SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 6
6 15. apríl 2012
Það hefur ekki verið nein lognmolla í kringum Bubba
Watson undanfarin misseri. Síðasta sumar sló hann í
gegn með kvartettnum Golf Boys sem gaf út tónlist-
armyndbandið „Oh oh oh“ en hinir hljómsveitar-
meðlimirnir eru kylfingarnir Rickie Fowler, Ben
Crane og Hunter Mahan. Þar kemur Bubba m.a. fram
ber að ofan í gallasmekkbuxum. Því minna sem sagt
er um listræn gæði lagsins, því betra … Í febrúar
mætti Bubba svo á mót í Phoenix á appelsínugulri
Dodge Charger-bifreið frá 1969 úr bandarísku sjón-
varpsþáttunum Dukes of Hazzard sem hann hafði
keypt á uppboði á jafnvirði tæpra níu milljóna króna.
Aðeins tveimur vikum fyrir sigurinn á Masters ætt-
leiddu svo Bubba og kona hans Angie, eins mánaðar
gamlan dreng sem hefur hlotið nafnið Caleb. Þakkar
Watson föðurhlutverkinu m.a. þá hugarró sem hann
hafði til að vinna á mótinu. Svo er spurning hvort
barnabílstóllinn komist fyrir í Dodge-inum?
Rokkstjarna, bíleigandi og nýbakaður faðir
Bubba Watson í tryllitækinu úr Dukes of Hazzard.
AP
Geggjaður!“ svaraði Bubba Watsonþegar spjallþáttastjórnandinn DavidLetterman bað hann um að lýsagolfstíl sínum eftir sigurinn á Mast-
ers-mótinu um síðustu helgi. Þegar Bubba tíar
upp boltann á teig halda áhorfendur yfirleitt
niðri í sér andanum af eftirvæntingu yfir því
sem er í vændum. Ekki er nóg með að Watson
sé högglengsti kylfingurinn á PGA-mótaröð-
inni, með meðalupphafshögg upp á rúma 283
metra á þessu tímabili, heldur slær hann bolt-
ann í svo ótrúlegum sveigum að aðrir en hann
sjálfur vita oftast lítið hvernig hann ætlar sér að
slá höggið. Ekki spillir svo skærbleikur dræver-
inn fyrir sjónarspilinu í kringum hinn örvhenta
Gerry Lester Watson eins og hann heitir réttu
nafni.
Það var því fátt meira viðeigandi en að höggið
sem svo gott sem tryggði hinum 33 ára gamla
Watson sigur á hinum sögufræga Augusta Nat-
ional-velli, hans fyrsta sigur á risamóti á ferl-
inum, hafi hann slegið í tæplega 40 metra krók í
kringum tré áður en kúlan endaði nokkrum
metrum frá holunni.
Miðað við hversu óvenjuleg sveifla Watsons
er þá þarf kannski ekki að koma á óvart að hann
hefur aldrei farið til golfkennara heldur lærði
hann sjálfur að slá létta plastbolta á æskustöðv-
unum í Bagdad, Flórída. Þannig segist hann
hafa lært að móta boltaflug sitt að vild. „Mér
finnst best að læra á minn hátt upp á eigin spýt-
ur. Það snýst allt um náttúrulega tilfinningu hjá
mér,“ segir hann.
Þá segist hann ekki hafa gaman af æfingum
því þær líkist of mikið vinnu. Þegar hlé sé á
golftímabilinu fari hann aldrei á æfingarsvæðið
heldur fari hann bara og spili. Ástæðu þess segir
hann vera þá að hann ólst upp í fátækt. „Æfing-
arboltar kostuðu peninga þegar ég var að alast
upp og við vildum ekki þurfa að borga fyrir þá.
Þannig að ég varð að finna aðra leið.“
Áhorfendur dá alþýðlegan persónleika hans
og frjálsan anda á golfvellinum en hann hefur
einnig komið honum í bobba. Þegar Watson
taldi að Steve Elkington, meðspilari sinn á móti
í fyrra, væri á of mikilli hreyfingu þegar hann
ætlaði að slá þá lét hann Elkington heyra það:
„Ætlarðu að hætta að labba, maður? Fjandinn.
Ég skal segja þér eitt, maður: Þið gömlu kemp-
urnar getið kysst á mér rassinn,“ hreytti Bubba
út úr sér í návist hljóðnema. Hann var síðar
sektaður fyrir orðbragðið.
Þá varð Watson frægur að endemum í Frakk-
landi eftir þátttöku sína á móti á Evróputúrnum
þar í landi síðasta sumar. Eftir að hafa kvartað
undan öryggisgæslu og öðrum tittlingaskít á
mótinu, þar sem hann komst ekki í gegnum
niðurskurð, framdi hann þá höfuðsynd að gera
lýðum ljósa yfirgripsmikla fákunnáttu sína um
land og þjóð. Þegar hann var spurður um ferð-
lag sitt um París sagðist hann hafa séð „þennan
stóra turn“ [Eiffel-turninn], „bygginguna sem
byrjar á L“ [Louvre-safnið] og „þennan boga
sem ég ók hring í kringum“ [Sigurbogann].
Frökkum var ekki skemmt og því síður banda-
rískum fjölmiðlum sem töldu hann hafa orðið
Bandaríkjamönnum til skammar með því að
gangast upp í neikvæðum staðalmyndum af
þeim sem heimóttarlegum kjánum. Watson
baðst síðan afsökunar á uppákomunni.
Golfspekingar hafa um skeið talað um Bubba
sem hugsanlegan sigurvegara á risamóti, þökk
sé ótrúlegri högglengdinni og hugmyndaflug-
inu í að móta högg. Hann komst raunar nálægt
því að sigra á PGA-meistaramótinu á Whistling
Straits-vellinum árið 2010 en tapaði á endanum
í þriggja holu umspili gegn Þjóðverjanum Mart-
in Kaymer eftir að hafa búið innáhöggi sínu á
síðustu holunni vota gröf. Andlega hliðin var sú
sem menn óttuðust að væri ekki nógu sterk hjá
Watson til að hann næði þeim árangri sem
hæfileikar hans verðskulduðu.
„Hann er hvumpnasti náunginn á mótaröð-
inni. Hann er taugaveiklaðri en köttur í her-
bergi fullu af ruggustólum,“ segir Gary van
Sickle, blaðamaður Sports Illustrated, um
þennan veikleika Watsons. Hann þykir ör, til-
finningasamur og talar áður en hann hugsar
eins og faux pas hans í Frakklandi sýndi.
„Bubba vill kýla á það í hverju höggi. Ég tala
ekki um fyrir honum vegna þess að ég haldi að
hann geti það ekki, því ég veit að hann getur
það, heldur út af andlegu afleiðingunum ef
honum tekst það ekki,“ sagði Tedd Scott,
kylfusveinn Watsons til fimm ára, um vinnu-
veitanda sinn á sínum tíma.
Í viðtali í tímaritinu Golf Digest árið 2009
viðurkenndi Watson að hann þjáðist örugglega
af athyglisbresti. Hjá Letterman í vikunni sagð-
ist hann hins vegar hafa náð tökum á tilfinn-
ingum sínum á vellinum. „Fyrir fjórum árum
var þetta slæmt og ég reif sjálfan mig niður.
Kylfusveinninn minn tók eftir því og hótaði að
hætta ef ég breyttist ekki. Það tókst með mikilli
vinnu og hjálp konunnar minnar, vina og
kylfusveins. Ég reyndi að koma sjálfum mér í
skilning um að það eru margir hlutir í lífinu
betri en golf,“ sagði Bubba.
Alþýðlegi
sveim-
huginn
Bubba
Hélt taugunum
í skefjum og sigr-
aði á Masters
Bubba slær upphafshögg á Masters með bleika drævernum. Lengsta högg hans á tímabilinu er litlir 390 metrar.
ReutersVikuspegill
Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is
Watson lætur töluvert
að sér kveða í góð-
gerðarmálum og í ár
virkjar hann högg-
lengd sína til góðra
verka. Verkefnið heit-
ir „Bubba og vinir
dræva á milljón“ og
er markmiðið að
safna milljón doll-
urum sem renna eiga
til góðgerðarsamtaka
sem tengjast heil-
brigðismálum. Golf-
vöruframleiðandinn
Ping, sem framleiðir
bleika dræverinn,
ætlar t.d. að gefa
300 dollara fyrir
fyrstu 300 upphafs-
höggin sem Bubba
slær yfir 300 yarda.
Slær til
góðgerðar