SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 29
15. apríl 2012 29 eru ótrúlegar. Af hverju eigum við orðasambandið að bera út barn? Af hverju er orðasamband um það að drepa börn nokkuð sem allir Íslendingar skilja? Þetta orðasamband lýsir ótrúlegri neyð sem hefur verið í landinu. Í dag deyja íslenskar konur ekki vegna barnsburðar en í Vestur-Afríku deyja um 13 prósent kvenna af þeim orsökum. Ég held að Íslendingar vilji gera allt til að koma í veg fyrir að kona sem er fæða barn deyi vegna barnsburðar. Það er skelfilegt þegar barnsfæðing, sem á að vera einn gleðilegasti atburð- ur lífsins, verður að harmleik. En það eru jákvæðar fréttir. Á síðustu tíu árum hefur ungbarnadauði minnkað. Aðgengi að vatni er að aukast. Fleiri eiga kost á menntun en áður. Framfarir í heiminum eru gríðarlegar þótt maður fái það kannski ekki á tilfinninguna þegar mað- ur fylgist með fjölmiðlum. Auðvitað er stað- an ekki orðin góð en hún er mun betri en hún hefur áður verið.“ Íslendingar eiga mikið í UNICEF Oft heyrast rökin um að fyrst og fremst eigi að hjálpa fólki í eigin landi og aðrir eigi því að mæta afgangi. Hvernig svararðu þeim rökum? „Auðvitað eigum við að skapa samfélag sem hugsar vel um fólk. Mestu auðæfi sem við förum á mis við er þegar einstaklingar ná ekki að þróa með sér alla eiginleika sína og fá ekki að blómstra. En ef við horfum á mark- miðin sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett um þróunaraðstoð, þá er stefnt að því að 0,7 prósent af þjóðarframleiðslu fari til þróun- araðstoðar sem þýðir að 99,3 prósentum er varið innanlands. Það er nauðsynlegt að líta á þessi mál í þessu samhengi. 0,7 prósent eru markmiðið en Ísland hefur aldrei náð því markmiði. Þegar við höfum staðið okkur best höfum við náð helmingnum af því sem miðað er við. Í ár fara 0,2 prósent af þjóð- arframleiðslu okkar til þróunaraðstoðar. Við erum ríki sem er númer 14 á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna. Við erum í hópi rík- ustu þjóða í heimi og ættum að geta staðið við 0,7 prósent markmiðið. Stuðningur okk- ar við fátæk lönd þarf ekki að bitna á inn- lendri aðstoð. Það er líka gott fyrir okkur að hafa í huga hvaða stuðning við höfum fengið í gegnum tíðina frá erlendum ríkjum. Ég skil að þessi umræða komi upp og að fólk vilji gera vel við þá sem standa því nærri. En ég sé þetta ekki fyrir mér sem val- kostinn annaðhvort eða.“ Finnst þér of mikill hiti í þessari um- ræðu? „Stundum er mikill hiti í umræðunni en hann er ekki meiri en var fyrir sjö árum þeg- ar við hófum starfsemi. Íslendingar hafa sýnt starfi UNICEF mikinn áhuga. Í engu landi í heiminum eru fleiri einstaklingar, miðað við höfðatölu, sem gefa til UNICEF en hér á Ís- landi, það er að segja eru heimsforeldrar. Við Íslendingar eigum því nokkuð mikið í UNI- CEF.“ Að snerta dýpri strengi Er ekki óhjákvæmilegt að maður sem vinn- ur við starf eins og þetta velti fyrir sér trú- málum og tilgangi lífsins? „Ég leita mikið í trúna. En ég lít á trú sem mjög persónulegt mál og er því tregur til að ræða hana. Mér finnst það vera grundvall- aratriði að fólk finni frið innra með sér og tel að það sé lykillinn að ytri friði.“ Ég veit að þú rekur heilsubúð á horni Njálsgötu og Klapparstígs. Ertu mikill áhugamaður um heilsufæði? „Ég hef verið grænmetisæta í sautján ár. Að reka heilsubúð er skemmtilegt áhugamál um leið og ég lít á það sem þjónustu við sam- félagið. Áhugi á heilsuvörum eykst stöðugt og þar eru alls konar tískusveiflur sem gam- an er að fylgjast með. Áhugi minn á heilsu- fæði tengist hugleiðslu og jóga sem ég stunda.“ Býrðu yfir mikilli hugarró? „Það er misjafnt, stundum gengur mér vel að halda einbeitingunni en svo á ég til að missa mig í öldurót hversdagsins. En ég finn að það er bein tenging milli persónulegrar líðanar minnar frá degi til dags og þess hvernig mér gengur að iðka hugleiðsluna. Enginn maður kemst í gegnum daginn án þess að hugsa en hugurinn getur orðið okkar helsti óvinur. Áreitið í umhverfinu er mikið og það er hægt að týna sjálfum sér í því. Hugleiðsla er leit að innri friði. Flestallir eiga einhverja flóttaleið, hvort sem það er í gegn- um tónlist, náttúruna eða áhugamál. Margir hafa til dæmis upplifað það að hlusta á fallega tónlist og endurnærast. Aðrir finna tilfinn- ingu kannski þegar þeir ganga á ströndinni, sjá sólarlagið og horfa á hafið. Slík upplifun er á margan hátt eins konar hugleiðsla, því með þessu er fólk að róa hugann og snerta dýpri strengi innra með sér.“ ’ Það versta var að koma inn á spítala fyrir van- nærð börn í Síerra Leóne. Þau voru ákaflega illa á sig komin og maður fylltist þyngslum og von- leysi við að sjá í hvaða ástandi þau voru. Þarna hitti ég unga stúlku með barn sitt og ég spurði hana hvað hún væri gömul. Hún var sextán ára og barnið var þriðja barnið hennar. Þessi unga móðir var sjálf bara barn en átti samt þrjú börn. Ég þurfti að fara út í smátíma og jafna mig á þessu öllu saman. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 Opnunartími: 08:00 - 17:00 alla virka daga www.ispan.is - ispan@ispan.is CE-VOTTUN ER OKKAR GÆÐAMERKI Sérfræðingar í gleri … og okkur er nánast ekkert ómögulegt HERT GLER: Í sturtuklefa • Í handrið • Í skjólveggi

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.