SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 20
20 15. apríl 2012
var á sínum tíma glæsilegasta íbúðarhús
Reykjavíkur og ekkert til sparað við
smíðina. Klassískar skreytingar eru
áberandi að innan sem utan og við að-
alinnganginn eru jónískar súlur. Þegar
húsið var reist var að finna margar nýj-
ungar í því, meðal annars fullkomna
vatns- og rafmagnslögn þótt þá væri
hvorki komin vatns- né rafmagnsveita í
Reykjavík. Í útitröppurnar var notað
granít sem flutt var inn frá Borgund-
arhólmi og parket var lagt á gólf við-
hafnarstofu hússins. Hefur húsið verið
kallað íslensk Palladio-villa.
Það er Tark Teiknistofan ehf sem sér
um útfærslur á breytingum á húsinu og
miða þær að því að gera húsið upp
Nokkur styr hefur staðið umframkvæmdir á hinu sögu-fræga húsi við Fríkirkjuveg11. Í komandi viku er að
vænta tíðinda um þær breytingar sem
þar verða gerðar en Húsafriðunarnefnd
mun þá funda um málið.
Athafnamaðurinn Thor Jensen lét
reisa húsið á árunum 1907-1908 en árið
2008 keypti Björgólfur Thor Björgólfs-
son hús langafa síns af Reykjavíkurborg.
Húsið hafði þá verið í eigu samtaka
bindindismanna frá árinu 1939 til 1964
en þá eignaðist borgin húsið og var það
notað sem aðalbækistöð Íþrótta- og
tómstundaráðs Reykjavíkur. Húsið er
tvílyft timburhús í nýklassískum stíl og
þannig að notagildi þess verði sem
mest. Áformað er að á efri hæð hússins
verði íbúð en á þeirri neðri og í kjallara
aðstaða fyrir veislur og ráðstefnur með
veislusölum, setustofu og eldhúsi. Hug-
myndin er einnig sú að saga Thors Jen-
sen og hússins verði rakin í máli og
myndum á veggjum hússins.
Þónokkrar breytingar áætlaðar
Húsið var friðað í B-flokki af borg-
arstjórn árið 1978 sem þýðir að húsið er
alfriðað að utan en í raun ekki að innan.
Þó eru allar breytingar á húsinu háðar
lögum um húsafriðun vegna aldurs.
Líkt og friðunin segir til um mun
húsið halda upprunalegu útliti sínu að
utan og er áætlað að hefja umfangs-
miklar endurbætur á ytra byrði í sumar.
Að innan eru þónokkrar breytingar
áætlaðar. Veggpanell og málaður strigi
og súlur verða til að mynda lagfærðar
en áður hafa svipaðar breytingar verið
gerðar. Öll loft verða hins vegar óhreyfð
og verður slökkvikerfi í húsinu ekki
sýnilegt. Með slíkum útfærslum verður
reynt að hrófla sem minnst við upp-
runalegu útliti hússins. Helsta breyt-
ingin sem áætluð er er sú að flytja stiga
af fyrstu hæð húsins niður í kjallara.
Þetta segja arkitektarnir Ásgeir Ásgeirs-
son og Halldór Eiríksson bestu lausnina
til að nýta húsið sem skyldi og loka á
milli íbúðarhúsnæðis og annarar að-
Hús án lífs er
einskis virði
Fyrirhugaðar eru breytingar á hinu sögufræga
húsi við Fríkirkjuveg 11 sem miða að auknu
notagildi hússins. Húsið reisti athafnamaðurinn
Thor Jensen á árunum 1907-1908 og var það á
sínum tíma glæsilegasta íbúðarhús Reykjavíkur.
María Ólafsdóttir maria@mbl.is
Hið glæsilega og sögufræga hús Fríkirkjuvegur 11 séð að utan, húsið er alfriðað að ut
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Að ofan, stiginn eins og hann er nú, fyrir neðan eftir breytingar sem miða við að hann verði færður niður í kjallara.
Arkitektarnir Halldór Eiríksson (t.v.) og Ásgeir Ásgeirsson vilja glæða húsið lífi.