SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 33
keppninni. Meiðslin spilltu þessu tímabili fyrir mér en ég horfi bjartsýnn fram á veginn. Hnéð er til vandræða og ég hef farið í níu aðgerðir vegna þess. Það virkar ekki eins og heilbrigt hné en er eins gott og kostur er. Ég vonast til þess að verða orðinn góður fyrir næsta tímabil og framundan er mikilvægur tími þegar voræfingar fara í hönd,“ sagði Kostelic og bætir því við að hann hafi einnig farið í eina aðgerð á vinstra hnénu. Með honum í för að þessu sinni er yngri systir hans Janica sem ætti að þekkja þær aðstæður sem bróðirinn lýsir. Hún vann allt sem hægt var að vinna á skíðunum oftar en einu sinni og varð til að mynda fjórfaldur ólympíumeistari. Hnémeiðsli bundu enda á glæsilegan feril hennar þegar hún var aðeins 24 ára göm- ul en hún á að baki álíka margar hnéað- gerðir og Ivica. Þau systkini eru hálf- gerðir brautryðjendur í skíðaíþróttinni í heimalandi sínu þar sem íþróttahefðin er mikil. Ástríða og metnaður Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvernig hægt sé að halda sér í fremstu röð í heiminum þegar alvarleg meiðsli setja ítrekað strik í reikninginn. „Ég kann ákaflega vel við mig á skíðunum og í snjónum og í því felst líklega mesti hvatinn. Í öðru lagi þá fylgja reyndir íþróttamenn oft og tíðum ákveðnu vinnusiðferði sem má kalla rútínu. Maður reynir að gera eins vel og hægt er í öllum aðstæðum. Það á einnig vel við um meiðslin. Þó hnéð sé ekki 100% gott þá langar mig engu að síður til að halda áfram að æfa og keppa. Íþróttin hefur fært mér mikla gleði og mig langar ekki að gefa hana upp á bátinn. Ég hef sett mér ákveðin markmið sem ég á eftir að ná. Þar ber helst að nefna ólympíugull og að því mun ég vinna næstu tvö árin. Auk þess hef ég sett mér ýmis smærri mark- mið sem einnig eru hvetjandi,“ sagði Kostelic hreinskilinn og gera má ráð fyrir því að okkar maður mæti grár fyrir járn- um á leikana í Sochi árið 2014. Ivica Kostelic kemur blaðamanni fyrir sjónir sem afskaplega heilsteyptur maður og ekki þyrfti að koma á óvart ef „tengdasonurinn“ fullkomnar verð- launasafnið með ólympíugulli í Rúss- landi. Kostelic var auk þess duglegur að gefa af sér hérlendis. Má þar nefna að hann hélt erindi um hvað þyrfti til að ná langt í skíðaíþróttinni og þótti heimild- armönnum Morgunblaðsins það afar fróðlegt. Ivica Kostelic er í hópi fremstu skíða- manna í heimi. ’ Ég hef kynnst staðn- um og mér líkar víð- áttan vel. Ef maður stendur til dæmis uppi í þessu fjalli þá blasir sjón- deildarhringurinn við manni. 15. apríl 2012 33

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.