SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 26
26 15. apríl 2012 góðar og síðar varð og lengi að berast, og eins villtu Þjóðverjar um fyrir Bandaríkja- mönnum með því að senda út falskar veð- urspár. Sumarið 1942 urðu nokkrar Nafnið Ikkateq hringirlíklega ekki bjöllumnema hjá flugmönnumog sérstökum áhuga- mönnum um flug eða heimsstyrj- öldina síðari. Þetta yfirgefna þorp er þó í Ammassalik-héraðinu á Austur-Grænlandi, í raun aðeins spölkorn frá Kulusuk, þar sem er nú flugvöllur svæðisins. Þangað hefur margur Íslendingurinn lagt leið sína. Á árum áður var töluvert líf í Ikkateq, þar sem bandaríski her- inn hafði mikil umsvif vegna stríðsins í Evrópu. Bandaríkjamenn tóku yfir allar varnir Grænlands eftir að Þjóð- verjar hernámu Danmörku í apríl árið 1940, og komu einnig á fót mönnuðum veðurathugunar- stöðvum víða um landið. Sums staðar voru jafnframt útbúnir flugvellir, til dæmis í Ikkateq, en hann var tekinn í notkun 1941. Í þorpinu byggðu Bandaríkjamenn einnig sjúkrahús fyrir allt að 50 manns. Veðurstöðin í Ikkateq var starf- rækt til 1946, kölluð Bluie East 2 (BE-2) eins og flugvöllurinn. Ikkateq-völlurinn var notaður sem millilendingarstaður fyrir herflugvélar, aðallega á leið frá Bandaríkj- unum til Bretlands meðan á stríðinu stóð. Flugmenn hrepptu oft slæmt veður á norðurslóðum; bæði voru spár ekki jafn bandarískar hervélar að nauðlenda á Grænlandsjökli eftir að hafa lent í aftaka- veðri á leiðinni austur um. Þetta voru tvær B-17 sprengjuvélar og sex P-38 Lockheed, sem fylgdu þeim stóru. Öllum úr áhöfnum þeirra var bjargað, en vélarnar fennti fljótlega í kaf og hurfu smám saman í jökulinn. Fimmtíu árum síðar tókst bandarískum hópi að finna eina P-38 vélina eftir ára- langa leit, og ná upp úr ísnum, þótt hún væri nærri 80 metrum undir yfirborðinu. Það var ærið verk; vélin var tekin í sundur í jöklinum, stykki fyrir stykki, sett saman á ný í Bandaríkjunum og kölluð Jök- uldaman. Henni var komið í flughæft ástand á ný og er vitað um þrjár slíkar Ikkatteq Angmagsalik G R Æ N L A N D Í S L A N D Ikkatteq Kulusuk Scoresby-sund

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.