Roses umað sjá gullaldarlið sveitarinnar aftursaman á sviði fauk út í veður og vind ívikunni þegar söngvarinn, W. Axl Rose, staðfesti að hann myndi ekki taka þátt í athöfninni vegna innlimunar þessa goðsagna- kennda málmbands í Frægðargarð rokksins í Cleveland í Bandaríkjunum um helgina. Ekki nóg með það, Rose hafnar því alfarið að vera limaður inn í Frægðargarðinn og biður menn þess lengstra orða að gera það ekki að honum fjarstöddum. Þetta kemur fram í ítarlegu opnu bréfi sem söngvarinn stílar á Frægðargarð rokksins, aðdáendur Guns N’ Roses og aðra sem láta málið sig varða. Í bréfinu kveðst Rose að vandlega athug- uðu máli hafa komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé öllum fyrir bestu. Endurfundir gamla gengisins yrðu í besta falli vandræða- legir en sem kunnugt er slitnaði upp úr sam- starfi þess með braki og brestum um miðjan tí- unda áratuginn. Einkum hefur verið fátt með þeim Rose og gítarleikaranum Slash sem hafa ekki talast við í áraraðir. „Hann hatar mig eins og pestina,“ tjáði sá síðarnefndi hinu virta rokk- tímariti Rolling Stone á dögunum. „Þar kemur margt til; ég veit ekki nákvæmlega hvað. Það eru engin samskipti okkar í milli.“ Í sama viðtali staðfesti Slash að fyrir sitt leyti væri hann hlynntur endurfundunum. Nefnir Slash aldrei á nafn Rose, sem starfrækt hefur Guns N’ Roses fram á þennan dag, nefnir Slash aldrei á nafn í bréfinu en rifjar upp að hann hafi í seinni tíð fengið Duff McKagan bassaleikara og Izzy Stradlin gít- arleikara sem gesti á svið með sér. Það hafi verið fínt, raunar alveg yfirdrifið nóg. Þá kemur fram að Rose hafi boðið trymblinum Steven Adler í samkvæmi eftir tónleika Guns N’ Roses 2006 og hann þakkað fyrir sig með því að breiða út lygar um endurkomu sveit- Söngspíran sérlundaða W. Axl Rose verður fjarri góðu gamni þegar málm- bandið vinsæla Guns N’ Roses, verður limað inn í Frægðargarð rokksins um helgina. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Frægð og furður Reuters W. Axl Rose þykir með fremstu söngv- urum rokksögunnar. Talað undir Rose Rose á sviði með Guns N’ Roses í Brasilíu á síðasta ári. AFP

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.