SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 28
28 15. apríl 2012 vann um tíma á Grensásdeildinni við endurhæfingu sjúklinga. Grensásdeildin er einhver magnaðasti stað- ur sem ég hef unnið á. Þar er fólk í endurhæfingu á opnu svæði og vinnur gríðarlega sigra á hverjum degi. Sem sjúkraþjálfi er maður kannski að hjálpa einum einstaklingi en kynnist um leið öðru fólki sem er við æfingar í salnum. Maður fylgist með framförum allra og gleðst með þeim. Þetta er hálfgerður Hálsaskógur þar sem allir eru vinir.“ Var ekkert erfitt að horfa á fólk í misgóðu ástandi? „Ég var ungur þegar ég vann þarna og var oft látinn taka á móti börnum og unglingum og það var erfitt. Auðvitað upplifir maður það mjög sterkt að sjá veikt fólk og þá sérstaklega ungt fólk. En það er líka erfitt fyrir fullorðið fólk og eldra fólk að missa heilsuna. Stundum tók ég það sem ég sá svo nærri mér að ég fór heim og grét, það gerðist samt ekki oft. Ég ræddi þetta eitt sinn við vinkonu mína sem er hjúkr- unarfræðingur og niðurstaða okkar varð sú að maður ætti að finna styrk í því að hafa valið starf sem byggist á því að hjálpa öðrum. Stundum gerist það að maður getur ekki hjálpað en maður hefur allavega reynt.“ Sýnist þér að það séu einhver sameiginleg viðhorf sem flestir tileinka sér þegar þörf er á endurhæfingu eftir veikindi eða slys? „Mín reynsla er að fólk bregst betur við áföllum en maður reiknar með. Það er ákaflega sjaldan sem fólk gefst hreinlega upp. Þegar á hólminn er komið er mannsandinn ótrúlega sterkur.“ Gríðarlegar framfarir í heiminum Víkjum að starfi þínu fyrir UNICEF. Hvað er það versta sem þú hefur séð? „Það versta var að koma inn á spítala fyrir vannærð börn í Síerra Leóne. Þau voru ákaflega illa á sig komin og maður fylltist þyngslum og vonleysi við að sjá í hvaða ástandi þau voru. Þarna hitti ég unga stúlku með barn sitt og ég spurði hana hvað hún væri gömul. Hún var sextán ára og barnið var þriðja barnið henn- ar. Þessi unga móðir var sjálf bara barn en átti samt þrjú börn. Ég þurfti að fara út í smátíma og jafna mig á þessu öllu saman. Heimurinn skuldar þessum börnum betri aðstæður, þau völdu ekki þetta hlutskipti og eru algjörlega sak- laus af syndum heimsins. Góðu fréttirnar eru að 99 prósent barnanna sem voru á þessum spítala lifa af vegna þess að þau fá stuðning og hjálp. Það þarf ekki mikið til að bjarga lífi þeirra og það er tiltölulega ódýrt. Lausnin er því ekki mjög flókin. Á ýmsum stöðum í Afríku er ástandið skelfilegt. Oft stafa þjáningar af erfiðleikum og fátækt. Allar mann- verur vilja börnunum sínum það besta. En þegar þú býrð í fátæku landi og það er langt í heilsugæsluþjónustu og þú átt fjögur börn og eitt þeirra er lasið, á hvaða tímapunkti ferðu þá frá börnunum þínum þremur og gengur með veika barnið 10 kílómetra til að koma því undir lækn- ishendur? Um leið og þessi þjónusta er færð nær íbúunum koma konurnar samstundis með veik börn sín og þá er strax hægt að bregðast við og hefja lækningu. Ég hugsa oft um fátækt og erfiðleika í samhengi við ís- lenska sögu. Um daginn sá ég í gömlu Eimreiðinni að fyrir 150 árum var barnadauði á Íslandi tvisvar sinnum meiri en nokkurs staðar í heiminum í dag. Framfarirnar á Íslandi S tefán Ingi Stefánsson stofnaði fyrir átta árumskrifstofu UNICEF á Íslandi og í dag er hannframkvæmdastjóri samtakanna hér á landi.Starf UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, er margþætt og þessa dagana standa samtökin fyrir neyðarsöfnun um allan heim til styrktar börnum á Sahel-svæðinu í Vestur- og Mið-Afríku en þau eiga á hættu að deyja vegna þurrka og uppskerubrests. Ástandið er alvarlegt því ef ekkert verður að gert gæti ein milljón barna látið lífið af völdum vannæringar. Stefán Ingi er fyrst spurður hvað hafi orðið til þess að hann stofnaði skrifstofu UNICEF hér á landi fyrir átta árum, ekki orðinn þrítugur. „Ég hef alltaf haft sterkar taugar til Sameinuðu þjóð- anna og hugmyndin um samkennd heimsins heillar mig,“ segir hann. „Mig langaði til að finna einhverjar leiðir til að vinna í samræmi við þessa hugmynd og stuðla að því að gera heiminn betri. Ég rak augun í það að engin skrifstofa fyrir UNICEF var á Íslandi. Ég fór að athuga hvort möguleiki væri á að stofna hana og hætti vinnu minni sem sjúkraþjálfari á Grensásdeildinni. Í upphafi árs 2004 var skrifstofan opnuð og síðan hefur starfið þar verið vinnan mín. En það er alls ekki eins og ég hafi gert þetta einn. Það var stór hópur fólks sem tók þátt í undirbúningsvinnunni.“ Hefur þessi litla skrifstofa í Reykjavík átt þátt í því að bæta heiminn? „Já, ég leyfi mér að fullyrða það. Það er ótrúlega merkilegt hvað er hægt að hafa mikil áhrif. Ég hef sjálfur tekið þátt í að dreifa malaríunetum í Gíneu-Bissá, séð mæður og börn bíða eftir bólusetningu undir skugga mangótrjáa og orðið samferða stúlku í skóla sem áður hafði unnið við námur í Síerra Leóne. Þegar horft er á heildarmyndina sést að ung- barnadauði í heiminum hefur minnkað um 30 prósent á síðustu tíu árum. Þetta má meðal annars þakka bólu- setningu, dreifingu malaríuneta, uppbyggingu skóla og auknu aðgengi að hreinu vatni. Við hér á litla Íslandi höfum klárlega átt þátt í þessu með því að senda fé frá heimsforeldrum og stórum styrktaraðilum út til UNI- CEF. Þannig gerast hlutirnir. UNICEF getur ekki sinnt þessum verkefnum nema með stuðningi almennings. Söfnunarféð sem við sendum til verkefna á vettvangi skiptir því mjög miklu máli.“ Fór heim og grét Víkjum aðeins að bakgrunni þínum. Þú lærðir sjúkra- þjálfun á sínum tíma. Hvernig var að vinna sem sjúkraliði? „Ég hef alltaf haft áhuga á vísindum og mannslíkam- anum og vinna sjúkraþjálfarans átti því vel við mig. Ég Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Samkennd heimsins Stefán Ingi Stefánsson stofnaði fyrir átta árum skrifstofu UNICEF á Íslandi, þá ekki orðinn þrítugur. Í viðtali ræðir hann um starf samtakanna og þær framfarir sem hafa orðið í heiminum. Hann talar einnig um starf sitt sem sjúkraliði og nauðsyn þess að búa yfir hugarró. Stefán Ingi: Enginn maður kemst í gegnum daginn án þess að hugsa en hugurinn getur orðið okkar helsti óvin- ur. Áreitið í umhverfinu er mikið og það er hægt að týna sjálfum sér í því.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.