Morgunblaðið - 12.05.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Maður verður að búa upp á þetta,
það er engin miskunn. Þetta tókst í
fyrra og hlýtur að takast núna,“ segir
Sigurður Þór Guðmundsson, sauð-
fjárbóndi og ráðunautur á Holti í
Þistilfirði. Bændur á Norður- og
Austurlandi eiga ekki von á góðu
næstu daga því spáð er slæmu vor-
hreti á morgun og mánudag.
Sigurður kvíðir ekki hreti í miðjum
sauðburði, segir þetta vera ár sem
menn eigi að gera ráð fyrir. Norð-
lendingar fengu mjög slæmt vor í
fyrra og segir hann að þá hafi allt fé
komist í hús hjá sér, svo verði líka nú.
Ekkert til að kroppa
Í Holti eru 380 hausar og í gær
voru komin um 160 lömb. Féð er ekk-
ert farið að fara út af viti að sögn Sig-
urðar. „Ég setti út nokkrar ær í
fyrradag og þær eru við hús. Það
væri dásamlegt að geta verið kominn
með fimmtíu kindur út á gjöf og þær
farnar að kroppa eitthvað. En það er
ekki komin nein beit svo það þýðir
ekkert að tala um það. Það er ekkert
farið að gróa, enda búið að vera kalt
og varla að frost sé farið úr jörðu.“
Sigurður er búfjáreftirlitsmaður
og segir heystöðuna í sveitinni vera
góða. Flestir ættu að geta haft allan
bústofn á gjöf fram til næstu mán-
aðamóta ef svo færi.
Vorið í fyrra var mjög kalt og því
seinkuðu nokkrir sauðfjárbændur í
nágrenni við Sigurð burðinum í ár.
„Þeir ætla ekki að bjóða í það aftur
að vera með svona mikið borið í vor-
hretinu. Það fer að byrja að bera hjá
þeim úr þessu. Ég flýtti reyndar
burðinum aðeins. Það fór ágætlega
um elstu lömbin mín í fyrra og þau
heppnuðust vel. Þegar maður er með
takmörkuð hús verður að stýra hvað
ærnar bera hratt. Við dreifum þessu
jafnt yfir mánuðinn og hér eru
hundrað kindur sem bera ekk-
ert fyrr en í lok maí.“
Samkvæmt veðurspám á vor-
hretið að standa yfir sunnudag
og mánudag með kólnandi
veðri og töluverðri snjókomu.
Sigurður segir menn fyrir
norðan vera vana ýmsu en þeim
sem eru vanir betri tíð og fyrri
gróanda líki vorhretið bölv-
anlega.
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Stjórn LÍÚ ákvað í gær að vísa
kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara
ef ekki næst samkomulag á milli þess
og samtaka sjómanna um nýja kjara-
samninga. Samningar á milli þessara
aðila hafa verið lausir frá því í janúar
í fyrra en þó hefur tvisvar sinnum á
þeim tíma verið samið sérstaklega
um hækkun á kauptryggingu og
kaupliðum í samræmi við hækkanir á
hinum almenna vinnumarkaði.
„Við erum með svokallað hluta-
skiptakerfi þar sem við í rauninni
skiptum þeim verðmætum sem
aflast eftir ákveðnum aðferðum og
síðan hafa orðið miklar kostnaðar-
hækkanir og miklar hækkanir á
álögum hins opinbera,“ segir Friðrik
Arngrímsson, framkvæmdastjóri
LÍÚ, spurður út í helstu kröfur LÍÚ.
Spurður hvort tekið verði mið af
þeim kvótafrumvörpum sem nú
liggja fyrir á Alþingi í kjaraviðræð-
unum segir Friðrik svo ekki vera á
þessari stundu heldur sé einungis
verið að taka tillit til þess sem þegar
er orðið. „Það kemur í ljós hvaða
áhrif það hefur, það hefur náttúrlega
ekkert verið samþykkt í þinginu,“
segir Friðrik um áhrif kvótafrum-
varpana á kjaraviðræður og bætir
við: „Það liggur alveg fyrir að ef það
verða frekari breytingar þá hefur
það náttúrlega enn frekari áhrif.“
Kjaraviðræður
LÍÚ og sjómanna
til sáttasemjara
Aukinn kostnaður og hærri álögur
Morgunblaðið/Ómar
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Myllusetur ehf., útgáfufélag Viðskiptablaðsins og
Fiskifrétta, hefur sent kvörtun til Samkeppniseft-
irlitsins vegna meintrar misnotkunar 365 miðla
ehf. á markaðsráðandi stöðu sinni á fjölmiðla-
markaði hér á landi.
Að mati Mylluseturs hafa 365 miðlar í viðskipta-
skilmálum sínum brotið samkeppnislög með
margvíslegum og alvarlegum hætti. Í yfirlýsingu
frá Myllusetri segir að háttsemi 365 felist m.a. í
einkakaupum, tryggðarafsláttum, skaðlegri und-
irverðlagningu og samtvinnun ólíkrar þjónustu.
Meint brot 365 eru sögð vera einkum í tengslum
við útgáfu Fréttablaðsins og auglýsingasölu.
Ara Edwald, forstjóra 365 miðla, finnst ekki
mikil veigur í kvörtuninni. „Mér finnst standa upp
úr þessu – við fyrstu sýn allavega – að við höfum
afhent fyrirtækjum Fréttablaðið ókeypis í
tengslum við einhverja aðra samninga um auglýs-
ingar eða kostun til okkar eða einhverra miðla
okkar, sem gerir þeim [Myllusetri] þá væntanlega
erfiðara fyrir að selja Viðskiptablaðið í sam-
keppni,“ sagði Ari í samtali við mbl.is í gær og
benti þá einnig á að ekkert lægi fyrir um að blöðin
tvö, Fréttablaðið og Viðskiptablaðið, væru yfir-
höfuð á sama markaði.
Hefur alvarleg áhrif á samkeppni
„Ljóst er af viðbrögðum forstjóra 365 að hann
hefur ekki kynnt sér efni kvörtunar Mylluseturs
vel. Mál þetta snýst um umfangsmikla samninga
sem fyrirtækið gerir við stóra viðskiptavini á aug-
lýsingamarkaði,“ segir Pétur Árni Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Mylluseturs, og bætir við: „Í dæma-
skyni má nefna að í samningum þessum nýtir 365
sér sterka stöðu sína á hinum ýmsu mörkuðum,
m.a. markaði fyrir sölu auglýsinga í dagblöð, með
því að veita mikla afslætti eða gefa þjónustu sína,
gegn því að hlutaðeigandi viðskiptavinur kaupi
annars konar og óskylda þjónustu 365. Við teljum
að háttsemi þessi sé til þess fallin að hafa alvarleg
áhrif á samkeppni, m.a. á blaða- og auglýsinga-
markaði.“
Að sögn Péturs Árna hefur það engin áhrif í
þessu samhengi hvort það blað sem stendur að
kvörtuninni sé viðskiptablað eða hefðbundið dag-
blað. Hann er jafnframt ósammála ummælum Ara
þess efnis að blöðin tvö, Viðskiptablaðið og Frétta-
blaðið, séu ekki á sama markaði. „Forstjóra 365
ætti að vera kunnugt um að fyrirtæki hans stend-
ur sjálft að útgáfu vikulegs sérblaðs um viðskipti
og efnahagsmál. Eru 365 og Myllusetur því sann-
anlega keppinautar,“ segir Pétur Árni og bætir
síðan við: „Jafnvel þótt Viðskiptablaðið væri ekki á
sama markaði og Fréttablaðið væri um brot að
ræða, til að mynda gegn Morgunblaðinu, DV og
Fréttatímanum.“
Saka 365 um samkeppnislagabrot
Myllusetur kvartar undan 365 til Samkeppniseftirlitsins vegna „einkakaupa,
tryggðarafslátta, skaðlegrar undirverðlagningar og samtvinnunar ólíkrar þjónustu“
Ari
Edwald
Pétur Árni
Jónsson
Páll Gunnar
Pálsson
„Við vorum að ræða í gær hvort menn létu bera of snemma eða of
seint og þá sagði nágranni minn, Jóhannes [Sigfússon] á Gunn-
arsstöðum, að það væri leiðinlegt að láta ærnar bera seint ef vorið
væri gott.
Þá spurði ég hvenær það hafi verið virkilega gott vor
síðast og hann nefndi ártalið 1974. Ég spurði hvort
það væri ekkert nær í tíma og þá mundi hann
bara eftir 1980, og það eru ekki nema 32 ár síð-
an,“ segir Sigurður og hlær. Sjálfur er hann 34
ára.
Síðast gott vor árið 1980
NÁGRANNASPJALL
Ljósmynd/Hildur Stefánsdóttir
Sauðburður Ása heimasæta í Holti í Þistilfirði hleypur í garðanum á eftir
bíldóttu lambi í fjárhúsunum í gær.
Kvíðir ekki vorhreti
í miðjum sauðburði
Eimskip hefur ráðið Íslandsbanka og Straum fjárfestingabanka til að
vinna að undirbúningi að skráningu félagsins á NASDAQ OMX Iceland
fyrir árslok. Í tengslum við fyrirhugaða skráningu er gert ráð fyrir að
fram fari almennt hlutafjárútboð þar sem fjárfestum og almenningi gefst
kostur á að skrá sig fyrir hlutum í félaginu.
Eimskip verði skráð á NASDAQ í haust
„Það er verið að leita upplýs-
inga og gagna út af málinu,“
segir Páll Gunnar Pálsson, for-
stjóri Fjármálaeftirlitsins, að-
spurður á hvaða stigi málið sé
og bætir við: „Í framhaldi af því
verður tekin ákvörðun um nán-
ari meðferð þess.“ Að sögn Páls
er ekki hægt að segja til um það
fyrirfram hvað rannsókn máls-
ins mun taka langan tíma. „Það
er ekkert sem bendir til þess,
við erum aðeins að leita sjón-
armiða og gagna með form-
legum hætti,“ segir Páll að-
spurður hvort hann eigi von á
að gripið verði til húsleita eða
annarra álíka aðgerða.
Á ekki von
á húsleitum
AFLA UPPLÝSINGA