SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 23
15. apríl 2012 23 Velgengni hljómsveitarinnar Of Monsters and Men hefur verið á allra vörum í vikunni,enda skaust fyrsta plata sveitarinnar, My Head is an Animal, í sjötta sæti á Billboard-listanum, bandaríska breiðskífulistanum. Það er ekki nema von að fólk sperri eyrun,það er ekki á hverjum degi að íslensk hljómsveit eða tónlistarmaður nær svo hátt á Billboard-listanum, bandaríska breiðskífulistanum. Reyndar náði hljómsveitin hærra en dæmi eru um fyrir íslenska listamenn, því Björk er eini íslenski listmaðurinn sem komist hefur inn á topp tíu á listanum, kom Volta í níunda sæti fyrir fimm árum og Með suð í eyrum við spilum endalaust með Sigur Rós náði fimmtánda sætinu. Saga Of Monsters and Men hefst vestur í garði þar sem Nanna Bryndís Hilmarsdóttir tók upp gít- ar, fór að semja lög og syngja og setja inn á rokk.is. Hún kallaði sig þá Josie, síðar Songbird og svo kom nafnið Of Monsters and Men þegar hún fékk til liðs við sig þá Ragnar Þórhallsson og Brynjar Leifsson og þau tóku þátt í Músíktilraunum fyrir tveimur árum og sigruðu af öryggi. Það er alltaf íhugunarefni hvað verður til þess að þessi hljómsveit slær í gegn en ekki hin. Hvað hafa þau fram að færa sem aðrir hafa ekki? hef ég verið spurður undanfarna daga. Svarið er í raun ekki svo flókið; þau státa af frábærum lögum, öruggri sviðsframkomu og sá sem horfir á hljómsveit- ina á tónleikum hrífst alltaf með af einlægninni og spilagleðinni. Lögin eru flest þannig að maður kann þau nánast eftir fyrstu hlustun og farinn að raula með þegar þau hljóma öðru sinni. Það fer líka vel saman hrífandi skemmtilegar lagasmíðar og eilítil depurð í textum eins og í laginu Little Talks sem gerði allt vitlaust hér á landi og vestur í Ameríku síðastliðið sumar. Við þetta má svo bæta að sjötta sætið á Billboard-listanum er ekki tilviljun, hér hefur allt farið saman, góðar lagasmíðar, þrotlaus vinna hljómsveitarmeðlima, sem hafa spilað eins og þau ættu lífið að leysa víða um Banda- ríkin, og faglegt starf hjá útgáfufyrirtæki þeirra. Í sem stystu máli: Nei, þetta er ekki heppni, þetta eru hæfileikar. Hvað er svo framundan? hef ég líka verið spurður undanfarið, eru þau búin að meika það? Því er erfitt að svara, auðveldara að spá um veðurfar á fjöllum mánuði fram í tímann en það hvernig til- teknum hljómsveitum eða tónlistarmönnum eigi eftir að farnast á alþjóðlegum plötumarkaði. Það er þó óhætt að spá því að vegur Of Mosters and Men eigi eftir að vaxa enn; það opnast margar dyr þegar plata birtist á topp tíu á Billboard-listanum og það er trú mín að þau eigi talsvert inni. Það verður svo spennandi að sjá hvað gerist þegar leikurinn berst austur um haf. Vel gæti ég trúað því að evrópskir tónlistarunnendur muni taka sveitinni vel og mikið verði sungið á þeim útihátíð- um sem þau eiga eftir að spila á, þó það verði varla fyrr en á næsta sumri, enda nóg að gera vestan Atlantsála sem stendur. Eins og ég nefndi þá er nóg af hæfileikum til staðar í hljómsveitinni og þeir tónlistarmenn, sem eru innblásnir, einbeittir, duglegir og edrú, hafa þetta allt í hendi sér. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Þetta er ekki heppni, þetta eru hæfileikar Rabb „Pásur eru bara hlutur sem var fundinn upp fyrir fólk sem leiðist í vinnunni.“ Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður. „Þetta eru svo góðar fréttir með þorskinn að ég held að enginn geti snúið út úr þeim, hversu fúll sem hann er.“ Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra. „Því verður ekki neitað að þetta er stórbrotinn heiður.“ Einar Már Guðmundsson tók við Norrænu bókmennta- verðlaunum Sænsku akademíunnar. „Maður tók helst ekki þessa stærstu heldur leyfði þeim bara að fara. Þeir voru svo þungir og erfitt fyrir okkur að eiga við þá.“ Jón Sigurðsson hefur gert út frá Reykjavík í rúm þrjátíu ár. Hann segir þorsk- veiði í Kollafirði hafa verið með eindæmum góða í vetur. „Ef núverandi rík- isstjórn hefði verið við völd í síðasta þorskastríði þá hefði hún örugg- lega sótt um aðild að breska heimsveld- inu!“ Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður. „Það eru allar íslenskar kartöflur svo gott sem búnar.“ Bergvin Jóhannsson, bóndi og formaður Félags kart- öflubænda. Á góðum sumrum má vænta nýrra kart- aflna í verslanir í lok júlí eða byrjun ágúst. „Þetta er virkilega fallegt mál, með rauðum varalit á barminum.“ Útvarpskonan Gunna Dís. Þau Andri í Virkum morgnum á Rás 2 buðu upp plastmál sem Jóhanna Sigurð- ardóttir drakk úr á Morgunvakt Rásar 2. „Við gerum miklar kröfur til þess að gengið verði frá bollanum þannig að ekkert af verkinu spillist. Það þarf að pakka þessu ákaflega varlega inn.“ Haraldur Ingi Haraldsson hjá Sjónlista- miðstöðinni á Akureyri sem keypti „lista- verkið“. „Þetta verður leðjuslagur.“ Jón Hákon Magnússon, almanna- tengill, eftir að pósti um eiginmann Þóru Arnórsdóttur, forsetaframbjóð- anda, var dreift á netinu. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ósannindin En svo er þriðja tegundin af missögnum og hún er verst. Þá eru valdamenn ekki að ruglast á gömlum ferðadagskrám sínum eða ýkja afrek sín og þess háttar né að afhjúpa þekkingarleysi sitt fyrir framan alþjóð. Þeir eru hreinlega og beinlín- is að segja ósatt aftur og aftur um mál, bæði stór og smá. Og ekki er nauðsynlegt að leita langt yfir skammt að dæmum í þessum flokki. Stórmál eins og Icesave, ESB, samningar við vinnumark- aðsmenn, vinnubrögð um sjávarútvegsmál, ráðn- ingarmál seðlabankastjóra og baktjaldamakk um launakjör þess sama og óteljandi dæmi slíkrar gerðar hrúgast upp frá skömmum ferli núverandi ríkisstjórnar. Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfús- son og Össur Skarphéðinsson eru auðvitað í sér- flokki ósannindamanna í íslenskri pólitík. Sumir aðrir í ríkisstjórninni eru einnig drjúgir. Stæðu þeir einir og sér þættu þeir miklir sniðgöngu- menn sannleikans, en í skugga hinna þriggja fer minna fyrir þeim. Þessi hirðuleysislega umgengni við sannleika og staðreyndir er, ásamt ótrúlegum svikum við helstu stefnumál, örugglega megin- skýringin á því að álit á íslenskum stjórn- málamönnum og á ríkisstjórn landsins sérstaklega hefur aldrei staðið jafnlágt og það gerir núna. Forystumennirnir þrír hafa auðvitað aðra skýr- ingu á sínum ógöngum og óvinsældum. Þeir segja að ástæðan sé sú að óendanlegur dugnaður þeirra við að gera óvinsæl en óhjákvæmileg góðverk fyrir þjóðina hafi umfram allt annað leitt til þeirrar fyrirlitningar sem á þeim er. Sú skýring sýnir að þeir falla ekki aðeins undir þriðju skil- greininguna hér að framan, heldur hafa ímynd- unarveikina einnig í farteskinu. Það er afleit blanda. Morgunblaðið/Ómar Hugleiðsla á Lækjartorgi.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.