SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 18
18 15. apríl 2012 Hákarlar frá útgáfufyr-irtækjum eru ekki byrjaðir aðsvamla fyrir utan hjá Nönnusem er pollróleg yfir þessu öllu saman. „Við ætlum þó hiklaust að nýta okkur þetta,“ segir hún ákveðin. „Gera eitt- hvað sniðugt og vera rosa-dugleg. Það er mikill hugur í okkur og stefnan er að sjálfsögðu að búa til plötu, breiðskífu“.“ Lífsblóðið tónlistin Svo mælti Nanna Bryndís Hilmarsdóttir í viðtali við greinarhöfund, daginn eftir að Of Monsters and Men höfðu sigrað Mús- íktilraunir. Það var í mars 2010 og óhætt að segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan þá. Þegar óhemju vinsæll frumburðurinn kom svo út hér á landi í september á síðasta ári sagði Nanna í spjalli við sama greinarhöfund, spurð að því hvort hún væri tilbúin þegar vin- sældakallið kæmi: „Ég og Arnar (trommari) vorum ein- mitt að byrja bæði tvö í skóla og vorum að tala um það að ef eitthvað gerist þá bara stökkvum við til. Tónlistin hefur al- gjöran forgang, hún er lífsblóðið.“ Þessi sami Arnar var á línunni í gær, föstudag, þegar slegið var á þráðinn til hljómsveitarinnar. Mannskapurinn um borð í rútu, loks sjáandi fyrir endann á ótrúlega afdrifaríkum mánuði. „Það er gott að heyra röddina í Íslend- ingi,“ segir nafni minn. Hann er inntur eftir stemningunni og hún er góð. Mjög góð meira að segja. „Það eru allir í rosa-góðum fíling og við erum í miklu stuði. Ég væri að ljúga ef ég segði þér ekki að við værum orðin dá- Þegar ljónshjörtun sigruðu Ameríku Við Íslendingar stöndum opinmynntir yfir ótrúlegu gengi hljómsveitarinnar Of Monsters and Men í Ameríku sem liggur nú kylliflöt fyrir lokkandi þjóðlagapoppi hennar. Sjötta sæti Billboardlistans, uppseldir tónleikar og eitt- hvað sem mætti kalla „æði“ er staðreynd og hefur þessi bolti rúllað af miklum krafti á til- tölulega skömmum tíma. „Maður þarf að klípa sig í handlegginn,“ segir Arnar Rósenkranz Hilmarsson, trymbill og slagverksleikari. Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.