SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 47
15. apríl 2012 47 Oft er sagt að ein mynd segimeira en þúsund orð og iðu-lega talið að um sé að ræðakínverskt spakmæli eða slag- orð úr auglýsingu. Í þessari hugsun felst speki og skilningur á heimildagildi ljós- mynda. Fyrir daga ljósmyndunar hér á landi voru myndir höggnar í stein, málaðar og tálgaðar í tré, saumaðar út eða teiknaðar á skinn. Árið 1839 var ljósmyndun fundin upp. Upp úr miðri 19. öld tileinkuðu Ís- lendingar sér ljósmyndatæknina og hófu að taka myndir af landinu, fólki og þjóð- lífi almennt. Fyrir þann tíma var íslenskt myndefni yfirleitt málað eða teiknað af erlendum landkönnuðum og gestum hér á landi. Með ljósmyndun urðu því kafla- skil í myndrænni tjáningu á Íslandi. Ljósmyndir eru stór hluti af hug- arheimi fólks. Þær varðveita minningar um atburði þó að þar sé um að ræða brotakennda heimild um hinn liðna veruleika. Með einni ljósmynd má gefa innsýn í flókinn veruleika enda má skoða myndir frá óteljandi sjónarhornum. Frá- sögn myndarinnar byggist á myndlæsi áhorfandans og túlkun hans. Hver og einn skoðar ljósmyndir með sínum aug- um og leggur sinn skilning í myndefnið. Á allflestum heimilum eru myndasöfn sem geyma sögu fjölskyldunnar og at- burða í lífi fólks, og ef vel er að gáð eru þær einnig mikilvægar heimildir um samfélagsþróun. Slík söfn eru því mik- ilvægur hluti safnkostar opinberra ljós- myndasafna. Í söfnum á Íslandi eru varðveittar ljós- myndir frá opinberum aðilum, fyr- irtækjum og einstaklingum. Margslungið heimildagildi ljósmynda gerir kröfu til safna um vandaða skráningu myndasafna til þess að tryggja gott aðgengi að mynd- efninu. Það felur auk þess í sér mikilvægi rannsókna á myndefninu og miðlun til notenda, meðal annars með útgáfu og sýningum. Ljósmyndir eru stór hlut safnkostar Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafn- inu. Elstu myndir í Ljósmyndasafninu eru frá því um miðbik 19. aldar þegar ljós- myndun hófst hér á landi til dagsins í dag þegar stafræn ljósmyndun er orðin al- menn. Þar eru varðveittar um sex millj- ónir mynda með úrvali þjóðlífs- og mannamynda frá 19. öld og til samtíma okkar. Þar er einnig varðveitt besta úrval teiknaðra, málaðra og prentaðra manna- og þjóðlífsmynda frá Íslandi á 16.-19. öld. Myndir safnsins eru af öllum hugs- anlegum gerðum og stærðum, ýmist á pappír, gleri, plasti, filmum eða málmi. Safnið er skráð í menningarsögulega gagnagrunninn Sarp sem verður veflægur á þessu ári. Myndasafnið endurspeglar menningarsögu þjóðarinnar og er óþrjót- andi brunnur heimilda. Saga myndasafns Þjóðminjasafns Ís- lands hófst með söfnun Matthíasar Þórð- arsonar þjóðminjavarðar á mannamynd- um árið 1908. Árin þar á eftir var unnið mikið brautryðjandastarf á sviði ljós- myndasöfnunar á vegum safnsins. Það er ómetanlegt samtímanum og framtíðinni hve snemma var byrjað að safna ljós- myndum í Þjóðminjasafninu. Fyrir vikið er til gott safn ljósmynda frá 19. öld, fyrst og fremst mannamyndir teknar af prúð- búnu fólki á ljósmyndastofu. Einnig eru fjölmargar ljósmyndir af stöðum og bæj- um eftir fyrstu íslensku ljósmyndarana, eins og Sigfús Eymundsson, Nicoline Weywadt og Friðrik Löve frá árunum í kringum 1870. Fyrsta glerplötusafn frá ljósmyndastofu sem barst til Þjóðminja- safnsins var frá ljósmyndastofu Sigfúsar árið 1915 og um þessar mundir er unnið að rannsókn á verkum hans og verður gefin út bók með sýningu á 150 ára afmæli safnsins á næsta ári. Þegar leið á 20. öld- ina fjölgaði myndum frá áhuga- og at- vinnumönnum umtalsvert í Ljós- myndasafni Íslands. Starfsemi myndasafnsins tók að eflast og ljós- myndasýningar litu dagsins ljós á níunda áratugnum. Á annað hundrað myndasafna frá ein- stökum ljósmyndurum er nú varðveitt í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni. Þau söfn ljósmynda eru misstór eða alveg frá því að vera innan við tíu filmur upp í hundruð þúsunda filma. Á sama hátt er myndefnið ólíkt og fjölþætt. Sem dæmi má nefna mannamyndir eftir Loft Guð- mundsson teknar á ljósmyndastofu hans, myndir af brúm og vegagerð úr safni Geirs Zoëga vegamálastjóra eða ljós- myndir úr kvennablaðinu Veru svo fátt eitt sé nefnt. Á liðnum árum hefur Þjóð- minjasafnið staðið fyrir öflugu starfi á sviði ljósmyndarannsókna, útgáfu og miðlunar. Fyrir þann þátt í starfsemi Þjóðminjasafns Íslands hlaut safnið hin virtu safnaverðlaun árið 2003. Við endur- opnun safnsins 2004 urðu mikilvæg þáttaskil og starfsemi á þessu sviði efldist til muna. Má þar nefna söfnun, varð- veislu, skráningu, útgáfu og sýningar hvers konar og er áhersla á ljósmyndaarf- inn með mikilvægari þáttum í starfi Þjóð- minjasafns Íslands. Ljósmyndir berast söfnum yfirleitt við eigendaskipti á myndasöfnunum svo sem við andlát eða hvers kyns þáttaskil. Við andlát fólks er það oft mat afkomenda að best fari á því að myndasafn viðkomandi verði varðveitt í safni þar sem best fer um myndefnið og myndirnar gerðar að- gengilegar með faglegri skráningu. Þann- ig hafa myndir borist til safnsins úr dán- arbúum í meira en hundrað ár. Enn eru stafrænar myndir ekki farnar að berast nema í takmörkuðu magni á opinber myndasöfn hérlendis. Þá hafa borist myndasöfn frá fyrirtækjum eins og Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga eða dag- blaðinu Tímanum við þáttaskil. Lögum samkvæmt eru ljósmyndir skilgreindar sem skilaskyld skjöl hjá opinberum stofnunum. Þannig berast ljósmyndir sem verða til í starfi opinberra stofnana til Ljósmyndasafnsins og eru varðveittar þar sem ómetanlegar heimildir um menningu okkar, líf og starf á liðnum áratugum og öldum. Þar má nefna myndasafn Þjóð- leikhússins sem nú er varðveitt í Ljós- myndasafni Íslands sem er ómetanleg heimild um sögu leiklistar í landinu. Auk Ljósmyndasafns Íslands í Þjóð- minjasafni eru starfandi öflug ljós- myndasöfn víða um land. Samvinna þessara safna er mikilvæg. Ljós- myndaarfurinn er mikilvægur þáttur þjóðararfsins og gildi hans á enn eftir að aukast. Þar kemur til víðtæk samvinna sem mun leiða til betra aðgengis að hinu ótæmandi myndefni þjóðarinnar. Segja má að ljósmyndir stuðli að félagslegu minni og meiri vitund um samhengi for- tíðar og framtíðar. Ljósmyndir eru heim- ildir um liðinn veruleika einstaklinga, minningar þjóðarinnar. Þankar um þjóðminjar Margrét Hallgrímsdóttir margret@thjodminjasafn.is Ljósmynd Sigfúsar Eymundssonar af tedrykkju hjá Thostrup á Ísafirði sumarið 1866 sýnir lífstíl yfirstéttarinnar. Ljósmyndir, minningar þjóðarinnar Gatnamót Hafnarstrætis, Lækjargötu og Hverfisgötu rétt fyrir 1960. Þjóðminjasafn/Þorsteinn Jósepsson ’ Segja má að ljós- myndir stuðli að fé- lagslegu minni og meiri vitund um samhengi fortíðar og framtíðar. Ljós- myndir eru heimildir um liðinn veruleika einstak- linga, minningar þjóð- arinnar. Þjóðminjasafn/Sigfús Eymundsson

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.