SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 15
15. apríl 2012 15
endur,“ segir Hildur en deildin var
stofnuð í nóvemberlok í fyrra.
Þær tala allar sérstaklega vel um
þjálfarann sinn. „Hann aðhyllist hollt
líferni yfir höfuð og er algjörlega á
móti allri lyfjanotkun. Hann er góð
fyrirmynd,“ segir Hildur.
„Við vonum að smám saman breyt-
ist hugmynd fólks um kraftlyftingar.
Fólk hefur stundum séð fyrir sér ein-
hverja sterabolta en það er aldeilis
ekki málið,“ segir Erla en Kraftlyft-
ingasamband Íslands hefur verið hluti
af ÍSÍ síðustu tvö ár.
Þær útskýra allar sem ein að lyft-
ingar séu góð íþrótt ef þær eru stund-
aðar rétt. Nauðsynlegar fyrir bæði
vöðva og bein, ekki síst fyrir konur.
„Ég var með slæmt bak eftir fim-
leika og það hefur lagast,“ segir Erla.
Borghildur segist hafa átt til að fá
verki í mjóbakið en ekki lengur.
„Maður fær svo sterka miðju af
þessu,“ segir hún.
„Hnébeygja er sérstaklega góð al-
hliða æfing, styrkir hendur, maga,
rass, læri og hjartað,“ segir Hildur.
„Við erum allar útivinnandi konur
með fjölskyldur. Við æfum að jafnaði
þrisvar í viku og búið,“ segir Borg-
hildur en fyrir mót bætist við ein æf-
ing á viku en hver æfing er einn og
hálfur tími að lengd.
Mennirnir aðstoðarmenn á mótum
Þær segja fjölskylduna styðja við bakið
á sér. „Mennirnir okkar aðstoða okkur
á mótum, hjálpa okkur að vefja hnén
Morgunblaðið/Ómar
"Þetta er ekki bara íþrótt
fyrir köggla" segir Hildur
Sesselja Aðalsteinsdóttir
’
Áður en við vissum af vorum
við komnar með kraftlyft-
ingabeltin og magnesíumið.
Flaxseed oil
Hörfræolía í perlum einfalt og þægilegt.
Omega 3-7-9
Omega 3 úr laxi, omega 7 úr hafþyrni
og omega 9 úr jómfrúar olívuolíu.
Salmon olía
Laxalýsi fullt af lífsnauðsynlegri
næringu.
Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum
Lífsnauðsynlegar olíur
Fáum mýkri húð, meiri liðleika
og skarpari hugsun.
Vegna einstakra gæða
nýtur Solaray virðingar
og trausts um allan heim