SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 21
15. apríl 2012 21 stöðu í húsinu. Um þetta atriði hefur sátt ekki náðst en Ásgeir segir upplifunina af því að koma inn í húsið verða þá sömu nema að hún færist einfaldlega til. Þá sé breytingin afturkræf ef til þess kæmi síðar meir. Hluti af menningararfinum „Við viljum gera breytingar í sátt hér og það er sorglegt ef menn sjá ekki kosti þess. Þetta hús sem er hluti af menningararfi okkar Íslendinga getur með þessum breyt- ingum opnast almenningi og öðlast líf á nýjan leik,“ segir Ásgeir. Þá nefna arki- tektarnir að húsið hafi verið friðað á sama tíma og Höfði sem þegar hafi verið breytt á ýmsan hátt. Hið sama eigi við Þjóðleik- húsið þar sem aðgengi var bætt í aðalsal án þess að það kæmi niður á heildarútliti hans. Eigandi hússins hefur sent erindi til Húsafriðunarnefndar þar sem hann lýsir sig reiðubúinn til að setja þá kvöð á húsið, að stiginn verði færður til fyrra horfs ef til sölu þess kemur síðar. Haft var samband við Pál V. Bjarnason arkitekt og formann Húsafriðunarnefndar sem sagði að litlu væri við að bæta á þessu stigi málsins. Mál- ið væri í ferli og Húsafriðunarnefnd hafi óskað eftir því að húsið verði friðað að innan til að nefndin geti haft meira um breytingarnar að segja. Morgunblaðið/Árni Sæberg Einn af veislusölum hússins fyrir að ofan og neðan eftir áætlaðar breytingar arkitekta á húsinu. tan og verður gert upp samkvæmt því. Morgunblaðið/Árni Sæberg ’ Það er Tark Teiknistof- an ehf sem sér um út- færslur á breytingum á húsinu og miða þær að því að gera húsið upp þannig að notagildi þess verði sem mest. Stundum flott stundum bara eitthvað rugl..... Taktu mynda- vélina alltaf með þér hvert sem þú ferð Lomo truflar ekki líf þitt, Lomo er hluti af lífinu Notaðu hana alltaf á nóttu sem degi Prófaðu að taka mynd frá mjöðminni Ekki hugsa rassgat um af hverju þú ert að taka mynd Ekki hafa áhyggjur af einhverjum reglum

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.