SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 30
30 15. apríl 2012 E r David Cameron, forsætisráð- herra Breta, fúskari í stjórn- málum? Því heldur Anthony King, prófessor við Háskólann í Essex, fram í grein í Financial Times sl. mánudag. Greinarhöfundur notar orðið „dilettante“ yfir forsætisráðherrann, sem skv. ensk-íslenzkri orðabók er hægt að þýða á íslenzku með orðinu fúskari eða viðvaningur. Hið fyrrnefnda verður notað hér. Anthony King segir að slíkur fúskari hafi ekki setið í embætti forsætisráðherra Bretlands í hundrað ár eða frá því að Her- bert Asquith gegndi því á árunum 1908 til 1916. Það er athyglisvert að sjá hver rök- stuðningur Anthonys Kings er fyrir þess- um harða dómi. Í hnotskurn er hann að segja að Cameron telji að yfirborðið skipti meira máli en efnið. Sagt er að Wallen- bergarnir sænsku hafi viljað vera en ekki sjást. Þeir hafi viljað láta verkin tala en persónur þeirra skipt minna máli. „Séð- og-heyrt-væðing“ samtímans átti ekki upp á pallborðið hjá þeim. Rökin fyrir þessari skoðun prófessors- ins verða ekki rakin hér að ráði. Hann vísar til nýliðinna atburða í brezkum stjórnmálum, meintrar sölu Íhaldsflokks- ins á aðgengi að ráðamönnum, vand- ræðagangsins í kringum Liam Fox, fyrr- verandi varnarmálaráðherra, en þó sérstaklega til meðferðar Camerons á breytingum á heilbrigðiskerfinu. Það sem hins vegar veldur því að þessi grein hins brezka prófessors er svo áhugaverð er spurningin um það, hvort fúskarar kunni að vera víðar á ferð í stjórnmálum samtímans en í Downing- stræti 10 (hvort sem menn eru sammála því mati eða ekki). Er stjórnmálabarátta okkar tíma komin í þann farveg í lýðræð- isríkjum, að fúskarar og viðvaningar eigi jafnvel meiri möguleika en þeir sem frek- ar vilja láta verkin tala, vegna þess að samfélagsumræðurnar snúast svo mikið um yfirborð? Hvort kemur þessi vel eða illa út í sjónvarpi? Var þetta „pr-trikk“ snjallt eða ekki? Í árdaga prófkjöra í Sjálfstæðis- flokknum fyrir bráðum hálfri öld sat merkur maður á Alþingi fyrir flokkinn, Ólafur heitinn Björnsson, prófessor. Hann átti ekki auðvelt með að flytja ræður en talaði þrátt fyrir það um efnahagsmál á þann veg, að ungir menn, sem sátu á þingpöllum, ekki bara hrifust heldur heilluðust af ótrúlegri yfirsýn og skýrri og skarpri framsetningu Ólafs, þegar hann ræddi um vandamál þjóðarinnar á erfiðum tíma undir lok Viðreisnaráranna. Svo kom að prófkjöri fyrir alþingiskosn- ingarnar 1971 og þá kom í ljós að kjósendur í því höfðu ekki skilning á mikilvægi þess fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn (og reyndar þjóðina alla) að hafa slíkan mann á þingi. Hann féll og þau úrslit voru Sjálfstæðisflokknum ekki til sóma. Trú og traust þjóðarinnar á og til Alþingis er í algeru lágmarki skv. skoðanakönn- unum, raunar svo mjög að það er orðið al- varlegt umhugsunarefni. Er það vegna þess, að á tímum, þegar yfirborðið ræður ríkjum og efni máls hverfur í skuggann, hafi fúsk- ararnir tekið völdin? Er kannski fullt af fúskurum á Alþingi? Hefur þjóðin ekki verið nógu kröfuhörð í vali á fulltrúum sínum? Hefur hún látið blekkjast af daglegum „pr- trikkum“, sem eru í gangi á vettvangi stjórnmálanna? Kannski finnst einhverum þetta ósann- gjarnt í garð almennings í landinu. En er það svo? Létum við ekki öll blekkjast af útrás- aræðinu? Og erum við kannski enn að láta blekkjast? Leiksýningin, sem staðið hefur yfir á Bessastöðum frá nýársdag, á sér marga áhangendur! Og við, almenningur, megum ekki gleyma því að það vorum við sjálf sem kusum þetta fólk á þing. Ábyrgðin er að lok- um hjá okkur, hverju og einu. Er vandræðagangurinn í kringum stjórn- arskrármálið nokkuð annað en pólitískt fúsk? Á undanförnum áratugum hafa margar stjórnarskrárnefndir verið settar á stofn, sem ekki hafa skilað árangri. Þess vegna gat það verið góð hugmynd að kjósa fulltrúa á stjórnlagaþing og sjá hvort betur tækist til. En stjórnarflokkarnir eyðilögðu þá hug- mynd með viðbrögðum sínum við ógild- ingu Hæstaréttar á þeirri kosningu. Þegar lýðræðið er annars vegar dugar ekki að stytta sér leið. Og eru vinnubrögð þingsins undir lokin á því máli nokkuð annað en fúsk? Þegar fyrstu vísbendingar komu fram um að ESB-ríkin tengdu saman aðild- arumsókn Íslands og makrílveiðar okkar fullyrtu allir helztu ráðherrar ríkisstjórn- arinnar, að þetta væru algerlega óskyld mál. Svo komu nokkrir þingmenn frá Evr- ópuþinginu og einn þeirra upplýsti, að það væri ekki bara svo að málin væru skyld heldur væri sjávarútvegsnefnd Evrópu- þingsins að íhuga að setja löndunarbann á íslenzkan fisk í evrópskum höfnum! Hvernig á að skilja þetta? Eru ráðherrar okkar, sem svona töluðu, fúskarar eða viðvaningar í samskiptum við aðrar þjóð- ir? Eða eru þeir kannski að reyna að nota „pr-trikk“ á eigin þjóð? Ekki tók betra við, þegar sjálf fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins ákvað að taka þátt í málarekstri á hendur okkur vegna Icesave-málsins. Enn kom utanrík- isráðherrann fram og sagði að þetta væru „óskyld“ mál, afstaða framkvæmda- stjórnarinnar og aðildarumsókn Íslands. Hvað er Össur Skarphéðinsson að segja með svona málflutningi? Að það sé hægt að mata íslenzku þjóðin á hvaða bulli sem er? Það er kominn tími til að þjóðin sjái í gegnum leiktjöldin. Þau eru gegnsæ. Það gæti verið gott að byrja í forsetakosning- unum. Er David Cameron fúskari? Eru fleiri fúskarar á ferð? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Sextán ára gamall unglingur, Jón L. Árnason,varð á þessum degi fyrir 35 árum yngsti Ís-landsmeistari sögunnar í skák þegar hann gerðijafntefli við Helga Ólafsson í lokaskák mótsins. Hefði Helgi unnið hefði Íslandsmeistaratitillinn verið hans. Með sigrinum skaut Jón einu stórmeisturum þjóð- arinnar á þessum tíma, Friðriki Ólafssyni og Guðmundi Sigurjónssyni, ref fyrir rass en þeir voru báðir orðnir sautján ára þegar þeir urðu fyrst Íslandsmeistarar. „Ég er auðvitað í sjöunda himni yfir sigrinum,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið daginn eftir og við- urkenndi að sigurinn hefði staðið tæpt. „Skákin við Helga var geysilega spennandi og hún tók mjög á taugarnar. Skákin bauð upp á mikla möguleika og rétt áður en hún fór í bið sást mér yfir örugga vinn- ingsleið. Þegar skákin fór í bið var Helgi tveimur peðum yfir, en annað þeirra var reyndar í dauðanum og líklega hefur ekkert verið í skákinni nema jafntefli. Við sömd- um um jafntefli þegar við höfðum leikið sex leiki í gær,“ sagði Jón ennfremur. Í frétt blaðsins kemur fram að Jón sé sonur Árna Björnssonar endurskoðanda og konu hans, Ingibjargar Jónsdóttur. Hann kveðst hafa lært mannganginn ungur af bræðrum sínum „en áhuginn vaknaði ekki fyrir al- vöru fyrr en Fischer og Spassky tefldu heimsmeist- araeinvígið hér sumarið 1972. Síðan hef ég stundað skákina kappsamlega og eyði í hana miklum tíma. Framfarir hafa verið örar frá því í fyrra, hverju sem það er nú að þakka. Í fyrra tefldi ég í áskorendaflokknum, sem er næstur á eftir landsliðsflokki, og hlaut aðeins 6½ vinning. Núna hlýt ég svo 9 vinninga í landsliðs- flokknum svo að þetta verður að teljast sæmilegt stökk upp á við. Ég fann mig ágætlega í mótinu, ég byrjaði vel en lakast tefldi ég um miðbik mótsins, enda fann ég þá til þreytu.“ Mest dálæti á Mikhail Tal Í samtalinu upplýsti Jón að hann hefði mest dálæti á sovéska skákmeistaranum Mikhail Tal. „Hann teflir djarfar sóknarskákir en við þann stíl kann ég bezt.“ Framundan hjá Jóni þetta vor fyrir 35 árum voru prófannir í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Þá var hann einnig í píanónámi sem hann stundaði af krafti. „Það er svo margt sem ég er að sýsla við að stundirnar í sólar- hringnum mættu gjarnan vera fleiri.“ Sem fyrr segir varð Helgi Ólafsson annar á Íslands- mótinu í skák 1977 með 8½ vinning, Ásgeir Þ. Árnason, bróðir Jóns, varð þriðji með 8 vinninga og Margeir Pét- ursson fjórði með 7 vinninga. Allir voru þeir undir tví- tugu á þessum tíma og þegar komnir í landslið Íslands, án efa eitt það yngsta sem þjóðin hefur teflt fram. Helgi, Margeir og Jón urðu síðar stórmeistarar í skák. Þeim áfanga náði Jón árið 1986 en alþjóðlegur meistari varð hann 1979. Af sigrum Jóns við skákborðið má nefna heimsmeistaratitil sveina 1977 og Íslandsmeistaratitil 1977, 1982 og 1988. Þá tefldi Jón á fjölmörgum ólympíu- skákmótum fyrir Íslands hönd, síðast 1994. Jón lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1986 og prófum af endurskoðunarsviði 1993-94. Jón L. Árnason tjáði Morgunblaðinu fyrir 35 árum að hann ætlaði að halda áfram að tefla af fullum krafti og að hann langað mikið til að fá að spreyta sig á móti í út- löndum. Sá draumur rættist aldeilis. Hann lauk viðtal- inu með þessum orðum: „Ég ætla ekki að hafa það eins og Fischer, að hætta á toppnum.“ orri@mbl.is 16 ára Íslands- meistari í skák Jón L. Árnason eftir að hann varð heimsmeistari sveina í september 1977. Að baki honum er Margeir Pétursson. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ’ Framfarir hafa verið örar frá því í fyrra, hverju sem það er nú að þakka. Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason (t.h.) tefla úrslitaskákina á Íslandsmótinu árið 1977. Jón fór með sigur af hólmi. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Á þessum degi 15. apríl 1977

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.