SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 36
36 15. apríl 2012 Fjölmargir farþegar Titanic þjáð-ust af sektarkennd vegna þess aðþeir komust lífs af meðan aðrirdóu. Einhverjir fóru að þjást af geðveilu. Þar á meðal var Anna De Messe- maeker, sem var farþegi á Titanic ásamt eiginmanni sínum, en þau höfðu nýlega gengið í hjónaband. Anna, sem var 36 ára gömul, komst í björgunarbát en maður hennar varð eftir á þilfari Titanic. Anna fékk taugaáfall, sannfærð um að hún myndi aldrei sjá hann aftur. Hann bjarg- aðist og þau hittust á þilfari Carpathia. Anna varð aldrei söm eftir slysið og eig- inmaður hennar neyddist fljótlega til að vista hana á geðsjúkrahúsi þar sem hún dó árið 1918. Af 705 farþegum sem björguðust af Tit- anic voru tíu sem fyrirfóru sér. Fyrsta sjálfvígið varð tveimur og hálfu ári eftir að Titanic sökk. Annie Robinson, 44 ára gömul ekkja, var þerna á Titanic og þegar skipið var við að sökkva komst hún í björgunarbát og hún sagði seinna að þá hefði skipshljómsveitin enn verið að spila. Árið 1914 var Annie á leið til Boston með farþegaskipi en hún ætlaði að heim- sækja dóttur sína. Þokulúðrar fóru í gang. Annie hafði áður heyrt í þokulúðrum en það var þegar Carpathia sigldi inn í höfn- ina í New York með eftirlifendur. Hávært hljóðið í þokulúðrunum í Boston vakti skelfilegar minningar um Titanic-slysið. Annie hljóp upp á þilfar og kastaði sér í sjóinn. William A. Lucas var í áhöfn Titanic og hafði umsjón með að manna og stjórna einum af björgunarbátunum. Hann komst lífs af en þjáðist af skelfilegri sekt- arkennd. Hann hafði vísað konu frá björgunarbáti sem hann stjórnaði þar sem hann taldi bátinn ótraustan og ekki geta rúmað fleiri farþega. Konan fórst með Titanic. Lucas fékk stöðugar mar- traðir þar sem hann heyrði dauðavein farþega og sá fljótandi lík í vatni. Hann skaut sig árið 1921, 35 ára gamall. Gangandi lík Titanic-slysið eyðilagði líf Bruce Ismays sem var stjórnarformaður White Stars- skipafélagsins sem átti Titanic. Hann var 49 ára gamall, stundum kallaður kon- ungur Atlantshafsins. Eftir slysið hjálpaði hann til við að manna björgunarbátana og átti þannig þátt í að bjarga fjölda mannslífa. Þegar síðasti björgunarbát- urinn hafði verið mannaður og hvorki konur né börn voru í nánd steig Ismay í bátinn. Umheimurinn fyrirgaf honum það aldrei. Um borð í Carpathiu var Ismay í losti og á róandi lyfjum. Hann starði stjarfur fram fyrir sig og enginn náði sambandi við hann. Hinn 17 ára Jack Thayer, far- þegi á Titanic, kom til Ismays þegar skip- ið var að nálgast New York og sagði seinna að hann hefði aldrei séð nokkurn mann jafnniðurbrotinn og Ismay var. „Ég er næstum viss um að um borð í Titanic var hár hans svart með gráum sveip, en nú var hár hans næstum snjóhvítt,“ sagði Thayer. Thayer reyndi að sannfæra Ismay um að hann hefði gert rétt í því að bjarga lífi sínu með því að fara í síðasta björg- unarbátinn en Ismay svaraði engu heldur starði fram fyrir sig. Mikið hatur beindist að Ismay. Hann, einn af eigendum Titanic, var lifandi meðan að minnsta kosti 111 konur, 54 börn og 1.327 karlmenn höfðu farist. Fína fólkið í London, sem áður hafði sótt í fé- lagsskap hans, hafnaði honum. Það er ekki víst að það hafi skipt hann máli því hann valdi sjálfur að einangra sig, þjáður af sektarkennd vegna þess að hafa farið um borð í björgunarbát meðan aðrir fór- ust. Hann hafði skömm á sjálfum sér og að sögn ættingja hans minnti hann mest á gangandi lík. Kona hans lagði blátt bann við því að Titanic-slysið yrði rætt í návist hans. Hann fékk þó útrás fyrir tilfinningar sínar með því að skrifast á við einn farþegann, konu að nafni Marian Thayer sem hafði misst mann sinn í slysinu, en hún gat ekki veitt honum þá sáluhjálp sem hann þarfnaðist svo sárlega. Stundum sást Ismay á gangi í görð- um Lundúnaborgar þar sem hann spjallaði við flækinga og útigangsmenn sem hann virtist ná sérstöku sambandi við. Þegar Ismay tók að eldast fékk hann sykursýki, annar fótur hans var fjarlægður og eftir það var hann í hjólastól. Hann lést árið 1937, 74 ára gamall, löngu saddur lífdaga. Ungi pilturinn, Jack Thayer, sem hafði reynt að hughreysta Ismay um borð í Car- pathia, hafði bjargað lífi sínu með því að kasta sér fyrir borð þegar Titanic var að sökkva og komist um borð í björgunarbát. Hann missti föður sinn í slysinu en móðir hans komst lífs af. Thayer var einkar glað- sinna maður sem virtist eiga farsælt líf fram- undan, hann fékk góða stöðu í bankakerfinu og lifði fyrirmyndar fjölskyldulífi. Árið 1940 skrifaði hann fyrir nánustu fjölskyldu sína um upplifun sína af slysinu. Þremur árum síðar dó sonur hans, sem var í flughernum, þegar flugvél hans var skotin niður og hrap- aði í Kyrrahafið. Sex mánuðum síðar lést móðir hans, nákvæmlega 32 árum eftir Tit- anic-slysið. Dóttir Thayers sagði að á þessum tíma hefði hann byrjað að þjást af þunglyndi vegna minninga um Titanic-slysið og dauða sonar síns og móður. Thayer var fimmtugur þegar hann framdi sjálfsmorð árið 1945 með því að skera sig á háls og púls. Af hverju getur fólk ekki gleymt Titanic? John Jacob Astor var ríkasti maðurinn um borð í Titanic. Hann var þar ásamt kornungri eiginkonu sinni Madeleine en þau höfðu gengið í hjónaband sjö mánuðum áður. Astor fylgdi konu sinni að björgunarbát en fékk ekki að fara með henni þótt þar væri nóg pláss. Báturinn var ekki langt frá Titanic þeg- ar skipið sökk og Madeleine fannst hún heyra Líf í skugga Titanic 705 manns lifðu Titanic-slysið af, en harmleikurinn markaði líf þeirra. Madeleine Astor var kornung þegar hún varð ekkja. Umheimurinn fylgdist áhugasamur með henni og sögulegu einkalífi hennar. Af þeim rúmlega 2.200 manns sem voru um borð í Titanic var 705 bjargað þegar skipið Carpathia kom á vettvang. Við tók fjögurra daga sigling til New York. Það væri huggunarríkt ef hægt væri að segja frá því að þessara farþega hafi beðið ham- ingjurík ævi, þeir hefðu fagnað því að hafa kom- ist lífs af og átt innhaldsríkt líf. En sannleikurinn er ekki alveg svo einfaldur. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.