SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 42
42 15. apríl 2012
Vart fer hjá því að þeir, semekki gleyma stund og stað (ogkaloríutölu) við páskaeggjaát,láta um þessar mundir hugann
reika til mannsins sem gerði píslargöngu
frelsarans ódauðlega í íslenskum skáld-
skap, Hallgríms Péturssonar. Passíu-
sálmar hans rísa sem fagur fjallstindur
yfir ansi leirkennt flatlendi íslensks
skáldskapar á 17. öld.
Því er þó ekki að leyna að tímans beitta
tönn hefur nokkuð unnið á sálmunum
svo að nútímamanninum svokallaða,
einkum hinum yngri, kann að koma
margt í máli Hallgríms spánskt fyrir
sjónir. Sum orðin hafa glatast með öllu,
önnur orðin svo fágæt að ekki er á færi
annarra en lærðra manna að skilja og enn
önnur skipt um merkingu. Nýr hug-
myndaheimur hefur líka sitt að segja til
að gera efnið framandi.
Íslendingar eru engi aukvisar er kemur
að því að binda á sig skuldaklafa, greiða
skuldir eða af skuldum (eða ekki). Þrátt
fyrir það má fullyrða að orð eins og
„blóðskuld“ í ljóðlínunum „Blóðskuld og
bölvan mína / burt tók guðs sonar pína. /
Dýrð sé þér drottinn minn,“ komi mörg-
um í opna skjöldu.
Nú er það svo að sjálfgefið þykir að
nemendur í framhaldsskólum landsins
lesi nokkra Passíusálma svo að stúdents-
húfan hvíli á einhverju sem kallast mætti
menningararfur. Ég kenndi lengi í fram-
haldsskóla og þekki því mætavel þann
vanda að reyna að sannfæra nemendur
mína um að mannskepnan að mati Hall-
gríms og fleiri manna sé syndum hlaðin
vegna hegðunar forvera okkar á jörðinni;
Kristur hafi síðan fórnað sér til að við
gætum hreinsast af óværunni og gengið í
guðs ríki inn íklædd réttlætisskrúða.
Satt að segja telja nemendur mínir
þessa blóðskuld heldur vafasama, jafnvel
svo að frelsarinn hafi fórnað sér fyrir
hreinan misskilning. Mér hefur til dæmis
verið bent á að ekki væri úr vegi að ein-
hver góður frelsari tæki að sér að fórna
sér fyrir veraldlegri skuldir, jafnvel
skuldir heimilanna, í staðinn fyrir lítt
skiljanlega og úrelta blóðskuld.
Því má ekki gleyma að Hallgrímur orti
fleira en Passíusálmana. Mörg ljóða hans
og sálma hafa varðveist vel og fest sig í
hugum manna. „Um dauðans óvissan
tíma“ (Allt eins og blómstrið eina) er eitt
þeirra og gjarna sungið við burtför okkar
úr hinum veraldlega heimi. Í 3. erindinu
beitir Hallgrímur frægri viðlíkingu (sam-
líkingu):
Dauðinn má svo með sanni
samlíkjast, þykir mér,
slyngum þeim sláttumanni
er slær allt hvað fyrir er.
Þess minnist ég að eitt sinn var á prófi
leitað eftir skilningi nemenda á þessum
orðum Hallgríms. Spurningin hljóðaði
svo: „Gerðu grein fyrir myndmálinu í
þessum línum.“ Nokkrir nemendanna
svöruðu því til að Hallgrímur líkti dauð-
anum við mann með sláttuvél. Við eft-
irgrennslan okkar kennaranna kom ber-
lega í ljós að nokkur hluti nemendanna
hafði lítið eða ekkert haft af orfum og
ljáum að segja í uppvexti sínum en sá
dauðann fyrir sér sem karl sem ýtti á
undan sér handknúinni sláttuvél sem
reyndist vera elsta tæki sinnar tegundar
til túnsláttar sem blessaðir unglingarnir
könnuðust við (en sem mér þótti fyrir 60
árum vera með merkustu uppgötvunum
mannsandans). Nemendur fengu vissu-
lega 10 fyrir svör sín.
Svona líður tíminn. Gamlar hugmyndir
og atvinnuhættir týnast undrahratt í
þeirri holskeflu sem við köllum framfarir
þótt líðan mannanna breytist lítt í
grrundvallaratriðum.
Páskaspjall
’
Satt að segja telja
nemendur mínir
þessa blóðskuld held-
ur vafasama, jafnvel svo að
frelsarinn hafi fórnað sér
fyrir hreinan misskilning.
Mér hefur til dæmis verið
bent á að ekki væri úr vegi
að einhver góður frelsari
tæki að sér að fórna sér
fyrir veraldlegri skuldir,
jafnvel skuldir heimilanna,
í staðinn fyrir lítt skiljan-
lega og úrelta blóðskuld.
PEDRÓ-BANKI ElínEst
he
r
Málið
PEDRÓ-BANKI
Okkur er síður en svo sama
Skuldar þú?
Nú býðst viðskiptavinum
okkur 25% niðurfelling á
verðtryggðum skuldum gegn
smávegis krossfestingu.
Tungutak
Þórður Helgason
thhelga@hi.is
Hinn 17. maí næstkomandiverða liðin 100 ár frá fæðinguRóberts Abrahams Ott-óssonar. Hann fæddist og ólst
upp á menningarheimili í Berlín. For-
eldrarnir, þau Lise Golm listmálari og
Otto Abraham, læknir og tónlistarfræð-
ingur, voru af gyðingaættum en fjöl-
skyldan hafði lengi búið í Þýskalandi og
tekið kristna trú. Eftir stúdentspróf 1921
hóf Róbert nám í heimspeki og tónlist. Í
uppvextinum umgekkst hann tónlist-
armenn, sem vafalaust höfðu áhrif á unga
tónlistarmanninn. Að loknu námi í Berlín
fór hann til Parísar árið 1934 til þess að
stunda frekara nám í hljómsveitarstjórn.
Aðstæður urðu til þess að leið Róberts
lá skömmu síðar til Kaupmannahafnar
þar sem örlög hans réðust. Til stóð að
hann tæki að sér stjórn dönsku útvarps-
hljómsveitarinnar, sem þó varð ekki af. Í
Kaupmannahöfn kynntist Róbert nor-
rænufræðingum og einn þeirra benti
honum á að hefði hann áhuga á norræn-
um fræðum gæti Ísland verið kjörland til
að starfa í. Þrátt fyrir úrtölur um að á Ís-
landi væri fýsilegt fyrir menntaðan og
reyndan tónlistarmann þar sem engin
væri hljómsveitin og tónlistarlíf bágborið
sigldi Róbert út til Íslands árið 1935. Haft
var eftir honum að hann gæti þá orðið til
gagns við uppbyggingu tónlistarlífsins,
sem kom enda á daginn.
Byggði upp og kenndi
Hann lyfti grettistaki hér á landi. Hann
byggði upp, kenndi og bar umhyggju fyr-
ir hverju verkefni sem hann tók sér fyrir
Skarpgreindur,
víðsýnn og
fjölmenntaður
mannvinur
Í næstu viku minnist Söngsveitin Fílharmónía
Róberts Abrahams Ottóssonar í tilefni af 100 ára
fæðingarafmæli hans. Lilja Árnadóttir, formaður
Söngsveitarinnar, segir hér frá Róberti.
Lesbók
Eins og fram kemur hér til hliðar verður
aldarafmælis Róberts A. Ottóssonar
minnst á tónleikum í Langholtskirkju sum-
ardaginn fyrsta og í Skálholtsdómkirkju
laugardaginn 21. apríl og meðal annars
frumfluttur Náttsöngur eftir Hildigunni
Rúnarsdóttur.
Hildigunnur segir að í ljósi þess að verk-
ið yrði flutt á minningartónleikum um Ró-
bert Abraham hafi hún reynt að tengja það
honum og leitað í doktorsritgerð Róberts
um Þorlákstíðir, en hann rannsakaði tíða-
söng Þorláks helga Þórhallssonar á Hól-
um. „Ég velti því fyrir mér að nota stef úr
tíðunum en ákvað síðan að nota bara
texta úr þeim, en hann leggur vitanlega
ákveðnar línur,“ segir Hildigunnur, og bæt-
ir við að það sé auðvelt að láta textann
leiða sig aðeins áfram í tónsmíðum, enda
kalli hann á gleði og dep-
urð eftir inntakinu. „Mér
finnst að maður eigi ekki
festa sig of mikið við
hann, en það hefur eðli-
lega áhrif á tónverkið
þegar maður lifir sig inn í
þennan trúarheim,“ en
textarnir eru tveir bútar
úr Davíðssálmum og
andstef sem eru svör við sálmunum.
Hildigunnur hefur áður unnið með trúar-
texta, samið þrjár messur, og líka unnið
með gamla texta, suma hundheiðna eins
og hún orðar það. Aðspurð hvort á verkinu
sé miðaldablær segir hún að á því sé
hennar eigið tónmál og ekki vafi að hver
sá sem þekki til hennar verka heyri undir
eins að verkið sé eftir hana.
Náttsöngur á minningartónleikum
Hildigunnur
Rúnarsdóttir