SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 35
15. apríl 2012 35 „Allir mínir félagar fóru í tónlistina en ég var með önnur áform og ákvað eftir menntaskóla að fara í læknisfræðina. Tónlistin fer þó ekki úr manni og ég hef verið trúbador á fjöllum frá því ég kom heim úr sérnámi og þeir sem helsta hafa hlustað á mig eru þeir sem fara með mér í hestaferðir,“ segir Ragnar sem einnig var meðlimur í hljómsveitinni Taktleysu en hana skip- uðu aðallega hjartalæknar. Að hans sögn er tónlistin það athvarf sem hann notar til að hverfa frá amstri dagsins. „Tónlistin losar um ákveðna streitu sem fylgir þessu starfi. Það er gott að eiga þetta athvarf til að hverfa frá streitunni sem getur fylgt læknastarf- inu. Fyrir utan það að hafi menn gam- an af tónlist er erfitt að hlaupa frá henni.“ Ekki bara vögguvísur frá barnalæknum Einn þekktasti barnalæknir landsins er Michael Clausen en hann hefur alltaf verið mikill tónlistarmaður líkt og bróðir hans heitinn, Andri Örn Clau- sen, leikari og síðar yfirsálfræðingur Landspítalans. Þeir bræður spiluðu saman í ýmsum hljómsveitum, m.a. Basil fursta sem þótti efnileg á sínum tíma. Michael sinnir enn tónlistinni þó hann spili ekki lengur með hljóm- sveitum líkt og hann gerði á yngri ár- um. Að hans sögn er tjáning mjög sterkur og ríkur þáttur í starfi lækna. „Þegar fólk upplifir að einhver er góð- ur læknir er það ekki vegna þess að hann hefur staðið sig vel á prófum heldur vegna þess að hann er að sinna þínum málum mjög vel og kemur fram við þig með hlýju og skilning og þess vega held ég að læknar upplifi tónlist- ina sem tæki til að tjá sínar tilfinningar utan vinnu og hún hjálpi þeim að tjá sig í vinnunni.“ Þá bendir Michael á að tónlistin sé góð leið til að fá útrás fyrir þá erfiðleika sem lagðir eru á herðar lækna alla daga. Kristín Leifsdóttir sem einnig er barnalæknir er hörku söngkona og söng lengi í hljómsveitinni Bambínós með læknunum Þórólfi Guðnasyni og Viðari Einarssyni. Hún hefur mikinn áhuga á blús og segir tónlistina vera svipaða og það sem hún gerir í starfi sínu. „Ég er nýburalæknir og þarf oft að hlaupa til og bjarga lífi barna og þá þarftu að vera til staðar í núinu og vinna vel með þeim sem eru í kringum og gera rétt. Þetta er svipað og með djassinn þar sem þú þarft að spinna vel með hljóðfærunum og vera til staðar í stundinni.“ Læknisfræðin er „tón“list Óhjákvæmilega velta margir fyrir sér hvers vegna læknar sækja í tónlistina og af svörum margra þeirra má draga þá ályktun að þeir noti hana til að slaka á og hvíla sig, athvarf frá amstri dagsins eða hreinlega spila til að gleyma. Þórður Þorkelsson, læknir og fyrrverandi meðlimur hljómsveit- arinnar Bambínós, spyr hins vegar hvort læknar sæki í tónlist eða tónlist- armenn í læknisfræði. Þeirri spurningu verður ekki svarað svo auðveldlega en ljóst er að fjöldi lækna spilar og gefur út tónlist ásamt því að sinna erfiðu starfi á spítölum og læknastofum landsins. Þeir marka því spor sín víða í íslensku samfélagi og má þá helst nefna lækna á borð við Sigvalda Kalda- lóns sem samdi lagið við Nóttin var sú ágæt ein og Tómas Á. Jónasson en hann er einn stofnanda Kammermús- íkklúbbsins. Lag Stefáns Eggertssonar, háls-, nef- og eyrnalæknis, Dimmar rósir, er mikið sungið í söngvakeppn- um eins og söngkeppni framhaldsskóla og þá er Sigurður Albertsson, skurð- læknir á Akureyri, hörku textahöf- undur. Grétar Sigurbergsson, geðlækn- ir, hefur átt mörg þekkt lög og oft tekið þátt í undankeppnum Evró- visjónkeppninnar hér heima. Þá er Gunnar Herbertsson, kvensjúkdóma- læknir mikill tónlistarmaður auk hjónanna Írisar Sveinsdóttur læknis í Bolungarvík og Lýðs Árnasonar læknis á Flateyri og læknahjónanna Guðlaugar Þórsdóttur og Ingólfs Kristjánssonar sem voru með hljómsveitina Hljóm- sveit Guðlaugar. Margir íslenskir læknar hafa markað spor í tónlistarsöguna hér á landi frá því Sigvaldi Kaldalóns samdi sín frægu lög í Ármúla við Ísafjarðardjúp og í Grindvarvík. Morgunblaðið/Kristinn Michael Clausen barnalæknir lék lengi með hljómsveitinni Ba- sil Furst og fæst enn við tónlistina í dag fyrir vini og kunningja. Morgunblaðið/Kristinn ’ Tónlistin kom á undan læknisfræðinni og ég byrjaði ungur að spila. Þegar ég fór að hafa áhuga á læknisfræðinni ætlaði ég að hætta að spila en þá varð Óm- ar Ragnarsson á vegi mínum“ Haukur Heiðar Hauksson Helgi Júlíus Óskarsson Haukur Heiðar Ingólfsson Hlynur Þorsteinsson Páll Torfi Önundarson Ragnar Danielsen Lýður Árnason Íris Sveinsdóttir Michael Clausen Þórólfur Guðnason Viðar Einarsson Þórður Þorkelsson Guðlaug Þórsdóttir Ingólfur Kristjánsson Kjartan Hrafn Loftsson Þórdís Kjartansdóttir Grétar Sigurbergsson Tómas Á. Jónasson Kristín Leifsdóttir Stefán Eggertsson, Reynir Tómas Geirsson Gunnar Herbertsson Sigurður Albertsson Heimir Sindrason Hlynur Þorsteinsson Nokkrir tónelskir læknar

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.