SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Blaðsíða 14
14 15. apríl 2012 Þegar blaðamaður hittir HildiSesselju Aðalsteinsdóttur, ErluKristínu Árnadóttur og Borg-hildi Erlingsdóttur á Kaffitári eru þær búnar að gæða sér á hafragraut og eru að sötra te. Ekki er víst að aðrir gestir kaffihússins geri sér grein fyrir að þarna eru kraftakonur á ferð og að í hópi þessara grannvöxnu og smekklega klæddu kvenna sé meira að segja Ís- landsmeistari í kraftlyfingum. Þær sam- ræmast kannski ekki algengustu mynd- inni sem fólk gerir sér af kraftlyftingakonum eða íþróttinni al- mennt. Þær eru allar fjölskyldukonur og í annasömum störfum en gefa sér glaðar tíma fyrir uppáhaldsíþróttina. Þær þekktust allar áður en hafa orðið mjög góðar vinkonur eftir að þær byrj- uðu að æfa saman. „Við byrjuðum allar að æfa í World Class á Seltjarnarnesi,“ segir Borghildur sem byrjaði fyrst. Markmiðið hjá henni eins og þeim öllum var bara að koma sér í gott form. „Þjálfarinn sem við byrj- uðum að æfa hjá er mikill kraftlyft- ingamaður og fór að koma manni út í þetta án þess að maður áttaði sig á því. Hann á heiðurinn af því að við þrjár fórum að æfa saman,“ segir Borghildur en maðurinn sem um ræðir er Ingi- mundur Björgvinsson, einkaþjálfari og kraftlyftingamaður. Hundrað kílóa múrinn „Áður en við vissum af vorum við komnar með kraftlyftingabeltin og magnesíumið,“ segir Erla og Hildur tekur við: „Við vorum allt í einu farnar að tala endalaust um þyngdir. Maður fór að hugsa bara í tölum. Ég man það var mikill múr að fara yfir hundrað kílóin í réttstöðu.“ Keppnisgreinarnar í kraftlyftingum eru þrjár; bekkpressa, hnébeygja og réttstöðulyfta. Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum fór fram í lok mars. Hildur varð þar Íslandsmeistari með 323,5 kg í 52 kg flokki. Grótta var jafn- framt stigahæsta liðið og fékk fullt hús með 60 af 60 mögulegum stigum og jók félagið þar með forskot sitt í stiga- keppni liða. „Við stofnuðum sérstaka kraftlyft- ingadeild í Gróttu í félagi við nokkra aðra og erum komnar með yfir 50 iðk- Krafta- konurnar á Nesinu Þrjár vinkonur af Seltjarnarnesinu ætluðu bara að koma sér í form en „leiddust út í“ að keppa í kraftlyftingum. Þær höfðu forgöngu um að stofna kraftlyftingadeild í Gróttu og núna skartar ein þeirra Íslandsmeistaratitlinum í íþróttinni. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is „Áður en við vissum af vorum við komnar með kraftlyftingabeltin og magnesíumið,“ segir Erla Kristín Árnadóttir. Morgunblaðið/Ómar Borghildur Erlingsdóttir Aldur: 42 Fjölskylduhagir: Gift og á fjögur börn á aldrinum 3-19 ára Starf: Forstjóri Einkaleyfa- stofunnar Þyngdarflokkur: -57 kg Byrjaði að æfa kraftlyft- ingar: 2010 Uppáhaldsgrein: Réttstöðulyfta Tekur í bekkpressu: 55 kg Réttstöðulyftu: 140 kg Hnébeygju: 121 kg

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.