SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 19
15. apríl 2012 19 lítið þreytt. En þetta er ekki leiðinleg þreyta. Þetta er þægileg þreyta.“ Meðlimir Of Monsters and Men eða OMAM eins og nafnið er stundum skammstafað eru öll að upplifa tónleika- ferðalag erlendis í fyrsta skipti. Og þetta er langt frá því að vera einhver „klósett- túr“ eins og stundum er sagt. „Þetta er í fyrsta skipti hjá okkur öllum og þetta er auðvitað mjög skrítið allt saman, það er ekki hægt að neita því,“ segir Arnar. „Dagarnir eru mjög langir. Við förum á fætur eldsnemma á morgnana og förum í útvarpssviðtöl og svona. Svo þarf að stilla upp fyrir tónleika seinna um daginn og koma sér á milli staða. Það er ekkert stoppað. Stundum erum við að spila 2-3 tónleika á dag.“ Meiri nánd Arnar er ekki á því að sveitin sé orðin þreytt á lögunum þó að þau séu búin að spila þau ansi oft á stuttum tíma. „Jú jú, það er auðvitað dálítið fyndið að vera að spila sömu lögin trekk í trekk. En við erum að kynnast lögunum betur og sveitin þéttist með hverjum degi. Það er miklu meiri nánd í samspilinu núna.“ Vel er haldið utan um hljómsveitina og starfsmenn á hverju strái. „Ferðastjórinn heitir Eric og hann er eins og pabbi okkar. Hann vakti mig t.d. áðan, rak mig blíðlega úr rúminu. Rútu- bílstjórinn David sefur á meðan við vök- um og keyrir okkur svo á nóttunni á meðan við hvílumst. Brian sér svo um söluvarninginn: diska, boli og slíkt. Svo erum við með Magnús Öder hljóðmann með okkur. Hann er eini Íslendingurinn í þessum utanumhaldshópi. Það er mjög gott að hafa hann hérna.“ Viðtöl daginn út og daginn inn og það er spurt um þetta hefðbundna samkvæmt Arnari. Nafn plötunnar og hljómsveit- arinnar. Af hverju þau séu svona upp- tekin af ævintýrum. Hvort Ísland veiti innblástur og hvernig það sé að vera frá sama landi og Björk. „Það er misdjúpt á þessu. En inn á milli koma pælarar og vilja fara í djúpsjáv- arköfun. Það er skemmtilegt.“ Arnar – og félagar hans – standa til- tölulega utan við allt það fár sem geisar á Íslandi núna í kringum sveitina. „Mamma mín og systir mín hringdu í mig í gær og voru að segja mér frá stemn- ingunni. Þetta er út í hött! En frábært náttúrlega!“ Við erum tilbúin Arnar segir þéttan pakka framundan og hann sjái ekki fyrir endann á þessu ári. Sveitin stoppi nú heima við í nokkra daga áður en haldið verður til Evrópu og m.a. sé sveitin að fara að spila á tónleikum með Coldplay og Incubus. „Það er eitthvað,“ segir hann og hlær að því hversu óraunverulega þetta hljómi. En er Arnar – eins og Nanna var spurð að í haust – tilbúinn? Eru þau öll tilbúin? „Þetta er búið að gerast svo hratt að maður þarf að klípa sig í handlegginn þegar heim er komið,“ svarar hann hugsi. „Við skrifuðum undir þennan samning við Universal og vissum í sjálfu sér lítið um það hvað við vorum að fara út í. Þetta er búið að vera erfitt en alveg ótrúlega gaman. Nú höfum við séð hvernig þetta virkar og ég myndi segja að við séum meira en tilbúin til að fara í þetta af full- um krafti. Þetta er þegar öllu er á botninn hvolft fyrst og fremst gaman – sérstak- lega þegar maður sér alla þessa upp- skeru.“ ’ Mamma mín og systir mín hringdu í mig í gær og voru að segja mér frá stemningunni. Þetta er út í hött! En frábært náttúrlega! HVERN ÆTLAR ÞÚ AÐ GLEÐJA Í DAG? Haraldur Leví Gunnarsson er eigandi Record Records en hann gaf út plötu Of Monsters and Men á Íslandi í sept- ember síðastliðnum. – Jæja, Haraldur. Hvað segir þú um allt þetta havarí? „Mér finnst þetta bara geðveikt. Vissi allan tímann að þetta myndi gerast. Rosa-ánægður fyrir þeirra hönd.“ – Hver hefur þinn þáttur verið í þessari ótrúlegu farsæld? „Hann hefur svosem ekki verið mikill utan Íslands. Þau eru með gott teymi með sér í Bandaríkjunum og mikla fag- menn.“ – Hvernig kom samstarf sveitarinnar við útgáfuna þína, Re- cord Records, til? „Ég var búinn að fylgjast vel með þeim eftir að þau sigr- uðu Músíktilraunir og fljótlega kom í ljós að þetta væru til- vonandi stórstjörnur. Þá veður maður auðvitað í málið.“ – Eitthvað sérstakt sem þú sást að því leitinu til í bandinu? „Bara þetta sem svínvirkar í Bandaríkjunum í dag. Það var alveg klárt að þau ættu að byrja þar en ekki endilega í Evr- ópu.“ – Ókei …en þú og bandið hafið þá sest niður væntanlega og gert einhverjar áætlanir? Hvernig var t.d. aðkoma Heather Kolker, umboðskonu sveitarinnar, að þessu öllu saman? „Heather hafði unnið sem tónleikabókari í Bandaríkjunum en var að leita sér að sínu fyrsta bandi sem umboðsmaður. Hún er gift íslenskum manni sem benti henni á OMAM. Þeg- ar hún sá þau fyrst á tónleikum sá hún það sama og ég. Þetta er bara pottþétt dæmi. Hún er að sjálfsögðu vel tengd í bransanum enda séð um tónleikabókanir fyrir bönd eins og MGMT og fleiri. Hún var búin að vinna ötullega að því að ná rétta samningnum fyrir þetta band og margir höfðu áhuga. Þau öll eru búin að eyða þvílíkum tíma og metnaði í þetta svo að þetta er vel áskilinn árangur.“ Hvernig finnst þér að eigi að halda á spöðunum næstu mánuði og veistu eitthvað um það sem er að fara að gerast? „Þau verða bara að halda áfram að gera það sem þau eru að gera. Spila og spila. Þetta er þvílík vinna og ég hitti þau fyrr í vikunni og það er komin ágætis þreyta í hópinn enda búinn að vera að spila tugi tón- leika síðasta mánuðinn. Þau eru t.d. að fara að spila í Jimmy Fallon núna í maí. Það er mjög stór áfangi fyrir hvaða hljómsveit sem er. Og svo verða þau á tón- leikahátíðum í sumar.“ „Fljótlega kom í ljós að þetta væru tilvonandi stórstjörnur“ Haraldur Leví, útgefandi Of Monsters and Men á Íslandi. Íslenska útgáfan Erlenda útgáfan

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.