SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Page 32

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Page 32
Í þeim hópi er króatíski skíðakapp-inn Ivica Kostelic sem átt hefur frá-bæran feril í brekkunum og státaraf heimsmeistaratitli, silf- urverðlaunum á Ólympíuleikum og heimsbikartitli í samanlögðu. Unnusta hans til margra ára er íslensk, Elín Arn- arsdóttir, og búa þau saman í Zagreb, höfuðborg Króatíu. Kostelic heimsótti land og þjóð á dög- unum og dvaldi hér í rúma viku. Morg- unblaðið fékk að setjast niður með hon- um í skíðaskálanum í Skálafelli. Þar var kappinn að keppa á alþjóðlegu skíðamóti á vegum KR og kynnti sér í leiðinni Norðurhlíðina en þar hafa skíða- áhugamenn áhuga á að bæta við lyftu og stækka þannig verulega skíðasvæðið í Skálafelli. Kostelic telur þar vera mikla möguleika á því að byggja upp skíða- svæði til framtíðar eftir að hafa skíðað í Norðurhlíðinni að keppni lokinni. Þriðja Íslandsferðin „Þetta er mín þriðja heimsókn til Íslands og má segja að ég hafi komið á tveggja ára fresti. Við reynum að heimsækja nokkra staði en ég hef gengið með þá hugmynd í maganum að ganga yfir Ísland þvert og endilangt að keppnisferlinum loknum. Í þessari heimsókn hef ég áhuga á því að viða að mér upplýsingum fyrir þau áform,“ sagði Kostelic en það verður að viðurkennast að blaðamanni þykir svo- lítið óþægilegt að spyrja afreksíþrótta- mann á heimsmælikvarða um einkalífið frekar en afrekin en lætur sig hafa það. „Ég er auðvitað hamingjusamur yfir því að eiga frábæra kærustu og auðvitað er hún ein ástæðan fyrir Íslands- heimsóknum mínum. Mig hafði þó lengi langað til þess að heimsækja Ísland áður en ég kynntist Elínu. Þetta er mjög sér- stakur staður og ólíkur öðru sem maður hefur séð í heiminum. Ég hef kynnst staðnum og mér líkar víðáttan vel. Ef maður stendur til dæmis uppi í þessu fjalli þá blasir sjóndeildarhringurinn við manni.“ Búferlaflutningar ekki á áætlun Kostelic er því næst spurður um hvort hann sjái fyrir sér þann möguleika að búa á ævintýraeyjunni í framtíðinni. Hann er fljótur til svars. „Nei, alls ekki. Ég kem frá Króatíu og þar líður mér vel. Ég fer ekki leynt með það að Ísland er staður sem fólk verður að sjá og heimsækja. Ég skil að Íslendingum líði vel hérna en hér get ég ekki búið. Ég myndi sakna skógar- ins og mér er einnig tjáð að hér sé býsna mikið myrkur á veturna. Þetta er því mjög ólíkt Miðjarðarhafslandi eins og Króatíu þar sem veturnir eru sæmilega hlýir. Íslenskar aðstæður eru því ólíkar þeim sem ég þekki,“ útskýrði Kostelic sem eyðir drjúgum tíma í ferðalög á vet- urna enda ferðast heimsbikarinn víða. Á þeim vígstöðum hefur þessi 32 ára gamli kappi átt mikilli velgengni að fagna. Kostelic sigraði í samanlagðri keppni heimsbikarsins árið 2011 og var einnig efstur í stigakeppninni í vetur þegar gömul meiðsli í hægra hnénu létu á sér kræla og þurfti Kostelic að fara undir hnífinn. „Þessi meiðsli voru talsvert högg fyrir mig þar sem þetta gerðist á miðju tímabili og ég var með forskot í stiga- Ivica Kostelic ásamt unnustu sinni, Elínu (t.v), og Janicu, systur sinni. Fátt þykir okkur Íslendingum forvitnilegra en þegar heimsfrægir einstaklingar næla sér í ís- lenska maka. Fá þeir þá gjarnan nafnbótina tengdasonur eða tengdadóttir Íslands og eigum við þá umsvifalaust í þeim hvert bein. Texti: Kristján Jónsson kris@mbl.is Ljósmyndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is Ætlar að ná í gull til Rússlands 32 15. apríl 2012

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.